AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 82
MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM
HALLDÓRA HREGGVIÐSDÓTTIR
DEILDARSTJÓRI HJÁ SKIPULAGI RÍKISINS
Lög um mat á umhverfisáhrifum voru
samþykkt á alþingi síðast liðið vor og taka
þau gildi 1. maí 1994. Samkvæmt lögun-
um er skylt að meta áhrif tiltekinna fram-
kvæmda á umhverfið ef þær fá framkvæmdaleyfi eftir
þann tíma.
Það er umhverfisráðherra sem fer með yfirstjórn
þessara mála og er það í hans verkahring að ákveða
hvaða framkvæmdir þurfi að fara í mat á umhverfis-
áhrifum, eins og nánar er lýst síðar.
Embætti skipulagsstjóra ríkisins annast síðan af-
greiðslu matsskyldra framkvæmda.en framkvæmdar-
aðili sér um að láta gera matið sjálft og ber kostnað
af því.
TILGANGUR MATS Á UMHVERFISÁHRIFUM
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er að stemma
stigu við umhverfisröskun, áður en ráðist er í fram-
kvæmdir. Þetta á við röskun bæði á framkvæmdar-
stigi, rekstrarstigi og þegar starfsemi hættir. Sem
dæmi má nefna að þegar umhverfisáhrif sorpurð-
unarstaðar verða skoðuð, þá þarf að liggja fyrir
áætlun um uppbyggingu svæðisins, rekstur og
hvernig gengið verður frá honum þegar starfsemi
lýkur.
MARKMIÐ MATS Á UMHVERFISÁHRIFUM
Markmið mats á umhverfisáhrifum er að tryggja að
þekkt séu áhrif staðsetningar, starfsemi, eðlis og
umfangs framkvæmdarinnar á umhverfi, náttúru-
auðlindir og samfélag, áður en ákveðið er hvort leyfa
beri framkvæmdina. Þannig má koma í veg fyrir
skaða áður en hafist er handa. Fyrir tilstilli matsins
gefst almenningi einnig færi á að kynna sér áhrif
framkvæmdar á umhverfið eftir formlegum leiðum
áður en framkvæmdir hefjast og leggja fram athuga-
semdir.
FORSAGA
Bók Rachel Carson, Raddir vorsins þagna, sem gefin
var út í Bandaríkjunum 1963, varð óbeint kveikjan
að mati á umhverfisáhrifum. Þar vakti hún menn af
værum blundi til vitundar um það að ekki er hægt að
ganga endalaust á náttúru og auðlindir jarðar. Leiddi
hún almenningi fyrir sjónir á mjög skýrann hátt hvaða
áhrif lífshættir hans hefðu á umhverfið. í bókinni sýndi
hún fram á hvernig ofnotkun tilbúins áburðar og
skordýraeiturs eyðileggur jarðveg, gróðurfar og
dýralíf og hvernig eiturefni berast um fæðukeðjuna
og breiðast út til svæða langt frá upphafsstað sínum.
Fjöldahreyfingar voru stofnaðar í framhaldi til að
spyrna við fótum og þrýsta á stjórnvöld að taka í
taumana og setja staðla og reglur um hámarksnotkun
ýmissa efna.
Það var síðan árið 1969 að Bandaríkjamenn sam-
þykktu „National Environment Policy Act“. Þar var
þess krafist að mat á umhverfisáhrifum væri unnið
fyrir framkvæmdir kostaðar af alríkis- og fylkis-
stjórnum.
80