AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 81
ÞEMA, hönnuöur Guöbjörg Magnúsdóttir.
húsgagnaiðnaði aftur af stað. íslenskur markaður
getur staðið undir framleiðslu á góðum hlutum. Þess
eru þegar nokkur dæmi. En í dag er ekki beint hægt
að tala um íslenska framleiðslu.Hönnuðurinn er í einu
horni, framleiðendur fáir og litlir í öðru horni og stjórn-
völd úti á þekju. Það vantar samvinnu þessara aðila
til að koma á virku framleiðsluferli í húsgagnaiðnað-
inum.“
AÐGERÐARLEYSI STJÓRNVALDA
„Viðhorf almennings og ekki síst stjórnvalda í dag er
þannig að íslenskur húsgagnaiðnaður á enga framtíð
fyrir sér. Ég hef átt kost á að taka lærlinga í húsgagna-
bólstrun en eins og málin standa treysti ég mér ekki
til þess. Það er ekkert vit í að vera að mennta menn
til framtíðarstarfa sem engin framtíð er í. Verkmenntun
í húsgagnaiðnaði fer að deyja út og þetta á ekki
einungis við um húsgagnaiðnaðinn, það sama er að
gerast í mörgum öðrum iðngreinum. Ég get tekið sem
dæmi skipaiðnaðinn, prjónaiðnaðinn, saumaiðnaðinn
o.fl. Það þarf að koma framleiðslunni í iðnaðinum i
það.horf að hún geti ekki einungis staðið undir sér,
heldur einnig undir þróunarvinnu í viðkomandi iðn-
grein. En það virðist ekki einu sinni vera áhugi hjá
stjórnvöldum á að kanna málin. Um 1980 átti íslensk-
ur húsgagnaiðnaður stærstan hluta af innlendum
markaði.en í dag er hann hverfandi ef skrifstofuhús-
gögn eru undanskilin.
Nú erum við að ganga inn í EES. Með því opnast
stórir markaðir og miklir möguleikar fyrir íslenskan
iðnað. Hvernig ætla menn að bregðast við því? Á þá
að hætta hér öllum iðnaði og flytja hann alfarið úr
landi og einblína á innflutning? Stjórnvöld verða að
fara að gera upp við sig hver staða iðnaðarins á að
vera í þessum samruna.
ísland er staðsett mitt á milli meginlands Evrópu og
Ameríku. Það ætti að gera okkur kleift að vera tengi-
liður milli þessara heimsálfa á ýmsum sviðum. Það
er ekki nóg að horfa til morgundagsins. Það þarf að
bregðast við strax, taka ákvarðanir og gera aðgerðir
sem skapa iðnaðinum framtíð." ■
Ólöf G. Valdimarsdóttir.
L
79