Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 68

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 68
'í¥<VK*LÓ4tÍ UMSJÓN: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Kommóður, skenkir og skrifpúlt eru húsgögn sem eiga sífellt vin- sældum að fagna. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum myndi hvert þessara hús- gagna standa eitt og sér, oft hvert í sínu herbergi og vera sjálfu sér naégt sem slíkt. Stundum er þó reynt að flétta saman ólíkum þáttum í einu húsgagni, sum- part vegna plássleysis, sumpart vegna nýjungagirni, en það vill oft- lega koma niður á gæðum hlutarins og fegurð. Það er þó ekki algilt og húsgagnið á myndinni er ef til vill ein af undantekningunum sem sanna regluna. Það heitir Harmoni ogvarhannaðárið 1983 afHollend- ingnum Arnold Mercks. Þetta sérkennilega húsgagn getur verið allt í senn, kommóða, skenkur og skrifpúlt, en auk þess er það hið hreinasta augnayndi. I Harmoni eru neðan frá talið 5 misdjúpar skúffur, en ofan við þær er skápur með tveim hurðum. Þar fyrir ofan eru tvær þunnar skúffur til viðbótar - sú efri læst og þá „skrifpúltið”sem passar fremur hávöxnum manni til að skrifa við. Efst eru tvær litlar skúffur. Fyrir skúffunni sem púltið er í er hurð sem draga má niður og loka. Hönnuðurinn hefur svo vitað sé ekki gefið upp hvern tilgang hann hafði í huga þegar hann teiknaði Fátt annað en hugmyndaflug eigandans setur notkun Harmoni takmörk. Hér er hægt að hugsa sér margs konar notagildi og útlitið gefur möguleika á að setja þetta húsgagn á mismunandi staði. gripinn. Kannski hefur hann verið hugsaður sem hirsla undir kven- fatnað, eða sem eina hirslan undir föt yngsta fjölskyldumeðlimsins og í báðum þeim tilfellum hafa rúnn- aða hirslan og skúffurnar þar fyrir ofan verið notaðar undir einhvers konar snyrtidót. Ef til vill hefur Harmoni átt að fara í stofuna undir fína dúka, servíettur, kerti og annað borðskraut. Máske hefur hönnuð- urinn hugsað sér að rúnnaða hirslan og skúffurnar þar fyrir ofan yrðu notuð undir bréfsefnið og þess háttar, en hinar undir myndir, kort, minnisbækur, vegabéf og fleira sem talist geta einkaeigur og tilfinninga- tengdir munir. Allt þetta væri hugsanlegt með góðu móti. Harmoni er vandað og vel smfðað húsgagn úr pressuðum viði og sómir sér því vel jafnt í þröngum, gamal- dags húsakynnum og víðfeðmum, Ijósum stórstofum. Sjaldgæfur hlutur og sönn stofuprýði sem heldur verðgildi sínu um langa framtíð. Fátt annað en hugmyndaflug eig- andans setur notkun Harmoni tak- mörk. Hér er hægt að hugsa sér margs konar notagildi og útlitið gefur möguleika á að setja þetta húsgagn á mismunandi staði. ■ 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.