Bændablaðið - 04.04.2023, Side 66

Bændablaðið - 04.04.2023, Side 66
66 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LESENDARÝNI Greinin fjallar um nákvæmustu ú t r e i k n i n g a á þessu sviði sem ég nokkru sinni hef séð. Gagnamagnið að baki útreikningum er nánast ólýsandi að umfangi. Þarna eru nýttar upplýsingar, mismiklar eftir eiginleikum og tímabilum, fyrir rúmlega 154 þúsund naut og rúmlega 33 milljónir kúa. Eru gögnin samt áður búin að fara í gegnum fjölmargar síur til að tryggja gæði eins og krafist er af virtum vísindagreinum sem birtar eru þar í landi. Rannsóknir af þessu umfangi fyrir mjólkurkýr geta engir aðrir en bandarískir vísindamenn unnið og þar í landi er vagga allrar vísindalegrar fræðimennsku að baki þeim. Nákvæmni útreikninganna reiknar m.a. árlegar breytingar fyrir framleiðslugetu mjólkurmagns og mismunandi mælikvarða þar um með nákvæmni upp á brot af kg hjá svartskjöldóttu kúnum sem yfirgnæfa gagnamagnið. Framleiðsluumhverfi þekki ég ekki af eigin raun heldur aðeins af lestri fræðibóka og mest tímaritsgreina hliðstæðra þessari sem hér um ræðir. Það sem hér segir byggir því á að endursegja glefsur og gullmola úr greininni þó að á einstaka stöðum leyfi ég mér aðeins að skoða niðurstöður með hliðsjón af hliðstæðum hlutum hér á landi. Bandarísk mjólkurkúakyn Útreikningarnir ná til allra mjólkurkúakynja þar í landi sem hafa mótuð ræktunarmarkmið en það eru Ayrshire sem á skoskan uppruna, Ermasundseyjakynin Guernsey og Jersey, brúnu svissnesku kýrnar og að lokum svartskjöldóttu kýrnar sem oft eru nefndar Holstein þar vestra. Uppruni svartskjöldóttu kúnna er í Hollandi en þær dreifðar um allan heim og þá oft undir heitinu Frisian. Hlutdeild kynjanna er ákaflega breytileg vegna þess að tæp 91% kúnna eru af Holstein kyninu eða tæplega 30 milljónir kúa í þessari rannsókn. Þar við bætast rúm 7% sem Jersey kýr og þannig eru aðeins eftir til skiptanna tvö prósent fyrir hin kynin þrjú. Í umfjöllun greinarinnar fær samt ræktunarstarf hvers og eins af kynjunum fimm umfjöllun álíka að umfang. Þegar skipting milli kynjanna fer fram á grunni fjölda nauta verður hún minnstu kynjunum ögn hagstæðari sem skýrist af hinni gríðarlega miklu notkun bestu svartskjöldóttu nautanna sem er með öllu óhugsandi í minnstu kynjunum eigi að halda þar uppi sjálfbæru ræktunarstarfi. Þó að hér sé rætt um þrjú kynjanna sem örkyn að fjölda gripa eru raunverulegar fjöldatölur þeirra samt margfaldur fjöldi íslenska kúakynsins jafnvel þó að allar íslenskar kýr hefðu verið skýrslufærðar á sama árabili sem allir lesendur þekkja að er órafjarri öllum veruleika. Þessi stærð íslenska kúakynsins ætti að vera okkur ærið umhugsunarefni eins og raunar hefur verið. Breytingar á ræktunaráherslum Umfjöllunina hefja höfundar á að gera grein fyrir þróun í vægi einstakra eiginleika í opinberri kynbótaeinkunn mjólkurkúa vestanhafs á því tímabili sem rannsóknin nær til. Breytingarnar eru gríðarlegar á þessum fimm áratugum. Við upphaf tímabilsins voru aðeins tveir eiginleikar í einkunninni. Það voru mjólkurmagn og magn mjólkurfitu og skiptust áherslur hlutfallslega jafn á eiginleikana. Nánast strax bætist magn mjólkurpróteins við og var það sá eiginleiki sem hafði hlutfallslega langmest vægi undir lok síðustu aldar. Síðan hafa hlutfallslegar áherslur þess