Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 21

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 21
Þróun byggingarkostnaðar samanborið við byggingarvísitölu 1940 -1989. (Byggingarkostnaður 1940 = 100 stig. Byggingarvísitala = 100 stig allt tímabilið.) 200 175 150 125 100 1940 1950 1960 1970 1980 1990 sína á háu verði. Þá vann hús- næðislánakerfið í áratugi gegn hagræðingu. Mun auðveldara var að fá lán til að byggja en kaupa notað húsnæði svo kaupendur tóku íbúðir í byggingu fram yfir notaðar eignir og greiddu hærra verð fyrir þær. Mikil vélvæðing í byggingar- iðnaði hefði átt að skila aukinni framleiðni og lægra verði. I flestum greinum iðnaðar eru stöðugar framfarirsemkomafram ílækkandi vöruverði. I verktakastarfsemi er til dæmis hörð samkeppni og tækniframfarir hafa skilað lágum framkvæmdakostnaði. Eðlilegt væri að sömu þróunar gætti í byggingariðnaði því þar hefur orðið mikil tæknivæðing. Framleiðni í greininni er þó enn lítil, um helmingur af því sem gerist í grannlöndum okkar. Fyrir þremur áratugum var vélvæðing við hús- byggingar nær óþekkt. Síðan hefur byggingarkostnaður þó aukist árlega um 1,3% umfram almennar verð- hækkanir. I stað þess að auka hag- kvæmni hefur tilkoma tækjanna hækkað byggingarkostnað. Kostn- aði við vélvæðingu og tækjakaup hefur einfaldlega verið velt út í verðlagið. Byggingariðnaðurinn verður að lækka framleiðslu- kostnað mikið á næstu árum, jafnvel um 20%-25%. Benda má á ýmsa þætti sem stuðlað geta að lækkun kostnaðar. Byggingartími er mun lengri hér á landi en annars staðar. A byggingar- tíma hlaðast upp vextir af lánum. Með því að hraða framkvæmdum má minnka byggingarkostnað. Fyrir hálfri öld var algengt að menn byggðu hús á nokkrum mánuðum og unnu þó allt í höndunum. Hin tæknivæddu fyrirtæki í dag ættu ekki að þurfa lengri tíma. I flestum greinum eru hönnun og framleiðsla nátengd, oftast unnin í sama fyrirtæki. I byggingariðnaði hannar einn en annar framleiðir. Hönnuðir hafa engan hvata til að hanna ódýr hús. Þóknun arkitekta og verkfræðinga er oftast reiknuð sem hlutfall af áætluðum kostnaði. Af því leiðir að hönnuðurinn fær því hærri þóknun sem byggingarkostnaður er hærri. Til þess að hús verði ódýr þarf að leggja áherslu á hagkvæmni strax við hönnun. Arkitektar og aðrir hönnuðir bygginga leggj a ekki áherslu á að hanna ódýr hús. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.