Bændablaðið - 04.04.2023, Page 62

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 62
62 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LANDGRÆÐSLA Í lok árs 2022 kom út fræðigreinin „Herbivore species coexistence in changing rangeland ecosystems: First high resolution national open-source and open-access ensemble models for Iceland“. Kom greinin út í vísindaritinu Science of The Total Environment sem fjallar um útbreiðslu fjögurra grasbíta Íslandi; sauðkinda, hreindýra, heiðagæsa og rjúpu. Grasbítarnir fjórir voru valdir á grundvelli fjölda einstaklinga, dreifingu þeirra, sem og mikilvægi í menningarlegu og efnahagslegu samhengi þegar viðkemur veiðum og landbúnaði. Notast var við fyrirliggjandi gögn um útbreiðslu dýranna til líkanagerðar fyrir heildarútbreiðslu þeirra yfir sumartímann. Höfundar greinarinnar eru 13 talsins, frá ýmsum stofnunum innanlands og utan. Fyrsti höfundur er Noémie Boulanger-Lapointe, þáverandi nýdoktor við Háskóla Íslands, en fulltrúar Landgræðslunnar voru Bryndís Marteinsdóttir og Rán Finnsdóttir, en þær lögðu fram gögn um sauðkindur sem safnað hefur verið í gegnum GróLindarverkefnið. Í greininni reyna höfundar að bæta þekkingu á fjölda og dreifingu mikilvægra grasbíta Íslands. Þessi þekking er grundvöllur fyrir bættri nýtingu úthaga okkar, s.s. þegar kemur að bættri beitarstjórnun. Útbreiðslulíkön fyrir grasbítana fjóra voru útbúin í 1 km upplausn, út frá fyrirliggjandi gögnum og prófanir sýndu að áreiðanleiki líkananna var mikill fyrir allar fjórar tegundir. Mest skörun var á dreifingu sauðkindar og heiðagæsar, og á þeim svæðum er möguleiki á árekstrum milli tegunda og auknu raski og hnignun vistkerfa vegna beitarálags, s.s. með aukinni hæð yfir sjávarmáli. Útbreiðslulíkönin eru aðgengileg öllum á netinu og er öllum frjálst að nota þau. Gögn um sauðfé fengust úr GPS kindaverkefni GróLindar. Verkefnið hófst árið 2018 og er unnið í samstarfi við sauðfjárbændur um allt land, en ákveðinn fjöldi tvílembdra áa á hverjum þátttökubæ gengur með GPS ólar um hálsinn á sumarhögum, u.þ.b. frá júní fram í september. Ólarnar senda staðsetningu ánna á 6 klst. fresti og er þannig hægt að kortleggja ferðir þeirra yfir sumartímann. Á döfinni hjá GróLind er að nýta gögnin til að reikna út heimasvæði kinda, en heimasvæði er það svæði sem einstaklingur heldur alla jafna til á. Heimasvæði manneskju gæti verið lýst sem því svæði sem spannar vinnustað, heimili, matarverslun og aðra staði sem hún heimsækir reglulega, s.s. við íþróttaiðkun, en svæði sem hún ferðast sjaldnar á, s.s. með flugferð til Tenerife um páska eða bíltúr til annars landshluta í fuglaskoðunarferð, telst utan heimasvæðis. Ær í sumarhögum eiga sín heimasvæði rétt eins og við. Þær hafa tilhneigingu til að halda sig á ákveðnu svæði, þar sem þær hvílast, ganga um og bíta. Rétt eins og með okkur fólkið getur stærð og staðsetning heimasvæðis verið margbreytileg og því er spennandi að skoða mögulegar ástæður sem liggja þar að baki. Staðsetningargögnin koma að miklum notum, s.s. við bætta beitarstjórnun, en með