Bændablaðið - 04.04.2023, Page 6

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 6
6 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var haldið í liðinni viku, dagana 30.-31. mars. Yfirskrift Búnaðarþings að þessu sinni var Landbúnaður framtíðarinnar, sem vísar til þess fyrirsjáanleika sem atvinnugreinin þarfnast. Í ræðu minni á þinginu fór ég yfir það hvernig landbúnað við myndum vilja sjá til framtíðar. Viljum við sjá starfsumhverfi sem einkennist af raunverulegri og eðlilegri samkeppni innlendrar landbúnaðarframleiðslu við innflutning? Eða liggur framtíðin í sterku sambandi neytenda og framleiðenda þannig að verslun afmarkast við nærsamfélagið? Sjáum við fram á mikla fjölgun og endurnýjun í stéttinni þar sem nýir aðilar geta nálgast styrki og hagstæð lán til að kaupa jarðir og hefja búskap? Eða horfum við fram á stöðnun þar sem aðgerðir stjórnvalda einkennast eingöngu af niðurgreiðslum landbúnaðarvara til að mæta kröfum neytenda um lágt verð? En eitt er víst, í sameinuðum samtökum erum við hætt að fórna hagsmunum hvert annars og ætlum öll sem eitt, óháð búgreinum að styrkja innri og ytri starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Á Búnaðarþingi var ályktað um fjölmörg mál sem rata inn í Stefnumörkun Bændasamtakanna 2023-2024 sem er leiðarljós fyrir stjórn, skrifstofu og atvinnugreinina í þeim verkefnum sem takast þarf á við í landbúnaði. Eftirlit með eftirlitinu Ein af ályktunum sem samþykkt var er betri merkingar matvæla. En það er gríðarlega mikilvægt fyrir greinina að stuðla að því að bæta merkingar á matvælum. Hér þarf samhent átak stjórnvalda, framleiðenda, verslunar, afurðastöðva og neytenda og er upprunamerkið Íslenskt staðfest hluti af lausninni. Af hverju ættu aðrar reglur að gilda un innfluttar afurðir en íslenskar? Hefðu menn fengið að framleiða vörur á Íslandi án staðfestingar MAST um að matvæli uppfylltu skilyrði samkvæmt reglum? Sé ætlunin að hafa öflugt eftirlit þá má jafnframt velta því fyrir sér hvort að það þurfi hreinlega að hafa eftirlit með eftirlitinu. Reglubyrðin Við þurfum að einfalda regluverk og skapa atvinnugreininni ytri starfsskilyrði sem gangi í takt við skilvirkari stjórnsýslu. Íslenskur landbúnaður er grundvöllur byggðar um landið og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Atvinnustarfsemin og búseta í sveitum kallar þó á það að við séum samstíga og framsýn. En til þess að ná árangri má reglubyrðin ekki þvælast fyrir. Það er til lítils að tala um framleiðsluöryggi ef framleiðsluviljinn er ekki til staðar. Öllum skal tryggð lágmarkslaun í landinu og það fer ekki saman hljóð og mynd ef fólk í búskap og matvælaframleiðslu ná ekki endum saman við þá starfsemi sem það þarf að sinna og við þær kröfur sem stjórnvöld setja á greinina. Á að standa með íslenskum landbúnaði? Í kjaraviðræðunum í vor vakti það ákveðna furðu þegar verkalýðsforystan ákvað að taka skortstöðu gegn bændum og matvælaframleiðendum. Lýsir það djúpri vanþekkingu verkalýðsforystunnar á kjörum annarra hópa á vinnumarkaði (en þeirra eigin) og á íslenskum landbúnaði sem eina af undirstöðuatvinnugreinum hér á landi. Stjórnvöld verða að sjá sóma sinn í að tryggja fyrirsjáanleika og skapa landbúnaðinum sanngjörn og eðlileg starfsskilyrði. Ég nefni hér dæmi um bónda sem ætlaði að hefja kjúklingaræktun fyrr á árinu en hætti snarlega við áformin þegar upplýsingar bárust í fjölmiðlum um innflutning á 180 tonnum af úkraínskum kjúklingi – í einum mánuði. Á sveitarstjórnarstiginu þurfa sveitarfélög að hætta að þvæla skipulagsmálum innan síns stjórnkerfis og jafnframt hætta að tala um iðnaðarbúskap, því hér á Íslandi er enginn iðnaðarbúskapur stundaður – sá búskapur er aftur á móti innfluttur. Reiðarslag fyrir glóbalismann Hinn nýstofnaði Bændaflokkur BBB í Hollandi var á dögunum stórsigurvegari milliþingkosninga og stærsti stjórn- málaflokkurinn. „Reiðarslag fyrir glóbalismann“ sagði á öllum stærstu erlendu fréttaveitunum, en stofnun Bændaflokksins í Hollandi má rekja til bágrar viðleitni stjórnvalda síðustu ár þar í landi við að leggja frekari kröfur á landbúnað til að berjast gegn loftslagsógninni, og þess að þúsundir bújarða höfðu verið teknar eignarnámi þar sem taka átti þær úr