Bændablaðið - 04.04.2023, Qupperneq 26

Bændablaðið - 04.04.2023, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 UTAN ÚR HEIMI Bandaríkin: Framleiðsla Big Bud endurvakin Dráttarvélaframleiðandinn frá Montana hefur endurræst verksmiðjurnar sem hafa ekki skilað af sér traktor síðan 1991. Nýja vélin, sem var frumsýnd í Las Vegas í marsmánuði, er 750 hestöfl og 32 tonn. Framleiðslan mun eiga sér stað hjá Big Equipment Co, sem undanfarna þrjá áratugi hefur einbeitt sér að sölu og viðgerðum stórra landbúnaðartækja eftir að framleiðslu Big Bud var hætt á sínum tíma. Sömu teikningar verða notaðar og við vinnslu upprunalegu dráttarvélarinnar sem var framleidd í 500 eintökum frá miðjum áttunda áratugnum til ársins 1991, fyrir utan að drifrás og ökumannshús er nýtt. Ron Harmon, eigandi Big Equipment, segir í samtali við The Western Producer að framleiðsla dráttarvéla í dag sé á of fárra höndum. Enn fremur sé allt gert til að koma í veg fyrir að bændur geti sinnt viðgerðum sjálfir. Því verða nýju Big Bud vélarnar framleiddar með því sjónarmiði að allur vélbúnaður sé einfaldur og tölvubúnaður í lágmarki. Big Bud vélar hafa náð mikilli endingu og telur Harmon það skýrast af einföldu viðhaldi og að grindin sé úr 38 millímetra þykku stáli. Þung grindin er einnig hugsuð til að koma í veg fyrir þörfina á þyngdarklossum. Nýja dráttarvélin verður með 18 lítra dísilvél úr smiðju Caterpillar, sem skilar 640 til 750 hestöflum. Öxlar, gírkassi og aðrir hlutar aflrásarinnar eru þeir sömu og hafa verið notaðir í námuvélum í áratugi og segir Harmon því að aðgengi að notuðum varahlutum mjög gott. Sé þörf á að endurnýja mótor eða gírskiptingu þurfi einungis að losa nokkra bolta og ný aflrás kemst auðveldlega fyrir. Lítil fyrirhöfn er að koma fyrir aflrás af annarri gerð sé þess þörf. Fyrst um sinn er stefnt að framleiðslu tíu eintaka á ári hverju, en auka afköstin þegar fram líður. Þegar mest lét voru framleidd 120 stykki árlega á árum áður. Ökumannshús nýju vélanna kemur úr smiðju Agco. Verð Big Bud verður sambærilegt og á öðrum dráttarvélum í sama stærðarflokki. Öflugasta dráttarvél heims er af gerðinni Big Bud og var sérframleidd árið 1977. Hún er með 1.100 hestafla mótor og er enn í notkun. /ÁL Tvær Big Bud dráttarvélar við jarðvinnslu. Sú fremri er öflugasta dráttarvél heims. Mynd / Rwslivka – Wikimedia Commons Fuglaflensa: Þúsundir sæspendýra dauð við strendur Perú Vísindamenn óttast að fuglaflensa sé farin að berast milli ólíkra tegunda spendýra. Ástæða þess er meðal annars sú að fyrir skömmu fundust þúsundir dauðra sæljóna utan við og á ströndum Perú. Dánarorsök sæljónanna var fuglaflensa. Fyrstu vísbendingar um dauða sæljónanna var þegar veikt dýr fannst á strönd í sunnanverðu landinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að sæljónið var aðframkomið af hungri. Sjúkdómsgreining sýndi að dýrið var sýkt af fuglaflensu, H5N1. Síðan þá hafa um 3.500 sæljón fundist dauð vegna flensunnar, eða 3,3% af skráðum stofni dýranna í landinu. Auk þess sem einnig hafa verið að finnast dauðir selir og otrar og einn höfrungur sem einnig reyndist sýktur af flensunni. Fuglar og strandferðir Dauð sæljón hafa meðal annars fundist á skerjum og á reki þar sem hræfuglar gæða sér á þeim og er það að auka enn frekar á hættu á útbreiðslu flensunnar. Sömu fuglar leita í úrgang af mannavöldum sem víða er að finna í borgum í Perú, ekki síst í fátækrahverfum. Fuglaflensa greindist fyrst við strendur Perú í nóvember á síðasta ári í mörgæsum og breiddist síðan út í aðrar tegundir sjófugla sem spóka sig á ströndinni innan um baðstrandargesti. Banna hanaat Heilbrigðisyfirvöld í Perú segjast líta á fuglaflensuna sem vaxandi áhyggjuefni í ljósi þess að hún virðist vera að berast milli ólíkra spendýrategunda en ekki bara frá fuglum í spendýr og því ekki ólíklegt að hún geti borist í menn eða milli manna. Fuglaflensa hefur greinst í fimmtán löndum í Suður-Ameríku en dánartíðni spendýra í Perú