Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 22

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 22
leirmunum, málmsmíði, málara- list og húsgögnum. Það er gott að minnast þess að arkitektúrdeildin við Bauhaus var aldrei megin- hluti skólans, þó að svo mætti ætla af umræðu seinni ára. En kannski er svo auðvelt að sjá fyrir sér hús þegar sagt er „Bauhaus” án þess að kanna málið frekar. I raun átti arkitektúrskólinn undir högg að sækja hjá „meisturunum” í handverksdeildunum. Skoðanir þeirra Bauhaus-manna unnu til fylgis hjá arkitektum og hönnuðum í Evrópu á þriðja áratug aldarinnar. Menn voru önnum kafnir við að reisa lífið við eftir heimsstyrjöldina fyrri og margir vildu gera betur en áður var og menn ræddu kenningar og viðhorf með og á móti. Funktion- alisminn fór að vissu leyti sigurför en þó ekki án andspyrnu. Margir voru þeir sem töldu að best væri að apa form átjándu og nítjándu aldarinnar áfram. Þau viðhorf urðu svo ofan á í Þýskalandi með valdatöku nasistanna sem lokuðu Bauhaus-skólanum endanlega í apríl 1933. A öðrum og þriðja áratug aldar- innar náðu menn mjög góðum árangri í byggingarlist víða í Evrópu og ég tel mjög varasamt að tala um að þar hafi átt sér stað rof í byggingarlistinni, þvert á móti má segja að funktionab istarnir hafi unnið áfram á þeim grunni sem unnið var á í fortíðinni þegar menn voru að leysa viðfangsefni og kynnast byggingarefnum og unnu af heilum huga að lausn viðfangs- efna í þeim anda sem áður sagði. Svo eins og gengur þá þynnist mjöðurinn þegar magnið eykst og tíminn líður. Menn fóru að letjast við að leita kjarnans hverju sinni og létu sér nægja að gera eins og hinir eða sem næst því. Arkitektar hlýddu einvöldum Evrópu og hin þjóðlega bygging- arlist kom á dagskrá, máski sem afsökun í umkomuleysinu. Funktionalisminn varð að „stíl” og „Funkisinn” bættist við í stílsafnið, og menn fóru að iðka Funkis eins og þeir höfðu áður iðkað aðrar stíltegundir, sem sé að stæla hin ytri form funktionalis- tanna. Þetta fékk svo nafnið „Modernismi” þegar það kom til baka til evrópu frá Bandaríkjun- um nokkru eftir styrjöldina. Þetta leiddi þó ekki til annars en að umkomuleysi manna varð augljóst þegar fram liðu stundir. Eftir því sem Funktionalisminn vék undan í daglegum notum nytjahluta og markaðsstefnan varð ofan á, sú stefna að maður býr til hlut og skapar síðan þörfina með áróðri og fjármagni, sáu menn að það var mjög auðvelt að selja hvað sem var. Allt var bara spurning um auglýsingu og markaðskynningu. Þessa sjást glögg merki á tíma- ritamarkaðnum. Rökræður um byggingarlist víkja fyrir kynningum á STJÖRNU- ARKITEKTUM. Þeir eru svo miklu auðseljanlegri en heila- starfsemin. Tímaritið segir að stjarnan gerði svona og sýnir velteknar myndir, og þar með rúllar boltinn. Og um getur orðið að ræða nýtt stílfyrirbrigði. Það eru verklausnir sem í raun eiga sér engar forsendur í viðfangs-efninu, því í myndina í tímaritinu vantaði forsendurnar sem stjarnan vann út frá. Þannig var kynningin á Módernismanum. Þegar menn svo voru búnir að iðka Módernismann sem hermi'list nógu lengi, kom leiðinn, og skorturinn á tengslum við verkið sagði til sín. I stað þess að leita grundvallar aftur og finna fótfestu að nýju þá hafa menn dottið í „Postmóderiv ismann”, sem þeir hafa kallað svo. Postmódernisminn er í raun aðeins nýtt sölutrikk í hinu markaðsruglaða samfélagi. Hann var hróp sölumannsins til að vekja á sér athygli á markaðs- torginu. Upphrópunin skírskotar ekki til dómgreindar almennings, hún er aðeins til að vekja athygli á hrópandanum. Maðurinn í tímaritinu heldur svo áfram og bendir á hið djarfa og sérstæða í athöfn hrópandans. Fyrr en varir er hrópandinn búinn að fá „ímynd” og þá verður ekki aftur snúið. Arkitektinn er búinn að finna sinn „stíl”. En menn geta ekki lifað í for- tíðinni, ekki heldur þó þeir api eftir ýmsa hluti, „tilvitnanir” frá fyrri öldum. Þeir skapa engin tengsl við fortíðina með því. Með þessu magna þeir hara umkomu- leysi sinnar samtíðar. En með því að kryfja eðli góðra verka og koma fram af hreinskilni við okkar eigin samtíð opnast leiðir til frjórra og góðra verka. Ég birti hér 4 myndir til skýringa á þessum staðhæfingum mínum. Ég tel rétt að geta þess að er ég um daginn ræddi í síma við einn kollega minn í Finnlandi, þá spurði hann: „ Eruð þið enn að tala um Postmódernisma á Islandi? Hér reyna menn að gleyma þeirri vitleysu.” ■ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.