AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 29
meö mikla umferð einkablla I huga. Undir þessum kringumstæöum var fyrsta staðfesta aöalskipulagiö fyrir Reykjavík unnið á árunum 1962-1966. Þar segir m.a. í greinargerö „...að taka verði svo mikið tillit sem unnt er til áhuga almennings á að eignast bifreið og komast leiðar sinnar af eigin rammleik..." og..að skipuleggja og byggja borg þannig að hæfni bif- reiðarinnar sé fullnýtt..." Skipulagið gerði ráð fyrir hraðbrautum þvers og kruss um borgarlandið og var lítið tillit tekið til þeirrar byggðar sem fyrir var. Til dæmis átti að leggja 4 akreina götu frá Snorrabraut um Grettisgötu (þar sem rífa átti alla húsaröðina öðr- um megin), um Amtmannsstíg, Kirkjustræti og Aust- urvöll og gegnum Grjótaþorp að Túngötu. Þetta óraunhæfa gatnaskipulag náði sem betur fer ekki fram að ganga í eldri hverfum Reykjavíkur nema að litlu leyti. Þrátt fyrir að horfið hafi verið frá mörgum framkvæmdum sem gatnaskipulagið frá 1966 gerði ráð fyrir hefur það markað stefnu borgarinnar í um- ferðarmálum allt til dagsins í dag. Á undanförnum árum hefur stefna borgaryfirvalda í umferðarmálum verið sú að eina leiðin til að gera umferðina greiðari, leysa úr umferðarhnútum og draga úr slysahættusé að auka við núverandi gatna- kerfi einkabílsins. Svo virðist sem einhugur hafi ríkt um þessa stefnu. I það minnsta hafa ríkjandi vald- hafar og embættismenn borgarinnar í umferðar- málum verið nokkuð samstiga 1 skoðunum í þessum málum. íbúar einstakra hverfa og stöku borgarfull- trúar hafa þó annað slagið risið upp og mótmælt t.d. stórum gatnafram- kvæmdum eins og Foss- vogsbrautinni og gagnrýnt stefnu borgarinnar í umferð- armálum. Árið 1988 segir Vilhjálmur Vilhjálmsson þá- verandi formaður skipulags- nefndar borgarinnar eftirfar- andi um markmið aðalskipu- lags Reykjavíkurl 984-2004: „Til þess að auka umferðar- öryggi, gera umferðina greiðari og draga úr umferð í íbúðahverfum er lagt til að stórátak verði gert á næstu árum í uppbyggingu stofn- brauta og tengibrauta." í síðasta aðalskipulagi Reykjavíkurborgar ,1990-2010, sem staðfest er áriðl992 er stefna borgarinnar í umferðarmálum óbreytt. Þar er t.d. gert ráð fyrir byggingu 21 mis- lægra gatnamóta, þar af 13 vestan Eilliðáa. Einhverjum þeirra framkvæmda, sem gatnaskipu- lagið 1990-2010 gerir ráð fyrir, hefur nú verið slegið á frest um óákveðinn tíma og má vera að menn séu farnir að sjá að sér. Verkfræðingar borgarinnar og jafnframt ríkisins virðast hins vegar jafnsannfærðir og áður um nauðsyn þess að bæta þjónustuna við einkabílinn á Höfuðborgarsvæðinu og beita enn sömu aðferðum við umferðarspár og arðsemisút- reikninga. HINAR HEFÐBUNDNU UMFERÐARFORSAGNIR OG ARÐSEMISÚTREIKNINGAR Þegar ákvarðanir eru teknar um hvort ráðast eigi í tiltekna gatnaframkvæmd í Reykjavík er fyrst og fremst litið á niðurstöður arðsemisútreikninga Borgar- verkfræðings en megin forsenda þeirra er spá um aukingu umferðar í framtíðinni. Umferðarspá byggist líkt og aðrir spádómar á harla ótraustum vísindalegum grunni þar sem gefnar for- sendur vega þyngra en beinharðar staðreyndir. Hjá Reykjavíkurborg er stuðst við svokallað reiknilfkan umferðar sem er safn stærðfræðifalla sem lýsa ann- ars vegar tengslum milli landnotkunar og umferðar- venja og hinsvegar umferðarmagns og gatnakerfis. Reiknilíkan þetta byggir að verulegu leyti á gögnum úr umferðarkönnun frá 1962 en ekki hefur verið gerð 27

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.