Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 58

Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 58
58 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Það er að mörgu að hyggja þegar nálgast fer sauðburð og getur verið gott að setjast niður með kaffibollann og hugsa hvað það nú var í fyrra sem algjörlega vantaði. Er heitt vatn í húsunum? Og hitakúturinn í lagi? Innkaup og undirbúningur Ýmis tæki, tól og búnaður sem gott er að hafa við höndina þegar sauðburður hefst því erfitt getur verið á miðjum háannatíma að ætla sér að safna aðföngum sem vantar. • Eitt það einfaldasta og þægilegasta er að hafa ávallt burðargel við hönd þegar aðstoða á við burð. Það hjálpar okkur að athafna okkur og er einnig betra fyrir ána. Hugum að því að hafa nægilegt magn af burðargeli til fyrir sauðburðinn og spörum ekki notkun á því. • Einnota hanskar eru nauðsynlegir. Margir bændur kannast við þurrar og sprungnar hendur eftir mikið legvatn og aukna handþvotta. Þá er gott að smeygja sér í hanska. Einnig eykur það hreinlæti og getur komið í veg fyrir sýkingar. Þá eru bæði til stuttir hanskar og lengri sem ná upp á handlegg og verja mann enn betur. • Stífur vír eða burðartöng til að koma inn fyrir grind og aftur fyrir hnakka eða eyru lambsins ef aðstoða þarf við að koma lambinu út. Vír er auðvelt að þvo og sótthreinsa eftir hverja notkun. Einnig er hægt að nota sérstök bönd sem eru mjúk og sveigjanleg og auðvelt að smokra inn fyrir ef ærin er þröng, þá ríður á að vera ekki sparsamur á burðargelið. Mýkja band og eða vír með burðargeli áður en inn er farið. Gott er að sjóða böndin reglulega og sótthreinsa eftir notkun. Baggabönd geta nýst til nettari aðstoðar og verka. • Sprauta með stuttri slöngu, hæfilega stífri en sveigjanlegri til að koma burðargeli inn fyrir þegar lambið er orðið mjög þurrt og lítið legvatn er til staðar. • Hreint og þurrt handklæði í hæfilegri stærð til að vefja utan um lambið eða til að ná betri gripi á bjórnum á herðakambi þegar erfitt er að toga lambið út. Til dæmis þegar afturfótafæðing á sér stað eða það er einfaldlega erfitt að ná taki á lambinu. Þannig verður auðveldara að taka á lambinu á skaðlausan hátt. • Gott er að hafa einhvers staðar nærri einhvers konar upphækkun ef þurfa þykir fyrir ána til að hækka hana að aftan. Það getur verið ákaflega gagnlegt þegar ærin er mjög þröng og eða lambið er komið of langt í fæðingarveginn. Þá getur einnig verið gott að setja ána upp á garðaband á plötu eða grind og þannig hækka hana í vinnuhæð og þá er auðveldara að athafna sig við erfiðan burð og aðstoða þarf af kostgæfni. • Stór sprauta og sonduslanga til að gefa minni og veikari lömbum mjólk beint í magann. Einnig nægilegt magn af túttum og peli. • Lítill kollur getur verið þægilegur þegar mjólka þarf ær eða koma lömbum á spena. Hægt er að saga lappir af klassískum kollum og þannig þarf maður ekki stöðugt að krjúpa eða sitja á gólfinu, þá getur maður einnig notað fæturna til að halda að ánni meðan maður athafnar sig við ána. • Kassi/hús fyrir undirvaninga. Gott er að láta lömbin liggja þétt saman sé verið að venja undir og þannig er líka komið í veg fyrir að ærin geti snuðrað og þefað af lömbunum í tíma og ótíma. Þannig blandast lyktin saman og ærin ætti að taka lömbin fyrr. Þá er lítill kassi sem þeim er komið fyrir í fyrirtaks kostur, hugsa þarf um að hann lofti vel og lömbin dvelji ekki of lengi í einu. • Lambastrætó. Hvernig flytjum við lömbin til þegar ærin er borin og er á leið í einstaklingsstíu? Um að gera að finna þægilegan „strætó/taxa“ fyrir lömbin sem hægt er að koma þeim fyrir í og draga á sinn stað, þá