Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 45

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 45
Hús myndlistamannsins Ian Hamilton Finlay, Hof Apollo, í Litlu Spörtu í Skotlandi. viðfangefni samtímans kalla á lausnir sem munu skila sér í framtíðinni í betra samfélagi. En vegna þess að umhverfið er mótað af aðstæðum fortíðarinnar þá er verið að byggja fyrir umhverfi eins og menn ímynda sér að það muni h'ta út í framtíðinni eftir að umhverfi fortíðarinnar hefði verið rutt úr vegi. Hin nýja bygging þarf ekki að falla inn í umhverfið vegna þess að hún tilheyrir ekki sama veruleika. Söguskynjun postmódernismans er frábrugðin. Þörfin fyrir sögu- lega sýn er ekki eins knýjandi í dag, hvorki á fortíðina né framtíðina. Það er ekki lengur eins rík tilhneiging til að réttlæta sig með tilvísun til framtíðinnar, með því að segja: Þetta lítur kannski ekki alltof vel út núna, en bíðið hara þangað til þið sjáið hvernig þetta á eftir að breyta og bæta mannlíf íbúanna, þá verðið þið hrifin; þetta á eftir að sanna sig í framtíðinni, verið viss. Þótt tilvitnanir í sögulega stíla virðist benda til fortíðarþrár, andstætt framtíðarþrá módern- ismans, þá er hér ekki um eftirsjá eftir liðnum tíma að ræða. Það er ekki verið að reyna að snúa klukkunni við, né heldur er um að ræða vakningu þar sem verið er að taka eitthvert tímaskeið í fortíðinni sér til fyrirmyndar, hinn klassíska anda t.d. Það væri fljótræði að bera saman nýklassíska hreyfingu í bygging- arlist á seinni huta 18. aldar og klassisisma í arkitektúr í dag. Sambandið við fortíðina er miklu frekar írónískt. Sumir arkitektar eru greinilega að viða að sér efni úr stórmarkaði stílsögunnar til að finna estetíska lausn sem minnir stundum á leikræna tilburði og 43

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.