AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 45
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Borgaryfirvöld í Nantes 1 Frakklandi hafa fært sér í nyt þessa þróun og undanfarin 10 ár hefur þar verið byggt upp nútímakerfi almenningslesta. íslenskur arkitekt, Magni GunnarSteindórsson, sem hefurverið nemandi við arkitektaskólann í Nantes, hreifst af þeim nýju möguleikum sem þessartækniframfarir hafa haft í för með sér og valdi sér að lokaverkefni forhönnun járnbrautar (tram) frá gamla miðbæ Reykjavíkur suð- ur til Hafnarfjarðar. Undirritaður var fenginn til þess að taka þátt í að dæma þetta verkefni og var tæki- færið einnig notað til þess að kanna möguleika nú- tíma almenningslesta í Frakklandi. Hugmyndir um járnbraut á höfuðborgarsvæðinu eru ekki nýjar af nálinni. Um síðustu aldamót var mikið rætt um járnbrautir hér á landi, en engin af þeim hug- myndum komst í framkvæmd. Við stækkun hafnarinnar í Reykjavík var samt lögð járnbraut sem lá frá höfninni að grjótnámi í Öskjuhlíð. Hafist var handa um lagningu járnbrautarinnar í mars 1913 og var hún tekin í notkun 17. maí sama ár. Járnbrautin var síðan notuð við hafnargerðina til árs- ins 1917, en notkun hennar var síðan hætt árið 1928. í skipulagi Reykjavíkur frá árinu 1927 var samt sem áður gert ráð fyrir járnbrautarstöð í Norðurmýrinni, austan Hringbrautar, en ekkert varð úr þeirri fram- kvæmd. Hugmynd Magna er fólgin í þvt að smíðuð verði al- menningslest sem tengi UmferðarmiðstöðinaíVatns- Tenging lestarinnar við Umferðarmiðstöðina. \o&'

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.