AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 54
þýðingu góðs viðhalds hefir aukist og viðgerðarefnin og aðferðirnar stórbatnað. Menn vita að steypu- skemmdir eru prógressívar, að þær skemma út frá sér. Menn reyna því að stemma á að ósi og bregðast tímanlega við. Ég óttast þó að stundum fari sumir offari í viðgerðargleði sinni. Það er ekki ástæða til þess að hrópa að himinninn sé að hrynja þótt sprung- ur sjáist í vegg eða múr flagni einhvers staðar af járni. Ekki er heldur ástæða til þess að hlaupa og hlaupa og segja menntamálaráðherranum það. Ég vitna til þess að málaðar voru grýlur í alla fjölmiðla og varað við steypuskemmdum í Þjóðleikhúsinu. Óhjákvæmi- legt var að hefja strax viðgerðir. Þegar að fram- kvæmdum kom fór sáralítið fyrir steypuviðgerðum í þessu 60 ára gamla húsi, en kostnaður við breytingar stefnir víst í níu stafa tölu. Svipuð leið gæti verið í mótun fyrir Þjóðminjasafnið. Viðhald bygginga er kostnaðarsamt, en breytingar eru annars eðlis. Okkur er líka vandi á höndum við að velja réttar aðferðir og efni í viðhaldsaðgerðum okkar og sporna má við of- fari í aðgerðum. Á þessu sviði þurfa að fara fram miklar rannsóknir á næstu tímum. Alkalímálin ollu vissulega miklu tjóni í hinu byggða umhverfi okkar, en þau kenndu okkur llka viðbrögð sem eiga eftir að koma umhverfinu að gagni í framtíð. Við búum við veðurfarsaðstæður, sem hvergi eru harðari. Slagviðri eru hértíðari og harðari en annars staðar þekkist. Þau eru líka vetrarfyrirbæri, því frystir oft í kjölfar slagviðris og frostsveiflur eru hér um 80 á ári. Fylliefni okkar eru líka sérstæð. Auk þess að vera glerkennd og alkallvirk eru þau yfirleitt grjúpari og þar með vatnsdrægari en algengt er erlendis. Sementið okkar er líka sérstætt, það er búið til úr óvanalegum hráefnum og það er sérstaklega alkalí- ríkt. Það hefir verið talið til ókosta fram til þessa hversu alkalíríkt sementið er, en eftir að farið var að blanda kísilryki I það má telja það til kosta. Þetta sannast best með tilvísun til niðurstaðna festu- mælinga I síðustu áföngum I þróuninni þar sem búin hefir verið til hástyrkleikasteypa -120 MPa metsteypa úr íslensku sementi og fylliefnum með venjulegum vélbúnaði. Þættir í þeim árangri eru vafalítið að kísil- rykið er þrepifíngerðara en sementið og aó það hvarf- ast hratt í alkalísku umhverfi sínu. Notkun blendi- efna og bætt pökkunareftirlit eru þó meginþættirnir í þessum slðasta áfanga. Miiðað við aðstæður getum við litið með nokkurri velþóknun yfir hið byggða umhverfi okkar. Fátt er að vísu um glæsihallir, en þróunin er ör. Horfnir eru svörtu kofarnir hans Páls Melsteð. Við eigum í land- inu nálægt 90 þús. góðar íbúðir og yfir 80% þeirra eru steinsteyptar. Skólar og opinberar byggingar eru flestar steyptar. Verslunar- og viðskiptahús eru úr steinsteypu. Orkuverin eru úr steinsteypu og veitu- kerfin eru mikið háð þessu efni. í samgöngumálum má benda á að flestar brýr og vegaræsi eru stein- steypt. Hins vegar ber enn lltið á steyptum vegum og flugbrautum, en líkur eru á að ný tækni, einkum valsaþjöppuð þurrsteypaog hástyrkleikasteypa, eigi eftir að breyta því I framtíð. Steinsteypa er undirstaða undir velferð þjóðarinnar bæði I beinum og óræðum skilningi. ■ HEIMILDASKRÁ 1. Knud Zimsen: Við fjörð og vík, Helgafell 1948 2. Lúðvík Kristjánsson: Úr bæ í borg, Endurminningar Knud Zimsen, Helgafell 1952. 3. Th. Krabbe: Island og dets tekniske udvikling, Carl Bryens Bogtrykkeri, Kaupm.höfn 1946. 4. Jón Þorláksson: Steinsteypa til íbúðarhúsagerðar TVFÍ, 32, bls. 33-45. 5. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Sigurður í Görðunum, bls. 115- 117 6. Guðjón Samúelsson: islensk byggingarlist, TVFÍ, 33, bls. 53-81. 7. Gústaf E. Pálsson: Vegir úr steinsteypu, TVFÍ, 37, bls. 43- 49. 8. Gústaf E. Pálsson: Hversvegna eru vegir og götur ekki betri, TVFÍ, 44, bls. 39-40. 9. Jón Gunnarsson: Nokkur orð um rannsóknir á byggingarefnum og verklegar framkvæmdir, TVFÍ, 44, bls. I 38-39. 10. Haraldur Ásgeirsson: Loftblendi í steinsteypu. Atvinnudeild Háskólans, 1953. 11. Jónas Jónsson frá Hriflu og Benedikt Gröndal: íslensk bygging, Norðri 1957. 12. Lýður Björnsson: Steypa lögð og steinsmíð rís, Hið íslenska bókmenntafélag, 1990. 13. Rit Rb. > ÞJÓNUSTAN HF. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.