AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 19
viðvart ef óeðlilegar breytingar eiga sér stað. Þetta vaktkerfi er þannig upp byggt að það er samsafn af mörgum sjálfstæðum einmenningstölvum sem safna upplýsingum á ákveðnum svæðum og senda þær upplýsingar sín á milli. Með þessu móti eru upplýs- ingarnar tiltækar á einum tíu stöðum á veitusvæðinu og þótt einn liður í kerfinu bili þá eru hinir starfandi eftir sem áður þannig að vaktkerfið er varið gegn skakkaföllum að vissu marki. Kerfið er þannig útbúið að það hringir I vaktmenn ef breytur fara út fyrir vikmörk.Við hönnun bygginga og lagna hefur verið reynt að taka tillit til þess að Reykjavík er á jarðskjálfta- svæði og þáttur í því er meðal annars lögn nýrrar aðfærsluæðar úr Heiðmörkinni yfir Hólms- og Reynisvatnsheiði sem mun auka rekstraröryggið til muna. Framtíðarsýn hjá VR tekur mið af undanförnum árum. Mikið verk er framundan við endurnýjun elstu hluta dreifikerfisins og mikið atriði er að vanda vel til þeirrar endurnýjunar svo að ekki þurfi að endurnýja aftur í bráð. Framundan er að auka fjarmælinga- og vakt- kerfið þannig að það virki einnig sem kerfiráður. Eitt höfuðmarkmið við hönnun kerfiráðsins verður að koma í veg fyrir að bilun í kerfiráði verði til þess að vatnsleysi verði. Samfara byggingu kerfiráðs er Ijóst að smíða þarf nokkur hermilíkön af hlutum kerfisins svo hægt sé að skoða viðbrögð kerfisins við mismun- andi aðstæður og finna viðkvæmustu þætti kerfisins °9 bæta þá. Hermilíkön munu einnig verða notuð við hönnun og skipulagningu í framtíðinni. Fram- undan er að tölvuvæða alla hönnun, eftirlit og teikni- vinnu. Á undanförnum árum hefur verið unnið við að færa upplýsingar um staðsetningu og gerð lagna ian í landupplýsingakerfi borgarinnar. Á þessu ári verður væntanlega lokið við að færa inn upplýsingar af kortagrunni og verður þá hætt að handteikna inn á kort hjá VR. Nú er að mestu hætt að hanna nýjar framkvæmdir öðruvísi en í tölvum og fljótlega verður ekki tekið við teikningum frá verkfræðingum og arkitektum nema þær séu afhentar á tölvutæku formi. Eitt af meginverkefnum framtíðarinnar verður að tryggja öryggi vatnsbólanna fyrir skemmdarve'rkum. Ekki er alveg Ijóst hvaða leiðir verða farnar en væntanlega felast þær í einhverns konar mynda- vélum og skynjurum. Framtíðarsýnin er að þeir sem eftirlit hafa með svæðum og búnaði verði tengdir inn á vaktkerfið með ferðatölvum. Ef eitthvað óeðlilegt gerist, eins og til að mynda ef kerfið greinir óeðlilega Kostnaður við vatnsveitu er aðallega neðanjarðar og ráða brunnvarnir mestu í kostnaði við dreifikerfi. umferð á vatnsbólasvæðinu, þá hringi það í þann sem er á bakvakt og hann sér í sinni ferðatölvu mynd af því sem óeðlilegt var talið. Viðbrögð miðast svo við mat vaktmanns en kerfið myndi t.d. hætta dælingu úr þeim vatnsbólum þar sem mannaferða hefði orðið vart meðan lagt væri mat á hættuna. Þó mikið hafi verið gert til að koma í veg fyrir mannaferðir við vatnsbólin eru þau enn ekki talin nægilega örugg fyrir aðila sem eitthvað eru truflaðir á geði og vilja hefna sín á þjóðfélaginu. Annað verkefni sem horft er til í framtíðinni er að auka sjálfvirkar mælingar á vatnsgæðum og jafnframt að tengja þær mælingar inn á kerfiráð, þannig að brugðist verði við breytingum og komið í veg fyrir að mengað vatn komist inn í dreifikerfið. Setja þarf upp mælitæki sem mæla leiðni, pH, hitastig, hreinleika og jafnvel telja gerla úr vatnsbólunum og í einstökum hverfum. Ef horft er á hið pólitíska umhverfi sem búast má við, er sameining sveitarfélaga á næstu áratugum og þar með einnig sameining vatnsveitna höfuðborgar- svæðisins það sem hæst ber. Við þá sameiningu munu skapast mikil verkefni svo sem að koma á sama afhendingaröryggi á öllu svæðinu. Annað sem blasir við er að VR muni þurfa að draga úr kostnaði og auka skilvirkni fjármagns eins og aðrir aðilar í þjóð- félaginu. Raunar hefur það verið að gerast á undan- förnum árum með auknum verkefnum og lækkandi gjaldskrá. Einkavæðingarstefna borgaryfirvalda kann að ná til VR með tíð og tíma, enda má ef til vill segja að ekki sé eðlilegt að sömu pólitísku aðilarnir beri ábyrgð á rekstri VR og hafa eftirlit með störfum hennar. ■ 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.