þarf maður ekki að bogra með lömbin. Athugið að lömbin geti ekki klifrað upp úr honum á leiðinni, svo hann þarf að vera dálitið hár en samt þarf ærin að geta fylgst vel með svo hún fylgi vel á eftir. • Hvaða lyf þurfa að vera tiltæk fyrir sauðburð? Hvað vantaði helst að eiga í fyrra? Klassískt er að hafa í lyfjaskápnum: sýklalyf af þeim sortum sem þarf, verkjastillandi, selen, þar til gerðan brodd fyrir minni fædd og viðkvæmari lömb. Spenateip ef friða þarf spena einhverra hluta vegna. Joðlausn í góðum brúsa á naflastreng og ab-mjólk fyrir ónæmiskerfið. Gott að huga að því hvernig skal gefa ab mjólkina inn þannig að það sé bæði fljótlegt og þægilegt. • Fyrir utanumhaldið um allt sem þarf að hafa nálægt er gott að setja það allt saman í kassa eða körfu/tösku sem auðvelt er að taka með sér um húsin. Þá er handhægara að leggja hluti frá sér og vinna með. • Einnig þarf að eiga nægt magn af sprautum og nálum fyrir stungulyf. Þetta geymist milli ára og allt í lagi að eiga meira en minna. • Lítil stíf blöð í mörgum litum og teiknibólur. Gott getur verið að skilja eftir skilaboð á garðabandi þar sem hægt er að skrá ákveðnar upplýsingar um einstaklinga. Þannig er hægt að litarflokka eftir því hve áríðandi skilaboðin eru. • Tússtafla og tússar sem hengja má upp þar sem allir geta séð og þar er einnig hægt að skilja eftir mikilvæg skilaboð sem þarf að skrá eða koma á framfæri. Eftirlitið Hvernig á eftirliti að vera háttað þetta árið? Ef skoða á að setja upp þar til gert myndavélarkerfi þarf að huga að því í tíma. Athuga hvaða framboð er af vefmyndavélum og hvað hverjum og einum hugnast í þeim efnum. Myndavélakerfi koma að ákaflega góðum notum í upphafi sauðburðar og lok. Þá er ekki endilega full við- vera í húsunum og gott getur verið að spara sér ferðina í húsin og kíkja á myndavélarnar til að athuga hvort eitthvað sé um að vera. Þannig er líka hægt að láta vélarnar taka upp það sem gerist í fjárhúsunum og þannig hægt að varpa ljósi á annars dularfullar aðstæður sem gætu komið upp. Staðsetning vélanna þarf að vera á þann hátt að hægt sé að sjá sem stærstan hluta af húsunum, jafnvel er hægt að snúa sumum vélum og þysja að til að sjá betur hvort lamb ber rétt að. Um að gera að prufakeyra kerfið og vera með það tilbúið þegar fyrstu ærnar bera til að auðvelda sér fyrstu skrefin í sauðburðinum. Með slíku eftirliti má spara nokkra fýluferðina í fjárhúsin þegar ekkert er um að vera og þannig spara þrekið fyrir komandi vikur. Á sama hátt má fyrr hvíla sig og sofa rólegar þegar slíkt kerfi er fyrir hendi þegar líða fer á sauðburðinn og RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Sviðsstjóri fjármála & framkvæmda Viltu vinna að spennandi verkefnum allt í kringum Vatnajökul? Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða sviðsstjóra fjármála og fram- kvæmda. Viðkomandi ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð og situr að auki í stjórnendateymi Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn býður góða starfsaðstöðu víðsvegar um landið þar sem samheldinn og fjölbreyttur hópur starfar en starfið er auglýst óháð staðsetningu. Nánari upplýsingar er að finna hjá Hagvangi. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023. Það styttist í sauðburðinn Sælleg og stolt tvílemba sem hefur það ákaflega gott. Mynd /AGG Hreinlæti skiptir sköpum þegar vanda skal til verka á sauðburði. Mynd /AGG Áhugasöm tvílemba að viðra sig. Mynd /GHG Allir sáttir eftir átökin. Mynd /GHG Allir verða aðeins þreyttir á sauðburði og gott getur verið að lygna aðeins aftur augunum. Mynd /GHG

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.