dalað við það að eiginleikum í einkunninni hefur fjölgað mjög mikið. Í dag er samt hlutfallslegt vægi magnþáttanna um 60%. Þar telur próteinmagnið enn langmest sem að sjálfsögðu endurspeglar markaðsáherslur vestanhafs. Mjólkurmagnið hefur hins vegar í dag aðeins 5% vægi. Þróun síðustu áratuga er sú að sífellt fleiri eiginlekar hafa verið að koma inn í einkunnina. Þetta er sama þróun og við þekkjum hér á landi og í löndum Vestur-Evrópu. Hins vegar má segja að þessi þróun hafi oft verið fast að áratugi síðar á ferðinni hér á landi en hjá umræddum þjóðum. Eiginleikum í heildareinkunninni hefur fjölgað jafnt og þétt og eru um tugur í dag. Þó að hér sé um að ræða sömu eiginleika og við þekkjum að hafa verið að koma inn í ræktunarmarkmið hér á landi. Ástæða er hins vegar að vekja athygli á að skilgreiningar margra þeirra eru talsvert frábrugðnar því sem við þekkjum hérlendis nema magneiginleikar mjólkur eru nánast eins skilgreindir. Þetta á hins vegar ekki við um eiginleika eins og endingu, frjósemi og heilsufar kúnna. Hvert kyn hefur sína eigin ræktunaráætlun og er margt í framkvæmd þeirra breytileg milli kynjanna. Árangur ræktunarstarfsins er sömuleiðis verulega misjafn eftir kynjum og fyrir einstaka eiginleika. Allt er þetta nákvæmlega tíundað í greininni. Tilkoma erfðamengisúrvalsins Stóra breytingin verður með tilkomu erfðamengisúrvalsins sem hefur gerbreytt framförum. Það voru svartskjöldóttu kýrnar sem riðu á vaðið með að byggja kynbótamatsútreikninga á þessum nýju aðferðum og var það snemma árs 2009 en síðastar til leiks voru Gurnsey kýrnar árið 2016 Ákaflega misjafn er á milli nautanna og kúnna hve hlutfall erfðagreindra gripa er hátt. Þannig var hlutfall nautanna sem erfðagreind voru árið 2005 nær helmingur þeirra erfðagreind en 2017 voru öll naut komin með slíka greiningu. Hlutfall kúnna með slíka greiningu hefur farið jafn og þétt vaxandi og voru rúm 17% kúnna fæddra 2017 komnar með slíka greiningu. Nú er erfðagreindir gripir komnir eittvað yfir sex milljónir samtals, enda hlutfall kúnna sem sem fengið hafa slíka greiningu tæp 3,9%. Samanburður á Banda- ríkjunum og Íslandi Aðeins er forvitnilegt að bera þetta saman við okkar tölur. Þegar við tökum upp erfðamengisúrval rúmum áratugi síðar en Bandaríkjamenn þá berjum við okkur á brjóst með að ætla að erfðagreina alla fædda og ásetta kvígukálfa auk nautanna. Það mun þó ekki skila okkur neinum hlutfallslegum erfðaframförum umfram þá. Þar verða þeir með árangur þannig mælt með himinskautum umfram það sem við munum búa við. Aðeins á einu sviði náum við örugglega að skáka þeim en það er í kostaði á framleiddan mjólkurlítra. Það tel ég vart eftirsóknarvert. Mér hefur virst að ekki gæti neins hófs í þeim fjárútlátum sem varið er til að koma erfðamengisúrvali fyrir íslensku kýrnar á koppinn. Eftir sitjum við með eitt hæsta framleiðslukostnaðarverð mjólkur á Vesturlöndum. Það böl búum við áfram við meðan við reynum að stunda ræktunarstarf í þessum örstofni. Við sleppum ekki einu sinni hjá þeirri áhættu sem fylgir óheftri skyldleikaræktaraukningu samfara beitingu erfðamengjaúrvalsins og vikið verður að síðar í pistlinum. Miklu meiri líkur á að þar keyrum við okkur líka í ógöngur í þessum litla stofni okkar, þær eru ekki fjarlægar. Framleiðslukostnaður á mjólkurlítra er okkar stóra