Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 67

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 67
Hugmynd höfunda að Ingólfstorgi. Arnar Jónssonar ( aðstoðarmaður Sigurður Gústafsson, arkitekt) sem grundvöll að útfærslu. Um þessa tillögu segir í umsögn dómnefndar: „Heildarhugmynd höfundar er skýr og tillagan byggir á sannfærandi lausnum. Torgin standa sjálfstætt, en steinlögn er nýtt á markvissan hátt til að tengja torginskemmtilega saman. Tengsl Grjótaþorps og Grófartorgs eru góð og vel er unnið úr gamla bólverkinu. Tenging torgsins við Víkurgarð um göng á lóð Aðalstrætis 7 rímar við „Portið“ á sannfærandi hátt. Götulögn er notuð nokkuð markvisst við stjórn- un umferðar og skýr munur er gerður á umferð um Ingólfstorg og Grófartorg. Skil gangandi umferðar og bíla eru ágætlega leyst, en áhersla á göngutengsl yfir Aðalstræti við „Borgarbókasafn“ samkvæmt til- lögunni eru hæpin. „Amphiteater“ er ósannfærandi, en útfærsla vatns- listaverks er góð. Staðsetning sölu- skála sunnan við Fálkahús er í góðu samræmi við hlutverk torganna, en útfærslan er ekki góð. Skjólmyndun á svæðinu er vel leyst, en ekki er gerð fullnægjandi grein fyrir lýsingu á torgunum. Trjágróður fellur vel að heildarhugmyndinni. Sögulegar tilvitnanir eru vel til fundnar og útfærðar á trúverðugan hátt. Tillag- an er mj ög vel unnin og framsetning góð.“ ■ Reist mynd af svæðinu. 65

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.