Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 61

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 61
Staður. Aðkoma. Forsögn. er í grennd miðbæjarins í mjög miklum tengslum við ána, lífæð borgarinnar. Arbakkinn eryfirgefið athafnasvæði þar sem eldri einkenni byggðar eru sundurlaus og víða horfin. Mikilvægust bygginga í grenndinni er gamla kjöthöllin eftir Tony Garnier sem með stærð sinni og glæsileika myndar kennileiti austan árinnar. Á árbakkanum er röð aspartrjáa sem deilir svæðinu í tvennt. Að öðru leyti er erfitt að skilgreina lóðina og mörk hennar við nágrenni sitt víða óljós. LAUSN VERKEFNISINS, MEGINHUGMYND Reynt var eftir megni að lifa sig inn í hin mismunandi hlutverk og ná að skilgreina forsögnina á þann hátt. Finna forsendur hvers og eins, rýmisþörfina.tengsl innbyrðis og nájarðsambandiviðstaðinn. Þessar athuganir innri og ytri þátta auk alls þess ímyndaða lífs sem þarna á sér stað varð grundvöllurinn að lausn verkefnisins. Því er deilt upp í tvær stefnur sem skilja að heim nemenda og gesta. Nemendalínan liggur á árbakk- anum og gefur samband við staðinn og eiga sífellt nýir nemendur samsvörun sína í straumi árinnar. Gestalínan svífur skáhallt yfir heim nemenda og sýnir þetta mismun- andi stöðu þessara tveggja hópa. Þessi lega hótelsins gefur sterk sjónræn tengsl og kemur gestum í samband við miðbæinn. Línurnar tvær endurspegla, megingöngU' leiðir og þar sem þær skerast tengjast þessir tveir heimar.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.