AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 88

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 88
hversu nálægt upphaflegri hugmynd finnst þér þú hafa komist? „Þegar verkið er fullbúið, þá hef ég sem beturfer oft verið ánægður með það. En stundum hef ég orðið fyrir vonbrigðum og það hefur aðallega verið þegar maður hefur þurft að víkja út af réttri braut. Kemur þar margt til. A meðan á verki stendur þarf oft að breyta frá upphaflegri niðurstöðu, þar ráða fjármál miklu. Þá hefur maður orðið að draga úr kröfunum vegna peninganna og farið að reyna að gera hlutina einfaldari og ætlast til að maður næði þolanlegum árangri. En arkitektar eru misjafnlega duglegir og sumir þeirra geta kannski gert ódýrar byggingar fallegar. En ef maður lítur yfir farinn veg og fylgist með arkitektúr þá fylgir því oftast að gera fallegar byggingar, bæði úti og inni, að það kostar nokkurt fé. Einstaka sinnum nær maður því að gera mjög einfaldan hlut fallegan. En hvenær sem maður sérdregnar fram fallegustu byggingamar, þá eru það byggingar sem kosta mikla peninga.” Sérðu tengsl arkitektúrs vié aðrar list- greinar? „Eins og er tengist arkitektúr eða byggingarlist of lítið öðrum listgreinum. En ég hef alltaf reynt að koma því til leiðar, að við stærri byggingar, opinberar byggingar, væri eitthvað gert fyrir bygginguna þar sem listamenn koma til, þ.e. aðrir listamenn en arkitektar, t.d. myndhöggvarar eða málarar. Því miður er þetta eitt af því sem kostar peninga og hefur sjaldan orðið það samstarf sem æskilegt er. Eitt stærsta listaverk á einu húsi sem ég hef haft með að gera er Tollhúsið. Það kostaði óhemju fyrirhöfn. Við útbjuggum þennan vegg ákveðið fyrir listaverk. Vegg sem ég vildi endilega fá gott listaverk á. Húsið stendur á upp- fyllingu á hafnarsvæðinu og við vildum fá listaverk sem minnti á hafnarvinnu. Tollstjórinn, Torfi Hjartarson, var þessu ákaflega hlynntur. En peningar fengust ekki úr ríkiskassanum þó að það séu lög fyrir því að 2% af kostnaði bygginga eigi að fara í slík listaverk. Svo þetta beið ákaflega lengi. Það var lengi heimtað að veggurinn yrði múrhúðaður og málaður eins og húsið. En ég sagði: „Nei”, og tollstjórinn studdi mig, því þá kæmi aldrei neitt listaverk. En tíu árum seinna fékk Torfi leyfi til þess hjá fjármálaráðherra, að láta gera tillögu að listaverki, sem Gerður Helgadóttir gerði, þegar það kom, þá þótti það svo ágætt, að það varð fullgert nokkru síðar. Þetta held ég að verði til ánægju fyrir alla í framtíðinni, enda frábært verk. Eins voru þeir ágætir hjá Loftleiðum þegar ég vann fyrir þá. Þeir voru mjög áhugasamir um að fá listaverk þar, og það voru tvö listaverk sett þar upp. Annað er mósaíkmynd, sem er á hótelinu á tengibyggingu milli skrifstofunnar og hótelsins. Það var Nína Tryggvadóttir sem gerði hana. Og síðan var eitt listaverk: „í gegnum hljóðmúrinn” eftir Ásmund Sveinsson, sett upp sjálfstætt við húsið. Þriðja stóra listaverkið var sett upp á bakhlið áhorfenda- stúkunnar við Laugardalsvöllinn. Það verk var unnið af listamönnunum Gesti Þorgrímssyni og Sigrúnu Guðjóns- dóttur. Veggurinn var hafður gluggalaus, svo listaverk gæti notið sín á öllum veggnum. Þegar hús eða önnur mannvirki eru teiknuð, þarf í upphafi að taka tillit til væntanlegra listaverka, svo þau njóti sín. Eg tel að hér hafi verið vel að verki staðið, enda er um frábær listaverk að ræða, sem setja svip á borgina og gefa henni aukið listrænt yfirbragð.” En húsiö sjálft, á þaá að vera slcúlptúr? „Nei, normalt getur hús ekki verið skúlptúr. Við erum að búa til hús fyrir fólk sem á að vera í þeim, þess vegna getum við ekki haft þau sem algeran skúlptúr. En það er mjög æskilegt að húsið geti alltaf staðið sem sjálfstætt listaverk. Auðvitað væri gaman ef maður gæti búið til hús sem skúlptúr, en þá fer málið að vandast, því þá er maður aftur kominn inn ápeningamálin. Menn eins og arkitektinn Antonio Gaudi geta leyft sér slíkan munað.” Hverja af byggingunum þínum þykir þér vænst um? „Eg veit það ekki. Eg er varla tilbúinn að nefna það. Þó má kannski segja að mér þyki vænst um mitt eigið hús. Þar réð ég öllu sjálfur, algerlega. Það er kannski eina húsið ,sem hægt væri að tala um sem skúlptúr. Eins er með Tollhúsið, ég held að það sé ágætis hús með áður nefndu ágætis listaverki. Það má segja, að það hafi verið vandasamt vegna þess að það er bæði stórt vörugeymsluhús og skrifstofuhús. En það tókst allvel. Það verður kannski ekki alveg eins gott vegna þess að það er verið að stækka það, byggja þriðju hæðina. En það heldur sínum karakter eftir sem áður. Ég held að Álftamýrarskóli sé ágæt bygging. Hann var á sínum tíma svolítil breyting frá öðrum skóla- húsum hér, með örlitlum garði á milli álmanna og þægilegri skólastofum en verið höfðu.” Hvaéa þý&ingu hefur reynslan fyrir arki- tektinn? „Ég held að reynslan hafi mjög mikið að segja. Sérstaklega held ég að hún hafi mikið að segja fyrir viðskiptavininn. Þegar maður er ungur er maður dálítið gjam á að taka nýjungar í efnum og nýjar aðferðir, sem eru varasamar. Þama verður maður að vera mjög varkár. Ef við arkitektar tölum um að við höfum kannski 10.000 mismunandi efni til að byggja úr, þá er vandinn að velja úr þessum efnum. Þar þarf að byggja á reynslunni. Nú, maður fylgist betur með þróuninni í sjálfri byggingarlistinni í kringum sig hér í Reykjavík og á íslandi. En þegar maður kemur heim frá námi, þá getur maður verið of gjam á að taka með sér hluti og form, sem ekki henta hér. Þar mætti benda á ýmislegt, þó það séu böm síns tíma. Það mætti aðeins minnast á flötu þökin. Þó þau séu ágæt mjög víða og ég telji að þau geti verið nothæf eru þau ákaflega vandmeðfarin. Ég get t.d. nefnt hús sem ég hef gert með flötum þökum, sem hafa staðist tímans tönn og eru orðin 40 ára gömul. Þetta lærir maður með reynslunni. Þá ríður líka á að sá sem byggir, byggingameistarinn, sé vandanum vaxinn og skilji hlutina. Það er nefnilega stundum þannig nú í seinni tíð að byggjandinn og handverksmennimir skilja ekki alveg hlutina, hvað ríður á að vanda og má ekki fara úrskeiðis.” 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.