ógn og þar mun erfðamengjaúrvalið ekki hjálpa okkur hænufet. Ég held að beinlínis væri ástæða að draga úr ræktunarkostnaði. Í öllu falli mundi það smávegis lækka framleiðslukostnaðinn á kg mjólkur. Þessi sjálfhelda mjólkurframleiðslu hér á landi ætti að vera kúabændum umhugsunarefni. Framfarir í magn- eiginleikum mjólkur Í greininni er endalaus umfjöllun um árangur ræktunar í smákynjunum fyrir fjölda eiginleika og eru þeir yfirleitt ánægðir með árangurinn fyrir þau flest þó að sumir lágarfgengiseiginleikar sýndu varla jákvæða þróun á tímabili. Þegar kemur að stóru kynjunum birtast tölur sem ekki er annað hægt en taka ofan hattinn fyrir. Þannig eru erfðaframfarir hjá svartskjöldóttu nautunum rúmlega 2700 kg mjólkur, en það eru hæstu tölurnar. Nákvæmni þessara útreikninga er slík að niðurstöður telja þeir sig geta kynnt með nákvæmni upp á brot af kg. Fyrir áratug birtum við Ágúst Sigurðsson grein um erfðaframfarir hjá íslenskum kúm 1970-2009 og reiknuðust þær um 810 kg af mjólk. Þessir útreikningar eru mun ónákvæmari en þeir bandarísku og skila litlum framförum í samanburði við þær bandarísku. Ekki vil ég ábyrgjast að þær hafi nokkuð aukist á síðasta áratugi. Aðeins veit ég að ræktunarkostnaðurinn hefur margfaldast í samanburði við það sem var hér á landi á þeim árum. Júgurhreysti og ending Kynbótamat fyrir júgurhreysti byrjuðu Bandaríkjamenn að reikna árið 1994 og byggðu það á frumutölumælingum líkt og gert er hérlendis. Umbætur í þessum eiginleika fara að blasa við um aldamótin og eru stöðugar og miklar hjá stóru kynjunum síðasta hluta tímabilsins. Framfarir valda aftur á móti vonbrigðum hjá sumum minni kynjanna og kenna það strjálum mælingum og lágu arfgengi eiginleikans eins og hann er metinn. Þeir virðast samt ekki hafa neinar áhyggjur af framtíðinni eftir að áhrifa erfðamengisúrvalsins fer að gæta að fullu líka hjá minni kynjunum. Ending kúnna hefur verulegt vægi í ræktun kúnna vestanhafs. Þannig hefur endingin eins og þeir mæla hana í því sem þeir skammstafa LP 17% vægi í heildareinkunn kúnna. Þennan eignleika tóku þeir að reikna kynbótamat fyrir 1994 líkt og frumutöluna og hegðun framfara beggja eiginleika fylgjast að, það verða litlar breytingar til aldamóta en frá þeim tíma verulegar jákvæðar breytingar. LP er skilgreindur sem farmleiðsluævi kýrinnar frá fyrsta kálfi til endalokanna mælt í mánuðum. Þetta er því einfaldur og auðskilinn mælikvarði sem hlýtur ætíð að vera mikill kostur. Jákvæðar breytingar eru verulegar og hefur LP þannig aukist um nánast nákvæmlega heilt ár á síðustu árum hjá stóru kynjunum. Allt framleiðsluumhverfð stýrir því síðan hvort framleiðendur nýta sér bætta erfðagetu gripanna. Ég ætla ekki að bera þetta saman við þróun hér á landi, til þess skortir hér allar rannsóknir. Hér hafa þær aðallega snúist um að koma á kynbótamati fyrir endingu, en ekkert að því að mæla árangur ræktunarstarfsins. Þar finnst mér samt að hérlendir hefðu getað lært eitthvað af Bandaríkjamönnum að koma á auðskildum skilgreiningum eiginleikans. Nýverið (2016) hafa þeir farið að reikna kynbótamat fyrir nýjan eiginleika sem þeir skammstafa LIV og tengist endingu en er ekki enn orðinn hluti af heildareinkunn eftir því sem ég les í greininni. Þessi eiginleiki er greinilega talsvert flókinn í útreikningi en hann á að meta líkur