AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 71
Uppmæling af Skrúð sýnir tré sem standa í garðinum, 1992. sprengja varö fyrir því. Mjög lítill lífrænn jarðvegur var til staðar á svæðinu og fyrir utan lítinn moldarhól sem stóð neðan vió hjallann varð að flytja 400 - 500 hestburði af rofamold innan úr Núpsdal til að þekja garðinn með mold. 1919 kvæntist sr. Sigtryggur Hjaltlínu Guðjónsdóttur en hún hafði mikil áhrif á gerð Skrúðs með atorku sinni. Hún hafði áður unnið í gróðr- arstöð Reykjavíkur (1915) undir handleiðslu Einars Helgasonar og Ragnars Ásgeirssonar og var því alls ekki ókunnug garðyrkjustörfum. 1922 var garðurinn stækkaður um 16 m til suðurs og hluti af þeirri stækk- un notaður sem dvalarflöt. Sömuleiðis var lækur sem runnið hafði vestan við garðinn tekinn í ræsi undir hlaðna vegginn og veitt inn í garðinn. Var þarna síðan gert tjaldstæði og hugmyndin sú að þarna gætu gestirfengið aðgang að rennandi vatni. Kannski var hér komið fyrsta nútíma skipulagða tjaldsvæðið á Islandi? 1925 var byggt gróðurhús sem nota skyldi til vorsáninga og forræktunar matjurta. Þetta sama ár voru Skrúð veittar 150 kr. úr skógræktarsjóði Friðriks konungs VIII. 1932 var hvalbein reist og má segja að margir hafi litið á bein þetta sem kennitákn garðsins. 1959 afhenti sr. Sigtryggur Héraðsskól- anum að Núpi garðinn Skrúð til eignar og varðveislu. Þorsteinn Gunnarsson kennari við Núpsskóla tók að sér að annast garðinn og sá um garðinn allt fram til ársins 1976. Undir hans stjórn þróaðist garðurinn aieir í að verða eins konar grasagarður því talið er að hann hafi gróðursett á fjórða hundrað plöntu- fegundir í garðinumn. Frá 1978 og fram til 1983 var garðurinn í viðhaldi og varðveislu Vilborgar Guð- mundsdóttur húsfreyju á Núpi. 1983 var öllu viðhaldi á Skrúði hætt og garðurinn féll smátt og smátt í órækt. 1992 voru stofnuð áhugamannasamtök um varð- veislu Skrúðs. Kosin var framkvæmdanefnd sem vinna ætti að fjármögnun, endurnýjun og upp- byggingu á Skrúð. ÁSTAND SKRÚÐS VORIÐ 1992 Grjóthleðsla á austuhlið var víðafallin. Hlaðinn garður á vesturhlið hafði verið fjarlægður og trégirðing með steyptum stólpum reist þar í staðinn. Reyniviðartré voru mörg í mjög slæmu ástandi, sum dauð, önnur illa klofin niður í rót, og einungis nokkur í þokkalegu ástandi. Allar grjóthleðslur í norðurhluta garðsins, þar með talin vatnsþró voru úr sér gengnar og illgresi víða búið að sprengja út hlaðna veggi. Gosbrunnur var ónothæfur, og umgjörð um hann löskuð. Allar vatnslagnir í garðinum voru ónothæfar og var vart hægt að greina ummerki þess að rennandi vatn hefði leikið um garðinn. Þar sem matjurtareitir höfðu verið var nú mikið illgresi og ýmsar trjátegundir höfðu sáð sér vítt og breitt um garðinn. Sjálfsagt voru margar ástæður fyrir því að garðurinn var kominn í þvílíka órækt, en þó mátti enn skynja þann tígulleika sem þessi garður bar og hafði upp á að bjóða. HVAÐ SKAL ENDURNÝJAÐ? Það fyrsta sem gera varð var að leggja einhvers konar mat á það sem bar að vernda og varðveita. Skráning og uppmæling varð að fara fram og það 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.