AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 22
nota og þær eru aðgengilegri en ýmis erlendur gróður sem ekki er til sölu á markaðnum. Þess skal gæta að ganga vel um þar sem gróður er tekinn og hreinsa ekki upp tegundina af fundarstaðnum. Þær plöntur sem lifa niðri í eða á vatninu hafa, auk skraut- gildis, því hlutverki að gegna að auka súrefnisinnihald vatnsins og keppa við þörunga um uppleyst næring- arefni. Þær hjálpa því til við að halda tjörninni hreinni og stuðla að jafnvægi í lífríki tjarnarinnar. Einna þægilegast er að rækta vatnagróður í net- körfum eða pottum. Þá er auðvelt að lyfta þeim upp til að skipta þeim eða færa þær til. Venjulega þarf að vefja þunnum jarðvegsdúk utan um jarðvegs- hnausinn svo jarðvegurinn skolist ekki út. í tjörnum með náttúruyfirbragði mætti gróðursetja beint í jarð- vegslag á botni tjarnarinnar eða á hillur við bakkann. Þá verður hins vegar erfitt að hafa einhverja stjórn á gróðrinum. Þriðji kosturinn er að útbúa sérstök af- mörkuð beð á botni eða á hillum við bakkann. Þá fæst meira jarðvegsrými fyrir gróðurinn og gróðurinn getur ekki vaxið algjörlega stjórnlaust. Gosbrunnar og lækir krefjast dælu þar sem sjaldnast er völ á sírennsli sökum kostnaðar. Til eru tvær gerðir af dælum til notkunar í görðum, dælur sem staðsettar eru ofan vatns og dælur sem staðsettar eru niðri í vatninu. Fyrir flestar minni tjarnir, gosbrunna og læki eru dælur sem staðsettar eru niðri í vatninu afar hentugar. Stærri verkefni gætu þurft dælu sem stað- setja þarf í sérstöku rými ofan vatns. í Laugardalnum er að finna nokkurt úrval af mismun- andi tjörnum. Stærsta tjörnin er í Fjölskyldugarðinum en svo eru nokkrar minni tjarnir í Húsdýragarðinum og í Grasagarði. Allar þessar tjarnir eru meira eða minna manngerðar. Sumar þeirra eru tengdar grunn- vatnsrennsli í dalnum og þurfa því lítið eða ekkert annað vatn til viðhalds. Tjörnin í Fjölskyldugarði er þétt með leirdúk en ofan á honum er grúsarlag til hlífðar. Á nokkrum stöðum við bakkann hefur verið plantað íslenskum tjarnar- og mýrargróðri. Tjarnirnar í nyrsta hluta Grasagarðs- ins eru grafnar niður í mýri sem þarna var. Enginn þéttidúkur er í botninum en kann að reynast nauð- synlegt að þétta botninn því yfirborð tjarnanna er ekki nægilega stöðugt. Inni í gróðurskála Grasagarðs er tjörn sem þétt er með PVC- dúk. í henni eru vatnaliljur og annar vatna- gróður sem hægt er að hafa ef tjörnin er undir þaki. EGLA -RÖÐOG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.