því að bera gögnin saman við ýmis kortagögn má skoða s.s. hvaða gróðurlendi sauðfé sækir í, og á hvaða tímum sólarhrings og hvaða hluta sumars. Gagnasettið sem hefur safnast síðan verkefnið hófst er gífurlega stórt og mikil vinna í vændum við greiningu og úrvinnslu þeirra. Gögnin bjóða upp á ýmsar útfærslur og gætu vel nýst í lokaverkefni grunn- og framhaldsnemenda háskóla. Rán Finnsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni. Fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl. Eitt af því sem þar verður tekið til umræðu er dómstiginn í sauðfjárrækt. Auknar kröfur um vöðvaþykkt Við sauðfjárdóma er stuðst við bakvöðvamælingar sem framkvæmdar eru með ómsjá. Í dómstiganum fyrir lambhrúta er viðmiðunarkvarði sem tilgreinir kröfur um bakvöðvaþykkt fyrir einkunnir fyrir bak (sjá mynd 1). Þessi kvarði hefur ekki verið uppfærður í allnokkur ár. Hins vegar hafa verið nokkuð stöðugar framfarir í vöðvaþykkt. Það sést ef skoðuð eru meðaltöl mælinga síðustu ára og eins kom það skýrt fram á sínum tíma í BS verkefni Jóns Hjalta Eiríkssonar við LBHI. Á mynd 2 sést samanburður á dreifingu bakeinkunnar hrútlamba árið 2007 (dómagögn í Fjárvís ekki aðgengileg lengra aftur) og ársins 2022. Samanburðurinn byggir eingöngu á hrútum sem voru á þungabilinu 43 til 47 kg. Líkt og sjá má hefur orðið nokkur samþjöppun einkunna á efri enda skalans. Til að mynda hlutu 150 lambhrútar einkunnina 10 fyrir bak síðasta haust. Nú er eitt af markmiðum búfjárdóma að raða gripum upp eftir gæðum og gera greinarmun á þeim breytileika sem finnst í stofninum. Þar sem meðalhrúturinn í dag hefur orðið talsvert þykkari bakvöðva en þegar skalinn var síðast uppfærður er nú lagt til að herða mörkin og auka kröfur fyrir hverja einkunn um 2 mm. Mun þetta væntanlega leiða til þess að dómar munu liggja aðeins neðar að jafnaði næsta haust en dreifingin verður vonandi meiri og yfirburðastaða þeirra bestu skýrari. Rýmka kröfur varðandi fitu Fitan er eiginleiki sem hefur ákveðið kjörgildi, hún þarf að vera hæfileg. Miklar framfarir hafa náðst í þessum eiginleika en um 1990 var farið að vinna markvisst í því í gegnum ræktunarstarfið að draga úr of mikilli fitusöfnun. Mikilvæg hjálpartæki voru ómsjárnar, tilkoma EUROP kjötmatskerfisins og síðan markvisst og vel heppnað val á hrútum inn á sæðingastöðvarnar. Í dag hefur verið dregið úr þessum áherslum. Meginhluti framleiðslunnar fer nú í fituflokka 2 og 3 sem eru ræktunarmarkmiðsflokkarnir. Hugsanlega þarf að fínstilla þessi markmið enn betur. Vægi fitunnnar í heildareinkunn kynbótamats var nýlega breytt og vegur nú aðeins 5%. Varðandi dómstigann, þá var upphaflega engin krafa um lágmarksfitu þegar bakeinkunn hrúta var ákvörðuð. