AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 52
4. Við allar aflstöðvar Landsvirkjunar er markvisst unnið að því að auka gróður í nánasta umhverfi þeirra til hagsbóta fyrir þá sem búa og starfa á svæðinu en einnig er þetta mikilvægt til þess að hefta sandblástur sem getur skemmt viðkvæman búnað stöðvanna. Ef til vill er Þjórsárdalurinn og nánasta umhverfi Búrfells- stöðvar skýrasta dæmið um árangur af þessari starfsemi Landsvirkjunar. Þrátt fyrir Heklugos hefur tekist að breyta þar svartri öskuauðn í gróðurvin. Landsvirkjun hefur þar einnig látið til sín taka á sviði ferðamála, ef svo má segja, því í Þjórsárdal útbjó Landsvirkjun sundlaug sem fyrirtækið rekur í sam- vinnu við Gnúpverjahrepp, auk þess sem það hefur einnig haft umsjón með þjóðveldisbænum sem var reistur á sínum tíma í næsta nágrenni Búrfellsstöðvar. 5. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum rekið sumarvinnuflokka skólafólks, með alls rúmlega 200 unglingum í störfum á hverju sumri. Hafa þeir flestir verið staðsettir í stöðvum fyrirtækisins og sinna ræktun, viðhaldi og frágangi í nágrenni stöðvanna. Á síðastliðnu ári var ráðist í það að fá landslags- arkitekta og aðra hæfa menn til að gera áætlanir um verkefni þessarar starfsemi nokkur ár fram í tímann þannig að starfið verði unnið eftir markvissu skipulagi á umhverfi stöðvanna. Þá hefur verið prófað að fella fræðslustarf, m.a. um umhverfismál, jarðfræði og líf- fræði, inn í vinnu sumarfólksins þannig að mannrækt eigi sér stað samhliða öðrum ræktunarstörfum. Hefur tilraun þessi gefið góða raun og er ætlunin að hér verði um fastan þátt að ræða í starfsemi þeirri er tengist sumarvinnufólkinu. 6. Á undanförnu ári hefur verið unnið að vissri endur- skipulagningu Landsvirkjunar og breytingu á ýmsum starfsháttum innan fyrirtækisins. Því verki er nú að Ijúka og búið að leggja grunn að svonefndri gæða- stjórnun innan Landsvirkjunar sem nýtast mun í þágu umhverfismálastjórnunar á vegum fyrirtækisins. Af því sem hér hefur verið rakið má Ijóst vera að Landsvirkjun gerir sér fyllilega grein fyrir þeirri ábyrgð sem á fyrirtækinu hvílir í umhverfismálum. Þau eru snar þáttur í starfsemi þess og er farsæl meðferð þeirra forsenda þess að okkur auðnist að gera orku- lindir landsins að auðlindum með hagkvæmri nýtingu þeirra í sátt við umhverfið. ■ SANDKASSASANDUR GÖNGUSTÍGAEFNI SKRAUTMÖL lábarið brúnamáð eða brotið, ýmsir stærðaflokkar BJÖRGUN HF. Sævarhöfða 33, I 12 Reykj’avík sími: 87 18 33 fax: 67 45 57 50

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.