AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 86
Önnur athugun
Viö aðra athugun er metið hvort framkvæmdaraðili
hefur kannað nægilega vel þá þætti sem honum bar
samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra eftir frum-
athugun. Sjá mynd 2. Skipulagsstjóri birtir niður-
stöður matsins innan tveggja vikna í auglýsingu.
Almenningur og aðrir sem áhuga kunna að hafa á
framkvæmdinni hafa þá fimm vikur til að bera fram
skriflegar athugasemdir. Einnig skal leita eftir athuga-
semdum frá lögbundnum umsagnaraðilum og
leyfisveitendum er hafi þriggja vikna frest. Innan átta
vikna frá því að skipulagsstjóri hefur birt niðurstöður
matsins kveður hann upp rökstuddan úrskurð um
hvort:
a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með
skilyrðum;
b) krafist er frekari könnunar einstakra þátta eða,
c) lagst er gegn viðkomandi framkvæmd.
Þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann
kynnturframkvæmdaraðila, leyfisveitendumog sveit-
arstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta
úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega.
EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMD
Eftirlit með framkvæmd er samkvæmt skipulags- og
byggingarlögum auk alls annars lögbundins eftirlits.
þess ber að geta að þrátt fyrir mat á umhverfisáhrifum
þarf framkvæmdaraðili að sækja um tilskilin leyfi, s.s.
byggingarleyfi og starfsleyfi til annarra leyfisveitenda.
KOSTIR MATS Á UMHVERFISÁHRIFUM
Mat á umhverfisáhrifum gefur yfirlit yfir umhverfisáhrif
framkvæmdar. Aðalbreyting með tilkomu mats á um-
hverfisáhrifum er að núna fæst á einum stað yfirlit
yfir framkvæmd. Sú vinsun sem fram fer við frum-
athugun er mjög mikilvægur þáttur í mati á umhverfis-
áhrifum og ættu menn að nýta sér þetta ferli til hlítar.
Með því að tilkynna framkvæmd til Skipulags ríkisins
strax á frumhönnunarstigi þar sem vinsaðir eru úr
þeir þættir sem skoða þarf í frekara mati á umhverfis-
áhrifum, þá verður öll matsvinna einfaldari. Sé þetta
gert þarf framkvæmdaraðili eingöngu að meta þá
þætti sem tilteknir eru í úrskurði skipulagsstjóra og
getur sparað óþarfa vinnu, sem kannski er lögð í að
meta þætti sem ekki eru taldir skipta máli. Fram-
kvæmdaraðili vinnur eða lætur síðan vinna frekara
mat á umhverfisáhrifum og skilar þeim niðurstöðum
til annarrar athugunar hjá Skipulagi ríkisins.
Samkvæmt reynslu annarra þjóða þá hefur fram-
kvæmdarkostnaður aðeins hækkað lítillega vió til-
komu mats á umhverfisáhrifum. Þá er talað um 0,1
til 1% hækkun framkvæmdarkostnaðar. Bent er á
að iðulega hafi matið sparnað í för með sér, þar sem
betra yfirlit fæst yfir framkvæmd áður en hafist er
handa en ella. Með matinu er einnig komið í veg fyrir
umhverfisspjöll, sem erfitt gæti reynst að bæta.
KYNNING OG FREKARI UPPLýSINGAR UM MAT Á
UMHVERFISÁHRIFUM
Skipulag ríkisins hefur í samvinnu við Endurmennt-
unarstofnun Háskóla íslands haldið nokkur námskeið
til kynningar á mati á umhverfisáhrifum. Hafa fyrir-
lesarar bæði verið frá Skipulagi ríkisins og erlendir
gestafyrirlesarar. Nú í vor verða haldin eftirtalin nám-
skeið og ber að skrá þátttöku hjá Endurmenntunar-
stofnun í síma 694924:
1. Mat á umhverfisáhrifum - Kynning.
Námskeiðið gefur þátttakendum almennt yfirlit yfir
lögin um mat á umhverfisáhrifum, yfir hvernig mat á
umhverfisáhrifum er unnið og hvernig afgreiðslu þess
er háttað hjá Skipulagi ríkisins. Fyrirlesari er Halldóra
Hreggviðsdóttir deildarstjóri hjá Skipulagi ríkisins.
2. Námskeið um mat á umhverfis-
áhrifum. Á námskeiðinu verða kenndar helstu
aðferðir sem notaðar eru við mat á umhverfisáhrifum
og þær skýrðar með hagnýtum dæmum. Nemendur
meta síðan umhverfisáhrif ákveðinnar framkvæmdar
með aðstoð leiðbeinenda. Leiðbeinendur eru Stefán
Thors, skipulagsstjóri ríkisins, dr. Ashley Nixon, aðal-
ráðgjafi Centre for Environmental Management Pro-
grammes í Skotlandi, dr. Owen Harrop, deildarstjóri
hjá Aspinwall & Co., og Halldóra Hreggviðsdóttir,
deildarstjóri hjá Skipulagi ríkisins. Námskeiðið verður
haldið 18. til 22. apríl 1994 að21. apríl undanskildum.
Námskeiðsstaður verður auglýstur síðar. ■
Frekari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum er aö finna í eftirtöldum
heimildum:
1. Lögum um mat á umhverfisáhrifum.
2. Reglugerö um mat á umhverfisáhrifum, væntanlegri í mars.
3. Leiösögureglum um mat á umhverfisáhrifum,væntanlegum
í apríl.
4. Fortlage, C.A. (1990) Environmental Assessment. A Practical
Guide. Gower.
5. Wathern, P. (1992) Environmental Impact Assessment. Theory
and Practice. Routledge.
6. Biswas, A.K. (1987) Environmental Impact Assessment for
developing countries.
84