AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 80
Fólk vill nýjungar en við eigum ekki kost á neinum
styrkjum eða hagstæðum lánum til að koma nýjum
hlutum í framleiðslu. Kostnaðurinn lendir oftast að
mestum hluta á framleiðendunum.
Það lýsir viðhorfinu vel sem einhver sagði við opnun
sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur nýlega, en þar voru
sýndir hlutir sem höfðu verið á sýningunni í Bella
Center: „Segiö svo að þaö sé ekki uppgangur í
íslenskum húsgagnaiðnaði
Það er enginn uppgangur í íslenskum húsgagna-
iðnaði! Það hefur verið mikill uppgangur í hönnun
íslenskra húsgagna, en um leið og eitthvað bendir
til þess að viðkomandi húsgögn geti orðið góð sölu-
vara eru þau sett í framleiðslu erlendis."
AFLEIÐINGAR SÝNINGA ERLENDIS
„Síðastliðin tvö ár hefur Félag húsgagna- og innan-
hússarkitekta sent hluti á húsgagnasýninguna í Bella
Center. það hefur m.a. haft í för með sér að fram-
leiðsla nokkurra góðra húsgagna hefur verið flutt úr
landi. Þetta þýðir ekki einungis að við missum vinnu
heldur einnig að kostnaðurinn sem framleiðandinn
hér heima hefur lagt í frumsmíði viðkomandi hluta
skilar sér aldrei.
Mér finnst vera kominn tími til að skoða þessi mál.
Það er þreytandi að leggja mikla forvinnu og kostnað
í að framleiða hluti og eiga á hættu að sjá á eftir
framleiðslunni úr landi. En þetta á sér ýmsar skýr-
ingar, m.a. þær að við höfum ekki þá þekkingu eða
vélakost sem þarf til fjöldaframleiðslu. Húsgagna-
iðnaðurinn er staðnaður og með sama áframhaldi
deyr þekkingin smám saman út. Það er enginn að
læra þessar iðngreinar í dag.
Það þarf að skapa þeim sem eru að vinna í hús-
gagnaiðnaðinum, þ.e. hönnuðum og framleiðendum
í sameiningu, aðstöðu til að þróa og framleiða hús-
gögn og koma þeim á markað. Að búa til húsgagn
frá upphafi er mörg hundruð þúsunda króna dæmi.
Þessi vinna er öll unnin í sjálfboðavinnu.
Öll fyrirtæki í iðnaði borga í Iðnlánasjóð. En það er
einungis úthlutað styrkjum og lánum til véla- og
fasteignakaupa eða til nýsköpunar. Hvers vegna í
ósköpunum er ekki hægt að fá þar fjármagn til
þróunar- og framleiðsluverkefna?"
HLUTVERK HÖNNUNARDAGS
„Það hefur verið haldinn Hönnunardagur hér þrisvar
sinnum. Út úr því hafa komið margir góðir hlutir, en
hönnuðirnir og framleiðendurnir hafa ekki fjárhags-
legt bolmagn til að fylgja hlutunum eftir. Við sem
þegar vorum búnir að leggja í mikinn kostnað við
frumsmíði hluta þurftum að auki að borga 180.000
kr. til að fá að vera þátttakendur í síðasta Hönnunar-
degi. Auk þess lá mikill kostnaður fyrir hvern og einn
í að halda sýninguna. Engir fjármunir runnu til að
styrkja framleiðsluna. Iðnaðarráðuneytið veitti að vísu
hönnunarviðurkenningu, en síðan var málið búið af
þess hálfu.
Hönnunardagurinn ætti fyrst og fremst að vera til
þess að finna hluti sem dómnefnd þætti vert að
styrkja til frekari þróunar og framleiðslu fyrir íslenskan
markað. Það væri mikil hjálp til að koma íslenskum
78