Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 82

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 82
EINKUM EF ÞAU ERU HREIN HUGARSMÍÐ Málverk Sigur&ar Árna Sigur&ssonar Minnist þess”, skrifaði franskur málari fyrir rúmum 100 árum, „að hvort sem málverk er af ólmum bardagahestum, naktri konu eða sögulegum atburði, þá er það fyrst og fremst slétt yfirborð, þakið litum sem hefur verið raðað saman á ákveðinn hátt...” Það virðast ekki flókin sannindi að málverk sé sérheimur sem lúti sínum eigin lögmálum sem ekki gildi í „raunveruleikanum “ fyrir utan það. Málverkið er í grundvallareðli sínu tvívíð blekking, listræn sjónhverfing. Það er sömuleiðis í eðli málverka að vera nokkum veginn jafnslétt viðkomu, hvort sem myndefnið er fjall, kvenmannsbúkur eða epli... Allt frá tímum Endurreisnar og fram til loka 19. aldar var málverkið ferhyrndur gluggi, þar sem þrívíddin var búin til á tvívíðan flöt með hjálp fáeinna töfraformúla sem kenndar voru á verkstæðum meistara og stðar í listaskólum. I lok síðustu aldar var svo komið fyrir málverkinu og hinni sjónrænu blekk- ingu, að full ástæða þótti að benda fólki á það að málverk væri í raun ekki um neitt annað en sjálft sig, sama hvað væri á dúknum. Málverk , ólíkt skúlptúrnum, byggi til sitt eigið rými innan myndflatarins og það fjallaði um liti og form á lérefti. Þess vegna væri það málverk, en ekki til dæmis bókmenntir. Síðan eru liðin hundrað ár og margsinnis búið að mála síðasta málverk í heimi. Sömuleiðis er búið að kryfja alla leyndardóma þess, eðli þess og„ innri mótsagnir”. Gera það að skúlptúr, að grjóthrúgu og moldarbing, leysa það upp í yfirlýsingu, gera að hugmynd. Heilar kynslóðir listamanna hafa ekki snert á pensli og olíulitum. Þeir ungu myndlistarmenn, sem tóku þátt í endurreisn olíumálverksins fyrir tæpum 10 árum, áttu það m.a. sameiginlegt að vera ákaflega tímabundnir í list sinni og mála hratt, stórar expressjónískar strokur, í hita og þunga síðasta augnabliks í heimi. Nýja málverkið var, a.m.k. hér á landi, öðrum þræði tilraun til afneitunar á sögunni (listasögunni) og tímanum. Málverk Sigurðar Árna Sigurðssonar, sem hélt sína fyrstu einkasýningu í Listasalnum Nýhöfn á s.l. ári, endur- spegla vel þá miklu áherslubreytingu sem orðið hefur í málverkinu á s.l. 10 árum. Þar sem áður bjó sjálfsprottið tilfinningaflæði sem mátti sem minnst negla niður með útskýringum svo að það færi ekki að bera keim af konseptlist, hvílir nú þaulhugsuð myndgerð. Tíminn og hin listsögulega vitund eru aftur komin inn í málverkið. „Það nægir mér ekki“ segir Sigurður Árni, „að hreyfa bara höndina upp og niður eftir léreftinu, heldur hlýt ég að spyrja sjálfan mig hvað það þýði að vera málari í dag eftir allt sem á undan er gengið...” Sigurður Árni er fæddur á Akureyri árið 1963 og útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1987. Hann hélt að því búnu til Frakklands í framhaldsnám við École Nationale d'Art de Cergy'Pontoise og hlaut að námi loknu viðurkenningu í formi (fágætrar) vinnuaðstöðu og sýningarhalds. Sigurður Árni starfar í París og á um þessar mundir sjö málverk á samsýningu ungra myndlistarmanna-.Ateliers 1992 í Nútímalistasafni Parísarborgar, Musée D'Art Modeme de la Ville de Paris. Hann opnar fyrstu einka- sýningu sína í Frakklandi í apríl n.k. Sigurður Árni er málari hinnar mjúku línu og ganga ákveðin form líkt og endurtekin stef í gegnum verk hans. Þar ber langmest á hringlaga og sporöskjulaga formum, sem stundum eru fjöll eða ský, eða ávextir eða dýr..., stundum kúlur eða hálfkúlur, stundum boltar eða hnettir í óskib greindu rými á sléttum, eintóna bakgrunni, stundum augu, stundum göt... Göt Sigurðar Árna em afar for- vitnileg. Göt geta vísað inn í annan heim;, inn í annan tíma eða inn í annað rými. Það sem gerir göt að götum er hins vegar sú mikla víðátta sem umlykur þau. Við getum kallað hana bakgrunn. Við getum líka velt því fyrir okkur hvort það sem er inni í gatinu sé heldur hluturinn sjálfur eða bak- grunnurinn. Frá því menn gerðu sér grein fyrir því að það væri bakgrunninum að 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.