AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 72
jj ' y ii F-: > ■ 1 É Massífir veggir, þak og loft geis- la frá sér hita að vetrarlagi þegar kalt er,en draga í sig hita að sumarlagi þegar heitt er. Sólarrýmið hleður aftur „hitageymi" hússins. partment of Energy - Innovation Award). Höfundur hússins er verkfræðingur í Norður- Carolina, Michael Sykes að nafni, og hefur hann unnið að því að betr- umbæta þessa hugmynd undanfarinn aldarfjórðung. Ólíkt venjulegum húsum, eins og við þekkjum þau hér á landi, þá er engin einangrun í veggjum. í stað- inn eru veggirnir úr saltvörðu timbri sem geymir hit- ann. Meginhluti orkunnar sem þarf til að hita húsið kemur úr jörðinni, en hún jafnar hita milli árstíðanna. Hluti hitans er sólarljós og geymist hitinn í veggjum hússins og geislar þaðan aftur út. Hitamismunur milli norður- og suðurhliðar veldur því að hringrás mynd- ast í loftrúminu milli útveggja og innveggja þannig að húsið verður „hitadæla" sem virkar betur eftir því sem norðar dregur og hitamismunur eykst milli þessara húshliða. Venjulega helst lofthiti innandyra innan 2° fráviks frá 21 °C. Þar sem verður mjög kalt að vetri til eða þar sem er skýjað langtímum saman er hægt að koma fyrir ofni eða arni til þess að auka hitann. Húsið hefur hlotið nafnið ENERTIA og er það hann- að í tölvu, þannig að tiltölulega auðvelt er að laga það að óskum kaupenda og viðkomandi staðháttum. Efni í húsið er síðan sagað og fullunnið í tölvustýrðum vélum þannig að byggjandi geti gengið að bygging- arhlutum í réttri röð við uppsetningu. Kaupandi fær þannig allt timbur í húsið fullunnið, ásamt nauðsyn- legum teikningum og verklýsingu. Eftirspurn eftir þessum húsum hefur verið það mikil að framleið- endur telja sig hafa nægar pantanir fram yfir næstu aldamót. Þótt hér sé hugsanlega ekki á ferðinni byggingar- aðferð sem leysir öll okkar vandamál, þá gæti hún samt gefist vel hér á landi utan hitaveitusvæða, fyrir veiðiskála, skíðaskála, fjallaskála, ferðamannahús og sumarbústaði. Það magn af timbri sem fer í að bygg- ja svona hús er ekki heldur meira en þarf til að hita venjulegt íbúðarhús í þrjá vetur ef notað er timbur til upphitunar. Hugsanlegt væri líka að nota rekavið i þessar byggingar eða íslenskan trjávið, þegar hann fer að skila sér, og vel gæti verið við hæfi að nýta þetta timbur til að framleiða hvers konar tómstunda- hús fyrir ferðamenn. í öllu falli virðist hér vera á ferð- inni hugmynd að orkusparandi húsi sem við ættum að kynna okkur til hlítar eins og aðrar álíka hugmyndir sem geta stuðlað að umtalsverðum sparnaði í rekstri bygginga og styrkt grundvöll íslensks byggingar- iðnaðar. Þessi byggingaraðferð hefur nú þegar vakið mikla athygli víða um heim og er nú m.a. verió að kanna hvernig hún gefist í Argentínu og í Norður- Kína, þar sem nauðsynlegt er að spara orku til hús- hitunar eins og frekast er unnt. ■ 70

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.