Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 81

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 81
<Zíttí& UMSJÓN: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Strax á miðöldum fóru menn að smíða sér arm- kertastjaka. Þeir voru smíðaðir úr margvíslegu efni og virtist þar flest hafa komið til greina: tré, járn, brons, tin, silfur og aðrir góðmálmar. I fyrstu voru þeir smíðaðir til að gegna því einfalda og þarfa hlutverki að halda mörgum kertum, en í þá daga voru kerti það ljósmeti sem flestir, ef ekki allir, notuðu í híbýlum sínum. Arm- kertastjakar urðu fljótt algengir og þóttu nauðsynjavara á öllum heldri heimilum í Evrópu. Armstjakarnir báru allt frá tveim kertum upp í tíu en algengast var að armarnir væru þrír eða sjö og oftast stóð talan á stöku. Tveggja arma stjakar voru gjarna smíðaðir þannig að auðvelt væri að halda á þeim og voru þá ætlaðir til að bera með sér á göngu um dimma rangala sem þá voru algengir í húsum. Slíkir stj akar voru yfirleitt með styttri örmum og skálin undir kertin var víðari og dýpri. Stundum var stjökunum fest beint á húsgögn eða í veggi, þeir höfðu þá tein á endanum og honum var stungið í þar til gerðar holur á hús- gagninu eða í veggnum. Bæði píanó og orgel með kertastjökum hafa varðveist til okkar dags. Borðstjakar voru yfirleitt mesta stofustássið og í þá var jafnan lögð mesta vinnan. Þeir höfðu oft mikla yfirbyggingu og voru þungir. Stund- um voru smíðaðir kertakúplar til að festa í loft í stíl við stjakana og voru þá armarnir og skrey timynstrið með Sjö arma kertastjaki smíðaður af konunglega enska silfur- smiðnum Paul Storr árið 1814. Stjakinn er 37 sentimetra hár, úr silfri en gullhúðaður. Hann er varðveittur í London. Sjá nánar í texta.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.