AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 49
TILGANGUR MYNDMALS OG TEXTA - ítölsk arkitektatímarit eftirstríðsáranna X > r r O 0' 73 > > 73 z > 73 ö 0' H H að sem Evrópa varð vitni að eftir seinni heimsstyrjöldina var ferli„endurskipulags“ Á Ítalíu var endurbyggingin tvírædd, þar sem fortíðinni var blandað við leitina að hinu nýja. ítalska þjóðin þurfti að líta út fyrir þröskuld- inn til annarra þjóða og nýta sér farnar leiðir. Án efa voru bandarísk áhrif sterk, ekki síst lögðu þau mikinn þrýsting á að opna fyrir frjálsa verslun. En það var líka ávinningur fyrir Ítalíu þar sem það gaf henni möguleika á að flytja inn bandaríska tækni og kunn- áttu. Áhrif Bandaríkjanna komu ekki aðeins fram í tyggi- gúmmíi, mjólkurdufti og Kóka kóla, heldur fyrst og fremst í hugmyndinni um „þægindi" og vélvæðingu heimilisins. Hún kom fram í metnaði um mannvirð- ingu sem væri auðsjáanlega með eignum sem myndu í framtíðinni leyfa hámarkslúxus fyrir vanþró- aða þjóð. Einnig var það vitni um velmegun að geta afneitað hefðbundnum reglum um að varðveita og afhenda frá kynslóð til næstu kynslóðar notagilda hluti og áhöld, hefð sem haldið hafði verið á lofti jafnt meðal bænda sem og millistéttar, að varðveita og spara. Efnahagslegur vöxtur á Ítalíu á 4. og 5. áratugnum lá fyrst og fremst í erlendri eftirspurn. Aukinni sam- keppnisgetu á ítölskum vörum á alþjóðlegum markaði var meðal annars náð vegna þess að ítalskir atvinnu- rekendur borguðu lægri laun heldur en tíðkaðist hjá öðrum Evrópuþjóðum, auk þess sem gengi lírunnar var lágt. Ítalía varð að þróa næstum því frá grunni getuna til þess að keppa á alþjóðlegum vettvangi í framleiðslu á fjölneyttum vörum:bílum, smáum heimilisvörum og vörum framleiddum úr plasti. Hún byggði upp efnahag sinn eins og rík þjóð, framleiddi samskonar vörur og efnuð þjóð, en án þess að búa við samsvarandi lífskjör. Markmiðið var að nútímavæóa þjóðfélagið og reisa lífskjör íbúa Ítalíu að sama marki. Hér munum við huga að tímaritum um arkitektúr og ^ hönnun sem höfðu sama markmið, að hvetja til nú- ííj tímavæðingar ítalska þjóðfélagsins. Tímarit er verk- jo færi menningarinnar. Það lætur í té skilning á sam- ^ tímanum, hvað sé álitið mikilvægt eða hvað sé snið- ^ gengið. Auk þess gefa auglýsingar til kynna hvað sé (D á markaðinum. Hvað varðar sérhæfð tímarit eins og pö fyrir arkitektúr og hönnun þá er spurning hvort þau leysi úr vafamálum sem upp koma innan starfs- greinarinnar. Á hinn bóginn hefur tímaritið ef til vill aðeins sjónrænt gildi. Dæmi eru tekin frá arkitekta- og hönnunartímaritinu Domus, Casabella Continuitá, sem aðallega fékkst við arkitektúr og skipulag, og Stile Industria sem lagði áherslu á að líta á iðnhönnun sem hluta af okkar um- hverfi. Markmiðið og tilgangurinn sem arkitektinn og rit- stjórinn Gio Ponti setti fram í tímaritinu Domus var að leita að stíl heimilisins. Sá sem finnur þennan stíl og kemur honum á framfæri er arkitektinn. Ponti skrifaði snemma árið 1949 að löngun arkitektúrs væri þessi: að búa til stíl, lífshætti: við myndum ekki lengur hafa þennan umdeilda nútímaarkitektúr sem væri á mörk- um þess að teljast húsnæði. Seinna sama ár skrifaði. Ponti grein sem bar heitið Bensínstöð, hönnuð af BPR (L. Beglioioso, E. Peressutti, E.N. Rogers) sem birtist í Casabella Continuitá. 47

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.