AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 85
jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan
þessara þátta. Einnig skal lýsa áhrifum hennar á
menningu og samfélag. Með áhrifum er átt við bæði
æskileg og óæskileg áhrif. Gera skal sérstaka grein
fyrir þeim forsendum sem að baki matinu liggja.
AFGREIÐSLA MATSSKYLDRA FRAMKVÆMDA HJÁ
SKIPULAGI RÍKISINS
Afgreiðsla Skipulags ríkisins á mati á umhverfis-
áhrifum skiptist í tvo þætti, frumathugun og aðra at-
hugun. Sjámyndl.
Frumathugun
Frumathugun hefst þegar framkvæmdaraðili sendir
skipulagsstjóra tilkynningu um framkvæmd. Skal
framkvæmdaraðili tilkynna matsskylda framkvæmd
til skipulagsstjóra ríkisins eins snemma á undirbún-
ingsstigi og kostur er. Með tilkynningunni fylgir lýsing
á framkvæmdinni, ráðgerðri hönnun, hugsanlegri
umhverfisröskun og fyrirhuguðum ráðstöfunum til að
draga úr henni. Jafnframt skulu koma fram markmið
framkvæmdar og ef við á upplýsingar um hvernig
markmið faila að stefnumörkun stjórnvalda, ásamt
upplýsingum um aðra kosti sem kannaðir hafa verið
í sambandi við staðarval eða tilhögun framkvæmdar
eftir því sem við á.
Skipulagsstjóri birtir innan tveggja vikna tilkynningu
um framkvæmdina. Almenningi, fyrirtækjum og opin-
berum aðilum, sem málið varðar, gefst þá tækifæri
til að kynna sér framkvæmdina og koma með athuga-
semdir, innan fimm vikna frá birtingu tilkynningarinn-
ar.
Við frumathugun er einnig leitað eftir athugasemdum
frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum
^Vnd 2. Önnur athugun hjá skipulagsstjóra. Þá eru kannaðar
:' Urstöðurfrekara mats framkvæmdaraðila. Önnurathugun tekur
nnan við 10 vikur.
' 4, ©
t
firuz
EFNt
er hafi þriggja vikna frest. Það er háð framkvæmd,
til hvaða umsagnaraðila er skylt að leita, en alltaf
verður leitað til viðkomandi sveitarstjórna, Náttúru-
verndarráðs og Flollustuverndar. Síðan verður leitað
til fornleifanefndar þjóðminjasafns eða annarra stofn-
ana eftir eðli máls. Með því að hafa samband við
lögbundna umsagnaraðila þá fæst við frumathugun
yfirlit yfir framkvæmdina á einum stað. í samvinnu
við lögbundna umsagnaraðila og að fengnum at-
hugasemdum frá m.a. almenningi er við frumathug-
un lagt mat á upplýsingar frá framkvæmdaraðila.
Sé undirbúningur framkvæmdar fullnægjandi, sýnt
fram á að hún hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfi og
mótvægisaðgerða gætt, lýkur matinu með frum-
athugun. Sé einhverjum spurningum enn ósvarað,
þá eru við frumathugun vinsaðir úr þeir þættir fram-
kvæmdar sem skoða þarf betur í frekara mati á um-
hverfisáhrifum. Innan átta viknafrá því að skipulags-
stjóri birtir tilkynningu framkvæmdaraðila kveður
hann upp rökstuddan úrskurð um hvort:
a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með
skilyrðum, eða
b) ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum.
þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann
kynntur hlutaðeigandi. Jafnframt er úrskurðurinn
kynntur opinberlega. Sé úrskurðað að ráðist skuli í
frekara mat, þá eru í úrskurði skipulagsstjóra taldir
upp þeir þættir sem kanna þarf frekar.
Frekara mat á umhverfisáhrifum
Frekara mat á umhverfisáhrifum er unnið af fram-
kvæmdaraðila. Þá eru kannaðir frekar þeir þættir er
skipulagsstjóri tiltók í úrskurði sínum. Að mati loknu
skilar framkvæmdaraðili skipulagsstjóra ríkisins
skýrslu með niðurstöðum sínum og hefst þá önnur
athugun.
83