Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 68

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 68
'í¥<VK*LÓ4tÍ UMSJÓN: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Kommóður, skenkir og skrifpúlt eru húsgögn sem eiga sífellt vin- sældum að fagna. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum myndi hvert þessara hús- gagna standa eitt og sér, oft hvert í sínu herbergi og vera sjálfu sér naégt sem slíkt. Stundum er þó reynt að flétta saman ólíkum þáttum í einu húsgagni, sum- part vegna plássleysis, sumpart vegna nýjungagirni, en það vill oft- lega koma niður á gæðum hlutarins og fegurð. Það er þó ekki algilt og húsgagnið á myndinni er ef til vill ein af undantekningunum sem sanna regluna. Það heitir Harmoni ogvarhannaðárið 1983 afHollend- ingnum Arnold Mercks. Þetta sérkennilega húsgagn getur verið allt í senn, kommóða, skenkur og skrifpúlt, en auk þess er það hið hreinasta augnayndi. I Harmoni eru neðan frá talið 5 misdjúpar skúffur, en ofan við þær er skápur með tveim hurðum. Þar fyrir ofan eru tvær þunnar skúffur til viðbótar - sú efri læst og þá „skrifpúltið”sem passar fremur hávöxnum manni til að skrifa við. Efst eru tvær litlar skúffur. Fyrir skúffunni sem púltið er í er hurð sem draga má niður og loka. Hönnuðurinn hefur svo vitað sé ekki gefið upp hvern tilgang hann hafði í huga þegar hann teiknaði Fátt annað en hugmyndaflug eigandans setur notkun Harmoni takmörk. Hér er hægt að hugsa sér margs konar notagildi og útlitið gefur möguleika á að setja þetta húsgagn á mismunandi staði. gripinn. Kannski hefur hann verið hugsaður sem hirsla undir kven- fatnað, eða sem eina hirslan undir föt yngsta fjölskyldumeðlimsins og í báðum þeim tilfellum hafa rúnn- aða hirslan og skúffurnar þar fyrir ofan verið notaðar undir einhvers konar snyrtidót. Ef til vill hefur Harmoni átt að fara í stofuna undir fína dúka, servíettur, kerti og annað borðskraut. Máske hefur hönnuð- urinn hugsað sér að rúnnaða hirslan og skúffurnar þar fyrir ofan yrðu notuð undir bréfsefnið og þess háttar, en hinar undir myndir, kort, minnisbækur, vegabéf og fleira sem talist geta einkaeigur og tilfinninga- tengdir munir. Allt þetta væri hugsanlegt með góðu móti. Harmoni er vandað og vel smfðað húsgagn úr pressuðum viði og sómir sér því vel jafnt í þröngum, gamal- dags húsakynnum og víðfeðmum, Ijósum stórstofum. Sjaldgæfur hlutur og sönn stofuprýði sem heldur verðgildi sínu um langa framtíð. Fátt annað en hugmyndaflug eig- andans setur notkun Harmoni tak- mörk. Hér er hægt að hugsa sér margs konar notagildi og útlitið gefur möguleika á að setja þetta húsgagn á mismunandi staði. ■ 66

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.