AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 35
í fráveitumálum URBÆTUR SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI UMHVERFISRÁÐUNEYTI Hér er ætlunin að fjalla um breyttar áherslur í fráveitumálum og þau ákvæði í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 sem taka mið af tilskipun ráðs Evrópu- bandalagsins nr. 91/271/EBE um hreinsun skólps frá þéttbýli. Tilgangur fráveitukerfis frá íbúðabyggð er m.a. sá að uppfylla settar kröfur um hreinlæti, með því að veita skólpi í lokuðum leiðslum frá íbúða- og iðnaðarhverfum og að vernda umhverfið með því að hreinsa það og losa í viðtaka á þann hátt að það valdi sem minnstri mengun. Hreinsun fráveituvatns er háð því hvernig það er samsett og í hvers konar viðtaka því er veitt. Hreinsun miðar fyrst og fremst að því að minnka magn og draga úr áhrifum fastra efna, næringarefna og gerla í fráveituvatni. Viðtaki er það svæði sem tekur við fráveituvatni, svo sem sjór, á eða jarðvegur. Þau áhrif sem fráveituvatn hefur á umhverfið fara eftir aðstæðum, þ.á m.hreinsun þess og getu viðtakans til að þynna út og eyða áhrifum mengunarinnar. En hvernig svo sem fráveituvatn er meðhöndlað þá er það náttúran sjálf sem að lokum tekur við og eyðir eða þynnir það sem hún getur unnið á. Sé viðtakinn hagstæður þá er hann vel til þess fallinn að þynna og eyða þeim efnum sem berast með fráveituvatninu án þess að umhverfið verði fyrir neikvæðum áhrifum. Hér á landi er lítið um mengandi iðnað, landið er strjálbýlt og skilyrði í sjónum umhverfis landið eru víða hagstæð. Aðstæð- ur hér við land eru t.d. þannig að það er fyrst og fremst sýnileg mengun sem veldur áhyggjum, en ekki næringarsölt sem eru oft vandamál á þéttbýlum svæðum Evrópu. Rannsóknir í Reykjavík á skólpi frá íbúðabyggð benda til þess að í frárennslinu íinnist ekki efni sem eru í slíku magni eða náttúrunni svo framandi að ekki sé óhætt að sleppa þeim út eftir grófhreinsun eða síun. Frekari hreinsun kann þó að reynast nauðsynleg í vissum tilfellum. Nauðsynlegt er að skoða hreinsun fráveituvatns og aðstæður f viðtaka í samhengi. Hreinsun skólps er venjulega skipt í þrjú þrep. Fyrsta þrepið miðar að því að fjarlægja ýmsa fasta hluti með ristum og/eða botnfellingu. Með öðru þrepinu er súrefnisþörf frá- veituvatns minnkuð á líffræðilegan hátt og þriðja þrepið miðar að því að minnka næringarefni í fráveituvatni. Ekkert þessara hreinsunarþrepa hefur afgerandi áhrif á hreinsun þungmálma úr skolpinu. Viðtaki sér að mestu um að eyða gerlum og hafa ýmsir umhverfisþættir svo sem birta, hitastig og seltu- magn áhrif á slíkt. Þegar hugað er að úrbótum í fráveitumálum þarf bæði að taka mið af sérstöðu íslands og þeim alþjóð- legu skuldbindingum sem íslendingar hafa gengist undir. Tilskipanir EB, er varða vatnsmengun og með- ferð skólps, eru hluti EES-samningsins. íslendingar eru aðilar að Parísar- og Oslóarsamningnum sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir mengun sjávar. í þessum alþjóðasamningum eru almennar reglur um hreinsun fráveituvatns settar fram í til- mælum sem miða að því að draga verulega úr streymi mengandi efna, sér í lagi næringarefna, til svæða sem eru talin viðkvæm. í tilskipun EB er kveðið á um að skilgreina skuli viðtaka sem viðkvæman eða síður viðkvæman. Opin hafsvæði eða sjór teljast al- mennt síður viðkvæm svæði ög gildir þar reglan um fyrsta þreps hreinsun. Á síðari árum hefur þróun í fráveitumálum á alþjóðavettvangi verið í þá átt að setja strangari reglur um meðhöndlun fráveituvatns. Með tilliti til markmiða tilskipunar EB og vísunar í fund sérfræðinga EFTA og EB í Brussel í júní 1991, þar sem farið var yfir efni hennar, er litið svo á að notkun síu til hreinsunar nægi síður viðkvæmum svæðum svo markmiðum tilskipunarinnar sé náð. íslendingar og Norðmenn samþykktu tilskipunina með þennan skilning að leiðarljósi. EB hefur ekki gert athugasemd við þetta, þ.e. að síun á skólpi jafngildi fyrsta þreps hreinsun. En eftir stendur að til þess að fyrsta þreps hreinsun á fráveituvatni sé talin nægjanleg verður að skilgreina viðtakann sem síður viðkvæman. Slík skilgreining þarf að liggja fyrir rökstudd með mæl- inganiðurstöðum. Sjórinn hér við land getur á flestum stöðum dreift og 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.