landbúnaðarnotum. Ef á okkur verður ekki hlustað, geta 2.463 félagsmenn Bændasamtakanna vel stofnað einn stjórnmálaflokkinn til viðbótar, enda hafa núverandi stjórnarflokkar sýnt með gjörðum sínum að þeim er ekki treystandi til þess að standa vörð um íslenskan landbúnað eins og dæmin sanna. Hér erum við, reiðubúin að setja x við L. SKOÐUN Samhengið Hækkandi framfærslukostnaður plagar fólk bæði hér og erlendis. Alls staðar er matvælaverð að hækka. Matvælaráðherra benti á það í ræðu á Alþingi um daginn að tilteknar matvörur hafi að meðaltali hækkað meira í Evrópu en hér á landi. Tók hún dæmi um verð á svínakjöti sem hafði hækkað um 18,4% í Evrópu en 12% hér. Verð á kjúklingi hefur hækkað um 23,5% í Evrópu en 14,6% á Íslandi. Drykkjarmjólkurverð hefur hækkað um 31% í Evrópu en eingöngu um 8% hér. Þeir sem standa að innflutningi á landbúnaðarvörum tala fyrir niðurfellingu tollverndar og segja að hún hækki vöruverð og dragi þar með niður lífskjör íbúa. Að benda eingöngu á samanburð verðmiða í stórverslun án þess að líta til samhengis er misvísandi. Tollvernd er ein af undirstöðum stuðnings við innlenda landbúnaðarframleiðslu. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var ályktað um að tollvernd þurfi að þjóna tilgangi sínum með skilvirkum hætti. „Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist síðustu ár og þær forsendur sem lágu til grundvallar tollasamningi við ESB árið 2015 eru brostnar. Bændasamtökin telja að segja þurfi upp tollasamningnum við ESB og að magntollar á búvörur verði uppreiknaðir til verðlags dagsins í dag. Samningurinn vinnur gegn fyrirætlunum stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu. Ná þarf fram skýrari stefnu í tollamálum. Lækkun eða niðurfelling tolla kippir með öllu stoðum undan íslenskum landbúnaði og eru ótækar án jafngildra mótvægisaðgerða.“ Innflytjandi kjúklingakjöts lét hafa eftir sér í 4. tölublaði Bændablaðsins að innlend kjúklingaframleiðsla anni ekki eftirspurn. Tölur sýna hið gagnstæða. Árið 2022 nam innanlandsframleiðslan rúmum 9.500 tonnum en salan var 9.225 tonn. Birgðir í lok árs voru um 1.000 tonn af alifuglakjöti. Það sem af er ári hafa tæp 390 tonn af alifuglakjöti verið flutt inn. Á meðan hafa verið framleidd rúm 1.530 tonn af slíku kjöti hér á landi. Innflutningurinn er því um 20% af því kjöti sem í boði er á markaði. Þetta er í takt við þróunina en markaðshlutdeild innflutts kjúklingakjöts er vaxandi, hefur farið úr 6% upp í 18% á áratug. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins seldust 1.464 tonn af innlendu alifuglakjöti. Birgðirnar aukast því samhliða meiri innflutningi. Alifuglabóndi segir í viðtali í tölublaðinu að innlend framleiðsla geti hæglega annað allri innanlandsneyslu. Hann kallar eftir hvötum frá stjórnvöldum og telur að íslensk framleiðsla eigi að njóta forgangs. Það sé bæði pólitísk og samfélagsákvörðun sem brýnt sé að taka til að framtíð innlendrar framleiðslu sé tryggð. Ef tekin yrði ákvörðun um að auka framleiðslu hér á landi gæti það í reynd aukið hagkvæmni hennar, innviðirnir sem til staðar eru væru betur nýttir og það gæti haft jákvæð áhrif á verð. Íslensk landbúnaðarframleiðsla er lítil í sniðum og fyrst og fremst ætluð sem örugg fæðuöflun fyrir landið. Í eðli sínu og umgjörð er hún ósamanburðarhæf við erlenda iðnaðarframleiðslu sem ætlað er að afkasta umfram þörf nærumhverfis. Íslenska framleiðslan lýtur strangri umgjörð og er framleidd í heilnæmu umhverfi undir eftirliti í velferðarsamfélagi, þar sem verðlag er hátt og framleiðslan dýr. Hún er auk þess ein af grundvallarþáttum atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum og lífsviðurværi þúsunda einstaklinga. Hún leggur grunn að fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er samhengið sem rýna ætti í þegar bornar eru saman vörur og verð í verslun. Guðrún Hulda Pálsdóttir Setjum x við L Bás Skógræktar á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sýningarskrá segir meðal annars að hugmyndin með sýningunni sé að gefa nokkurt yfirlit um þróun búnaðarmála síðustu ára og sérstaklega var leitast við að bregða upp myndum af starfsháttum landbúnaðarins á þeim tíma. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.