er mest af öllum löndum í álfunni. Eitt af því sem gert hefur verið í Perú til að draga úr hættu á útbreiðslu fuglaflensu er að banna hanaat. Áhyggjur WHO Samkvæmt frétt á Reuters fyrir skömmu lést ellefu ára gömul stúlka í Kambódíu eftir að hafa smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO segja að afleiðingar þess ef veiran stökkbreytist og verði smitandi með lofti og haldi núverandi dánartíðni geti orðið skelfilegar og að dánartíðnin á heimsvísu gæti legið á milli 5 til 150 milljón manns. /VH Fuglaflensa hefur greinst í sæljónum á og við strendur Perú. Mynd / Matthew Pablico Frá Bandaríkjum Norður- Ameríku berast þær fréttir að bakterían Escherichia coli finnist í auknum mæli í matvælum. Ekki er nýtt að E. coli finnist á matvælum en með aukinni notkun sýklalyfja í landbúnaði hefur fjöldi baktería, þar á meðal stofn E. coli, myndað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum og geri það baráttuna við þá erfiða. Mælingar á E. coli bakteríum í kjötvöru í Bandaríkjunum sýna að fjöldi þeirra hefur aukist mikið á undanförnum árum. Sérstaklega er beint augum að stofni sem kallast FZEC. Á sama tíma er varað við að mikið magn af E. coli í matvöru geti valdið alvarlegum blóð- og þvagfærasýkingum og jafnvel dauða. Dæmigerð einkenni þvagfæra- sýkingar af völdum E. coli eru tíð þvaglát sem fylgja verkir, sviði og illa lyktandi þvag. Sérstaklega er bent á að konur séu viðkvæmar gagnvart sýkingum. Spár gera ráð fyrir að bakterían geti valdið hátt í milljón sýkingum á ári í Bandaríkjunum og að tilfellum eigi eftir að aukast. Smit með menguðum matvælum Á heimasíðu MAST segir að uppruna sýkinganna megi oftast rekja til meltingarvegs blóðheitra dýra og er því almennt álitið að tilvist E. coli í matvælum sé vísbending um saurmengun. Bakterían getur komist í kjöt við slátrun, ef innihald þarma dýrsins berst á kjötið. Eiturmyndandi E. coli bakteríur nefnast STEC, Shiga Toxin- producing Escherichia Coli, og geta í sumum tilvikum valdið alvarlegum veikindum í fólki. Fólk getur smitast af STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða umhverfi menguðu af saur þeirra. Bakterían kemst þannig um munn og niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi, svokallað HUS, Hemolytic Uremic Syndrome. Einnig getur beint smit manna á milli átt sér stað, þá einna helst hjá litlum börnum. Meiri líkur á sýkingu með kjöti Bakterían sem um ræðir getur borist í fólk hvort sem er með kjöti eða grænmeti en oftar en ekki er smitleiðin með kjötvöru og fundust þær í miklu magni í alifugla- og svínakjöti í verslunum í Bandaríkjunum. Í dag eru í gangi rannsóknir til að skoða magn E. coli í nautakjöti. Bent er á að mestur fjöldi E. coli mældist í kjöti sem var rakin til búa þar sem dýr voru alin innandyra og þéttleiki þeirra var mikill og smitleiðir því greiðar. Á sama tíma segir að á búum þar sem smit er algengt og notkun á sýklalyfjum mikið séu líkur á að nýir stofnar baktería myndist. Hvað er til ráða? Víða hefur reynst erfitt að koma í veg fyrir smit E. coli í kjötvöru. Bent er á nauðsyn þess að gæta fyllsta hreinlætis við pökkun, meðhöndlun og eldun kjötsins. Rannsóknir eru í gangi um möguleika á að bólusetja alifugla á eggjastigi og þannig koma í veg fyrir að bakterían komist inn í fæðukeðjuna. Sýkingar í matvælum af völdum E. coli eru þekktar hér á landi en sjaldgæfar af völdum innlendra matvæla og er það góðu eftirliti að þakka. Vitað er að þær hafa borist hingað til lands með matvælum erlendis frá. /VH Myndavélar fyrir sauðburðinn Matvælaframleiðsla í heiminum á víða undir högg að sækja. Bakteríur og veirur sem valda fuglaflensu og svínapest eru gríðarlegt vandamál sem sækir í sig veðrið. Veruleg hætta er talin á að fuglaflensa fari innan skamms að smitast í menn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Í Bandaríkjunum finnast E. coli bakteríur í auknum mæli í kjötvöru. E. coli á uppleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.