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að gera þá kröfu til hæstu einkunna að þar væri fitan á bilin 1,5 til 3 mm. Lagt er til að þessi viðmið verði nú uppfærð í 2,0 til 4,0 mm fyrir hæstu einkunnir. Þarna er miðað við að lömb með hæstu einkunnir séu að flokkast í fituflokka 2 og 3 samkvæmt EUROP mati en heltin af lömbum sem hafa verið mæld og eru með bakvöðvafitu á þessu bili flokkast í þá flokka. Ullardómar verði óháðir lit kindarinnar Dómstiginn fyrir ull lamba hefur í gegnum tíðina tekið mikið tillit til þess hvernig kindin er á litinn. Aðeins hreinhvítar kindur hafa getað fengið hæstu einkunn fyrir ull. Lengi vel fengu tvílitar kindur aldrei hærra en 7,0 en hreinir dökkir litir gátu farið í 7,5. Fyrir u.þ.b. 10 árum voru gerðar talsverðar tilslakanir á þessu en þó er dómstiginn enn þannig uppbyggður að í honum eru eldveggir gagnvart litum og hreinhvítu kindurnar hafa forgjöf fram yfir alla aðra liti. Ástæðan fyrir þessari tilhögun er að ræktunarstefnan hefur ætíð verið að leggja höfuðáherslu á hvíta úrvals ull. Hins vegar hefur alltaf verið og er enn mikilvægt markmið að viðhalda þeim fjölbreytileika sem stofninn okkar býr yfir varðandi litafjölbreytni. Nú leggjum við til að ullardómurinn byggi eingöngu á ullargæðum óháð því hver grunnlitur kindarinnar er. Þannig gæti t.d. hvít kind, þó hún sé ekki hreinhvít, flekkótt kind eða golsótt stigast hærra fyrir ull en áður svo lengi sem gæðaþættirnir leyfa það. En við mat á gæðum hefur m.a. verið horft til ullarmagns, fínleika ullarinnar, mýktar, hversu vel hún er hrokkin og hreinleika litarins. Þótt dómstiginn muni þar með ekki taka tillit til þess lengur á hvaða liti eigi að leggja mesta áherslu á í framleiðslunni þá munu þau skilaboð væntanlega koma áfram frá ullarkaupendum og eins má tilgreina það í ræktunarmarkmiðunum áfram. Þessi breyting á notkun skalans mun vonandi geta skilað því að teygni í ullardómum aukist, dómarnir gefi betri upplýsingar um eðlisgæði ullar og þessi gögn verði hugsanlega nýtanleg í framtíðinni til að byggja á þeim kynbótamat fyrir þennan eiginleika. En öll gögn um ullargæði til að vinna með í ræktunarstarfinu eru mjög takmörkuð. Bændur sem hafa skoðanir á þessum atriðum eða öðrum sem lúta að dómstiganum eða ræktunarö markmiðunum eru hvattir til að taka þátt í fagfundi sauðfjárræktarinnar. Eyþór Einarsson, ráðunautur RML. Mynd 2. Samanburður á dreifingu bakeinkunnar hrúta sem voru stigaðir haustið 2007 og 2022. Í samanburðinum eru eingöngu hrútar sem vigta 43 til 47 kg. Dómstiginn til umræðu á fagfundi sauðfjárræktarinnar RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Eyþór Einarsson. Mynd 1. Viðmiðanir fyrir bakeinkunn lambhrúta eins og dómstiginn er í dag, miðað við 45 kg lamb. 0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 7 7,5 8 8,5 9 9,5 10 Einkunn fyrir bak Haustið 2022 0 0,05 0,1 0,15 0,2 0,25 0,3 0,35 0,4 0,45 0,5 7 7,5 8 8,5 9 9,5 10 Einkunn fyrir bak Haustið 2007 Skráið smáauglýsingar á www.bbl.is Rannsóknir á íslenskum grasbítum Þéttleikakort fyrir grasbítana fjóra, sauðkindur, hreindýr, heiðagæsir og rjúpu. Dökkrauður sýnir þau svæði þar sem allar tegundirnar er að finna saman, en ljósgrá eru þau svæði þar sem enga þeirra er að finna (m.v. fyrirliggjandi útbreiðslugögn, Boulanger-Lapointe o.fl., 2022). Lambá með appelsínugula GPS hálsól í réttum. Mynd / Sigþrúður Jónsdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.