Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 37

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 37
UMHVERFISRAÐSTEFNAN *• + I RIO EIÐUR GUÐNASON UMHVERFISMÁLARÁÐHERRA. llsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti þann 22. desember 1989 að halda alþjóðlega ráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992, þegar tuttugu ár væru liðin frá Stokkhólmsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, - fyrstu ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfismál. Aðdragandi samþykktarinnar var vissulega einnig sú umræða, sem átti sér stað um umhverfis- og þróunarmál bæði innan Sameinuðu þjóðanna og utan í kjölfar skýrslu Brundtlands-nefndarinnar sem kom út árið 1987- Sú skýrsla vakti mikla athygli og varð til þess að opna augu enn fleiri manna um þann vanda sem við veröldinni blasir í um- hverfismálum. Eftir Stokk- hólmsráðstefnuna árið 1972 voru margir bærilega bjartsýnir á úrbætur og framfarir í umhverfismálum almennt í heiminum. Loforðin og fyrirheitin, sem gefin voru á Stokkhólmsráðstefnunni, bentu til þess. Þegar fram liðu stundir varð hins vegar minna úr framkvæmd- um. Það var því kannski ekki að ástæðulausu að ýmsir höfðu tak- markaða trú á því að Ríóráðstefnan mundi skila miklum árangri. Sem dæmi um það má nefna, að undirritaður var kvaddur til viðtals í útvarpi nokkru áður en Ríó- ráðstefnan hófst og fyrsta spurning dagskrárgerðarmannsins var á þessa leið: “N ú má eiginlega segj a að þessi ráðstefna hafi mistekist! “Svarið við þeirri spurningu varð auðvitað á þá lund hvort ekki væri nú rétt að halda ráðstefnuna fyrst, áður en slíkur dómur væri upp kveðin TILGANGUR RÍÓRÁÐ- STEFNUNNAR Þegar allsherj arþingið samþykkti að ráðstefnan um umhverfi og þróun skyldi haldin var ákveðið að í samþykktum hennar skyldu eftir- farandi meginatriði höfð að leiðar- ljósi: ■ að fátækt er eitt helsta um- hverfisvandamálið í veröldinni og að gagnslaust er að ráðast gegn umhverfisvandanum nema taka j afnframt á efnahagsvanda þróunar- ríkjanna. Finna verði leiðir til að aðstoða þróunarlöndin fj árhagslega og gera þeim kleift að nýta sér tækniþekkingu iðnþróuðu ríkjann. ■ aðeinafmeginrótumvandanser misskipting gæða í heiminum, ofnýting auðlinda, lífshættir og neysluvenjur ríku eða þróuðu þjóðanna.. Leiðaverðiþjóðirheims inn á braut sjálfbærrar þróunar. ■ að iðnþróuðu ríkin bera mesta ábyrgð á þeim umhverfisvanda sem við er að glíma og þess vegna beri þeim að leggja meira af mörkum við lausn hans en öðrum ríkjum. ■ aðrétturþjóðatilaðráðanýtingu auðlinda sinna er viðurkenndur, svo fremi að það sé gert á sjálfbæran hátt og án þess að menga umhverfi annarra þjóða eða spilla því á annan hátt. Markmið ráðstefnunnar var að móta stefnu og koma með tilllögur að aðgerðum sem byggðust að megin- efni til á ofangreindum atriðum og miðuðu að því að stöðva og bæta þann umhverfisskaða sem orðinn væri og leiða þjóðir heims inn á braut sjálfbærrar þróunar. TiÞ gangurinn var einnig að setja um- hverfismálin ofar á forgangslista stjórnmálanna, og auka sam- þættingu umhverfismála og efna- hags- og þróunarmála. ARANGURINN Hinn sýnilegi árangur heims- ráðstefnunnar felst einkum í tveimur samningum, sem þar voru undirritaðir: um verndun andrúms- loftsins og fjölbreytileika lífs á jörðinni svo og þremur yfirlýs- ingum, Ríó-yfirlýsingunni, fram- kvæmdaáætluninni (Agenda 21) og yfirlýsingu um verndun skóganna. Samningarnir tveir eru lagalega bindandi fyrir þær þjóðir sem undirrituðu þá, en yfir- lýsingarnar þrj ár eru hins vegar ekki lagalega bindandi en fela engu að síður í sér pólitískar og siðferðilegar skuldbindingar fyrir allar þátt- tökuþjóðimar. VERNDUN ANDRÚMS- LOFTSINS Samningurinn um verndun andrúmsloftsins miðar að því að 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.