Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 20

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 20
BYGGINGARIÐNAÐUR Á TÍMAMÓTUM STEFÁN INGOLFSSON VERKFRÆÐINGUR. að er dýrt að byggja hús á Islandi og fasteigna- verð erhátt. í byggingar- iðnaði er 1 ítil framleiðni og hann hefur skort hvata til hagræðingar. Samkeppni vantaði og verðskyn kaupenda var lítið. Húsnæðiskostnaður er tugum prósenta hærri en fyrir aldarfjórð- ungi. Nú hafa aðstæður breyst. Byggingariðnaðurinn sem bjó við vemdað umhverfi verður að takast á við samkeppni. Mikilvægast er að lækka byggingakostnað. Það má til dæmis gera með því að stytta byggingartíma, auka stöðlun, bæta hönnun og nota ný byggingarefni og aðferðir. Fleiri íslendingar búa í eigin húsnæði en gerist í nálægum löndum. I löndum með hliðstæðar tekjur búa þriðjungi færri í eigin húsnæði en við eigum að venjast. Þessi mikla húsnæðiseign mynd- aðist á skömmum tíma við sérstakar aðstæður og verður hvorki skýrð með háum tekjum né lágu hús- næðisverði. Húsnæðiseign óx j afnt og þétt í þrj á áratugi. Árið 1950 bjuggu 64% íslendinga í eigin húsnæði, áratug síðar 70% og 1980 tæplega 90%. Til samanburðar má nefna að í grannlöndum okkar er algengt að 50% til 65% búi í eigin íbúðan húsnæði. Nú hafa aðstæður hins vegar breyst og menn horfa fram á minnkaða húsnæðiseign. Þvívalda vaxtahækkanir og hár byggingar- kostnaður. Miðað við önnur lönd er fasteignaverð hátt hér á landi. íbúðaverð í Reykjavík er nú til dæmis hærra en í úthverfum Kaup- mannahafnar. Menn eru á einu máli um að verð á nýbyggingum sé of hátt. Byggingarkostnaður hækkar stöðugt umfram almennt verðlag. Fyrir fjórum áratugum var mestöll byggingarvinna unnin í höndum. Byggingarkranar voru ekki komnir til sögunnar, steinsteypa hrærð á staðnum og hífð í fötum til að hella í steypumót sem slegið var upp í höndum og innréttingar voru hand- smíðaðar. Byggingarkostnaður var þó nálægt 40% lægri en nú gerist. Árið 1956 mátti skila íbúð full- lokinni fyrir lægra verð en húsnæði tilbúið undir tréverk kostar í dag miðað við sama verðlag. Aukin gæði húsnæðis hrökkva skammt til að skýra þessa hækkun. Af hækkun byggingarkostnaðar leiðir að hús- næðiskostnaður hefur einnig hækkað. Hár húsnæðiskostnaður eykur rekstrarkostnað fyrirtækj a og þyngir framfærslukostnað heimila. Atvinnurekstur þarf að standa undir mun hærri húsaleigu en áður. Leiguverð skrifstofuhúsnæðis hækkaði á fáum árum um liðlega þriðjung reiknað á föstu verðlagi og leiga iðnaðarhúsnæðis um 60%. Leiga íbúðarhúsnæðis hefur síðustu áratugihækkaðtiljafnaðarum 1,2% húsnæðiskaupa. Ætla má að húsnæðiskaupendur hafi hagnast um 160 milljarða króna á nei- kvæðum raunvöxtum. Samkeppni stuðlaði ekki að verðlækkun því hennar gætti ekki í byggingaiðnaði. Húsnæði er almennt byggt á landi sem sveitarfélög úthluta. Stærstu sveitarfélög landsins út- hlutuðu færri byggingalóðum en nam eftirspurn. Byggingafyrirtæki þurftu þess vegna ekki að keppa um kaupendur og gátu selt framleiðslu á ári umfram almennar verð- hækkanir. Fjölskyldur þurfa nú að greiða liðlega 50% hærri húsaleigu en 1955 fyrir jafngott húsnæði. Ymsar samverkandi ástæður hafa valdið hækkun byggingarkostn- aðar. Aðalástæðan er að byggingar- fyrirtæki hefur skort hvata til hagræðingar. Verðskyn húsnæðis- kaupenda var lítið á tímum nei- kvæðra raunvaxta. íbúðir kostuðu kaupendur minna en nam bygg- ingarkostnaði því lán voru aldrei greidd til baka að fullu. Góð lána- fyrirgreiðsla var mikilvægari en lágur byggingarkostnaður. Húsnæði var í áratugi niðurgreitt með verð- bólgutapi þeirra sem lánuðu til “Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu færri byggingarlóðum en nam eftirspurn. Byggingayrirtæki þurftu þess vegna ekki að keppa um kaupendur og gátu selt fram- leiðslu sína á háu verði. Þá vann húsnæðis- lánakerfið í áratugi gegn hagræðingu.” 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.