AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 86
Önnur athugun Viö aðra athugun er metið hvort framkvæmdaraðili hefur kannað nægilega vel þá þætti sem honum bar samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra eftir frum- athugun. Sjá mynd 2. Skipulagsstjóri birtir niður- stöður matsins innan tveggja vikna í auglýsingu. Almenningur og aðrir sem áhuga kunna að hafa á framkvæmdinni hafa þá fimm vikur til að bera fram skriflegar athugasemdir. Einnig skal leita eftir athuga- semdum frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum er hafi þriggja vikna frest. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri hefur birt niðurstöður matsins kveður hann upp rökstuddan úrskurð um hvort: a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með skilyrðum; b) krafist er frekari könnunar einstakra þátta eða, c) lagst er gegn viðkomandi framkvæmd. Þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann kynnturframkvæmdaraðila, leyfisveitendumog sveit- arstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega. EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMD Eftirlit með framkvæmd er samkvæmt skipulags- og byggingarlögum auk alls annars lögbundins eftirlits. þess ber að geta að þrátt fyrir mat á umhverfisáhrifum þarf framkvæmdaraðili að sækja um tilskilin leyfi, s.s. byggingarleyfi og starfsleyfi til annarra leyfisveitenda. KOSTIR MATS Á UMHVERFISÁHRIFUM Mat á umhverfisáhrifum gefur yfirlit yfir umhverfisáhrif framkvæmdar. Aðalbreyting með tilkomu mats á um- hverfisáhrifum er að núna fæst á einum stað yfirlit yfir framkvæmd. Sú vinsun sem fram fer við frum- athugun er mjög mikilvægur þáttur í mati á umhverfis- áhrifum og ættu menn að nýta sér þetta ferli til hlítar. Með því að tilkynna framkvæmd til Skipulags ríkisins strax á frumhönnunarstigi þar sem vinsaðir eru úr þeir þættir sem skoða þarf í frekara mati á umhverfis- áhrifum, þá verður öll matsvinna einfaldari. Sé þetta gert þarf framkvæmdaraðili eingöngu að meta þá þætti sem tilteknir eru í úrskurði skipulagsstjóra og getur sparað óþarfa vinnu, sem kannski er lögð í að meta þætti sem ekki eru taldir skipta máli. Fram- kvæmdaraðili vinnur eða lætur síðan vinna frekara mat á umhverfisáhrifum og skilar þeim niðurstöðum til annarrar athugunar hjá Skipulagi ríkisins. Samkvæmt reynslu annarra þjóða þá hefur fram- kvæmdarkostnaður aðeins hækkað lítillega vió til- komu mats á umhverfisáhrifum. Þá er talað um 0,1 til 1% hækkun framkvæmdarkostnaðar. Bent er á að iðulega hafi matið sparnað í för með sér, þar sem betra yfirlit fæst yfir framkvæmd áður en hafist er handa en ella. Með matinu er einnig komið í veg fyrir umhverfisspjöll, sem erfitt gæti reynst að bæta. KYNNING OG FREKARI UPPLýSINGAR UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM Skipulag ríkisins hefur í samvinnu við Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands haldið nokkur námskeið til kynningar á mati á umhverfisáhrifum. Hafa fyrir- lesarar bæði verið frá Skipulagi ríkisins og erlendir gestafyrirlesarar. Nú í vor verða haldin eftirtalin nám- skeið og ber að skrá þátttöku hjá Endurmenntunar- stofnun í síma 694924: 1. Mat á umhverfisáhrifum - Kynning. Námskeiðið gefur þátttakendum almennt yfirlit yfir lögin um mat á umhverfisáhrifum, yfir hvernig mat á umhverfisáhrifum er unnið og hvernig afgreiðslu þess er háttað hjá Skipulagi ríkisins. Fyrirlesari er Halldóra Hreggviðsdóttir deildarstjóri hjá Skipulagi ríkisins. 2. Námskeið um mat á umhverfis- áhrifum. Á námskeiðinu verða kenndar helstu aðferðir sem notaðar eru við mat á umhverfisáhrifum og þær skýrðar með hagnýtum dæmum. Nemendur meta síðan umhverfisáhrif ákveðinnar framkvæmdar með aðstoð leiðbeinenda. Leiðbeinendur eru Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, dr. Ashley Nixon, aðal- ráðgjafi Centre for Environmental Management Pro- grammes í Skotlandi, dr. Owen Harrop, deildarstjóri hjá Aspinwall & Co., og Halldóra Hreggviðsdóttir, deildarstjóri hjá Skipulagi ríkisins. Námskeiðið verður haldið 18. til 22. apríl 1994 að21. apríl undanskildum. Námskeiðsstaður verður auglýstur síðar. ■ Frekari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum er aö finna í eftirtöldum heimildum: 1. Lögum um mat á umhverfisáhrifum. 2. Reglugerö um mat á umhverfisáhrifum, væntanlegri í mars. 3. Leiösögureglum um mat á umhverfisáhrifum,væntanlegum í apríl. 4. Fortlage, C.A. (1990) Environmental Assessment. A Practical Guide. Gower. 5. Wathern, P. (1992) Environmental Impact Assessment. Theory and Practice. Routledge. 6. Biswas, A.K. (1987) Environmental Impact Assessment for developing countries. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.