Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 45

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 45
FRUMLEIKI OG FRELSI Mynd 1. Hugmynd skipulagsdeildar Hafnarfjarðar að fyrsta skipulagi listamiðstöðvarinnar Straumur. Teikn. Kristján Asgeirsson arkitekt. Með nýstárlegu skipulagi hefur Hafnarfjarðarbær gert Iistamönnum kleift að byggja sér ódýr og frumleg hús við listamiðstöð í Straumi. Fyrir tveimur árum fæddist sú hugmynd að æskilegt gæti verið að gera listamönnum kleift að koma sér upp húsum og vinnustofum um- hverfis Listamiðstöðina Straum í Hafnarfirði. Margir listamenn eru þekktir að því að hafa meiri sérþarfir en aðrir og oft hefur verið erfitt að samræma þær óskir því sem yfirleitt er talið við hæfi á íbúðarsvæðum. Segja má að Sverrir Olafsson myndhöggvari hafi átt hugmyndina að uppbyggingu þessarar lista- miðstöðvar, en bæjaryfirvöld tóku strax mjög vel í þetta mál. Skipu- lagsyfirvöld í Hafnarfirði komust að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að stj órna uppbyggingu þama á mj ög sveigjanlegan hátt, vinna í samráði við listamennina, og vera jákvæð fyrir þeirra óskum og hugmyndum í stað þess að reyna að móta form þessarar byggðar á fyrirfram ákveðinn hátt. Fyrstu hugmyndir lutu í þá átt að byggja sambyggð hús umhverfis kjarna Listamiðstöðvarinnar, eins og hér er sýnt á mynd 1, en síðar var fallið frá því, skipulagið leyst upp og 43

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.