AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Qupperneq 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Qupperneq 11
G E S T U R ÓLAFSSON ÍSLENSK SÉRÞEKKING í MANNVIRKJAGERÐ Fyrir mörgum árum heyrði ég dæmisögu um persneskan prins sem varð ástfanginn af tunglinu. Eitt kvöld, þegartunglið skein í heiði, þoldi hann ekki lengur við og tók undir sig stökk í áttina til tunglsins. í fyrstu gekk allt vel og hann sveif í loftinu áleiðis í sjöunda himini.En þá áttaði hann sig allt í einu á því að hann hafði stokkið fram af sjávarhömrum og langt fyrir neðan hann ólgaði brimið á klettunum. Þá efaðist hann um að hann kæmist nokkurn tíma tii elskunnar sinnar. Og það var eins og við manninn mælt - hann hætti að nálgast tunglið, hrapaði fyrir björg og lét lífið á klettunum fyrir neðan. Það var ekki fyrr en mörg hundruð árum seinna að menn, sem efuðust ekki, urðu svo skotnir í tunglinu að þeir bjuggu til rakettu til að skjóta sér þangað. Fyrir hundrað árum hefðu fáir trúað því að ferðamennska yrði önnur stærsta atvinnugreinin hér á landi, á eftir fiskveiðum, eða að okkur tækist að byggja vönduð íbúðarhús og opinberar byggingar fyrir alla landsmenn á sama tíma. Fáir létu sig þá dreyma um að íslenskir byggingamenn ættu eftir að reisa frystihús og orkuver víða um heim. Þó varð þetta raunin þrátt fyrir það að íslenskur byggingariðnaður hafi lengi verið hornreka hér á landi á mörgum sviðum. Á nokkrum sviðum íslensks byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar höfum við líka náð mjög góðum árangri á heimsmælikvarða, eins og t.d. í virkjun og nýtingu jarðhita til húshitunar. Þar hefur okkur tekist á nokkrum áratugum að koma nýtingu upp í um 85% á kostnað innfluttra orkugjafa. Sama máli gegnir einnig um mörg önnur svið, eins og hönnun bygg- inga, vegagerð, lagningu Ijósleiðara og þróun há- styrkleikasteypu. Á öllum þessu sviðum stöndum við mjög framarlega á heimsmælikvarða. Ef við viljum nýta þá möguleika sem okkur bjóðast nú víða um heim þurfum við þó á verulega auknu samstarfi sem flestra þessara aðila að halda. Á öðrum sviðum þurfum við á markvissan hátt að ná saman allri þeirri þekkingu og reynslu sem gæti gagnað okkur á þessu sviði og koma henni á framfæri við íslenska byggingamenn. Með því móti getum við bæði búið til enn betri mannvirki hér á landi og lagt grunn að verulega auknum útflutningi á þessu sviði í öðru formi en því að íslenskir byggingamenn flýi land. Það er nú einu sinni svo að mikill hluti af þjóðarauði íslendinga er bundinn í mannvirkjum og það skiptir okkur öll miklu hvernig þessi mannvirki eru gerð úr garði og hvað það kostar að reka þau og halda þeim við. Að töluverðu leyti ræðst þetta mál af því hvernig búið verður að menntun og upplýsingamálum íslenskra byggingamanna á næstu árum og áratugum og hvernig þeir verða undir það búinir að starfa í upplýsingaþjóðfélagi samtímans. Nú nýverið var ákveðið að tengja saman Byggingarþjónustur Norðurlandanna á Internetinu og það er að verða æ mikilvægara fyrir okkur að kunna að nota nútíma upplýsingamiðla. íslenskir byggingamenn gera líka æ háværari kröfu um bætta menntun og aukna þekkingu, þannig að þeir geti keppt við alþjóðlegan byggingariðnað samtímans og sett sig inn í þann arargúa af síbreytilegum reglum, ákvæðum og samþykktum sem þeir þurfa að kunna skil á. Enn sem komið er hafa stjórnmálamenn ekki gert sér fulla grein fyrir því hvað hér hafa orðið miklar breytingar á skömmum tíma eða sýnt þessu máli mikinn skilning. Um árabil hafa íslenskir arkitektar t.d. beitt sér fyrir því að tekin verði upp kennsla í byggingarlist hér á landi, en án árangurs. Ennþá er tvísýnt hvort slík kennsla verður í Listaháskóla ís- lands, sem nú er verið að stofna. Félag íslenskra skipulagsfræðinga hefur líka í áratug barist fyrir starfsréttindum sinna félagsmanna og löggildingu starfsheitis, en án árangurs. Ekki þarf þó að leita langt til að sjá hverjar afleiðingarnar geta orðið ef ekki er nægilega vandað til skipulags. Eitt er víst. Við höfum ekki efni á að íslenskir stjórn- málamenn efist um getu íslensks byggingariðnaðar eins og persneski prinsinn forðum um að hann kæmist til elskunnar sinnar. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.