AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 82

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 82
Jónas Kristjánsson. Fyrri athuganir í sambandi viö Noregssýninguna komu einnig til góða. Arkitektarnir sáu einnig ástæðu til að sýna fram á suðurskandinavískan byggingarstíl með hliðsjón af þeim danska (Trelleborgarhúsið). Trelleborgarstíllinn kemur glöggt fram í fjósinu sem verið er að byggja í víkingagarðinum nú í sumar til að sýna gestum byggingaraðferðir fyrri tíma. Til að sýna fram á enn meiri breidd í byggingarstíl víkingatímabilsins hafa verslunarhús Kaupvangsins fengið tilsnið af stíl Fledebyhúsanna í Danmörku, en þó byggð með ívafi af norsku stafaburðarvirki. Mikil- vægt er að undirstrika að vestur- norski stíllinn frá Oma sem að mestu samsvarar Stöng í Þjórsárdal myndar stærsta og mikilvægasta þáttinn í Víkinga- garðinum. Það var því með miklu stolti að arkitekt- arnir nýttu sér það tækifæri að koma íslenskri sögu og samtengdum söguuppruna íslands og Noregs svo sterkt og sleitulaust til skila. Hús „hrafnastúlkunnar" (óskilgetinnar dóttur jarlsins) er hannað í mun frjálsari stíl þar sem líta á út fyrir að hún hafi byggt það sjálf með eigin handafli. Smiðirnir urðu örvinglaðir og forviða þegar arkitektinn nefndi að þetta væri alltof nákvæm smíði. Þeir eru vanari ávítum fyrir skort á nákvæmni....ekki satt! Á arkitektastofu Guðmundar Jónssonar í Osló unnu einnig íslendingarnir Guttormur Magnússon og Ing- unn H. Hafstað að verkefninu. Einkum hafði Gutt- ormur ábyrgðarmikið starf. ■ 80

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.