á að gripurinn sé í framleiðslu í hjörðinni á tilgreindum tímapunkti og þannig að þeirra sögn óbeinn mælikvarði á dánartíðni. Þó að þetta sé dæmigerður lágarfgengiseiginleiki þá virðast þeir sannfærðir um að þessir útreikningar muni skila þeim umtalsverðu á komandi árum. Tilkoma erfðamengisúrvalsins mun breyta öllu í þessum efnum. Þennan eiginleika segja þeir hafa mikil áhrif á heildarhagkvæmni mjólkurframleiðslunnar. Frjósemi Frjósemi kúnna vestanhafs hefur sennilega verið svartasti bletturinn á ræktunarstarfinu fyrir mjólkurkýr þar. Þeir virðast ekki fara að gefa þessum eiginleika gaum fyrr en með byrjun nýrrar aldar. Núna hefur frjósemin fengið 9% vægi í heildareinkunninni og þrátt fyrir að þetta sé lágarfgengiseiginleiki þá láta þeir sér nægja að nota aðeins eina mælingu fyrir eiginleikann og horfa björtum augum til framtíðar með aðstoð erfðamengisúrvalsins. Mælistærðina sem þeir nota til að meta frjósemi skammstafa þeir DPR og er það eins konar mæling á fangprósentu. Allra síðustu árin eru þeir farnir að mæla jákvæðar erfðaframfarir fyrir frjósemi kúnna. Hér langar mig að skjóta inn umfjöllun á minni reynslu eftir áratuga störf að nautgripakynbótum hér á landi og skoða það í samanburði við það sem ég las á sama tíma um þróun á þessu svið í Vestur-Evrópu og vestanhafs. Í ljósi þeirrar reynslu má líklega álykta að margt af þessu var meira og minna markleysa vegna truflandi áhrifa heimanautanotkunar á flesta þessa tölfræði hérlendis aðeins bil milli burða var óbrenglaður mælikvarði sem ég góðu heilli valdi þegar við tókum þennan eiginleika í ræktunarmarkmið og fórum að reikna kynbótamat fyrir hann. Þessi eiginleiki hefur auk þess þann augljósa kost að vera auðskilinn og mæla frjósemina eins og hún horfir sem hagnýtur eiginleiki við íslenskum kúabónda. Á síðustu áratugum aldarinnar síðustu þá las ég lýsingar á feikilegri afurðaaukningu mjólkurkúa víða erlendis á sama tíma og frjósemi kúnna í sumum löndum var samtímis í frjálsu falli. Þetta var samt mjög breytilegt eftir löndum og skýrast kom þetta fram hjá svartskjöldóttu kúnum í Bandaríkjunum. Ég sannfærðist strax um að hér birtist ekki algilt lögmál heldur væri þetta bundið kúakynjum. Þróunin hér á landi var mér vísbending um að svo væri. Þó að ég sæi ekki hættulega þróun í tölum um fanghlutfall eða bil milli burða er ekki þar með sögð öll sagan vegna þess að frjósemi hjá mjólkurkúm er miklu fjölbreyttara fyrirbæri. Þar vil ég sérstaklega nefna ógnvekjandi tölur um kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum samhliða alltof háum burðaraldri kvígnanna hérlendis. Því miður hef ég grun um að hér geti verið um meðfædda ágalla hjá íslensku mjólkurkúnni að ræða. Í öllu falli er þörf miklu meiri rannsókna á þessum mikilvægu eiginleikum sem tengjast frjósemi og beina þeim að mörgu fleira en afleiddum bilmælingum á frjósemi. Þessar rannsóknir verður samtímis að tengja miklu meira en verið hefur hagkvæmni mjólkurframleiðslunnar vegna þess að margir þessir mælikvarðar eru þar lykilstærðir. Fyrir og eftir tilkomu erfðamengisúrvalsins Mjög fróðleg tafla er í greininni þar sem sýndar eru árlegar erfðaframfarir fyrir allmarga eiginleika annars vegar frá 1975-2008 og hins vegar frá 2009-2017 þ.e. fyrir og eftir að erfðamengisúrvalið var tekið í notkun. Þar kemur fram að á fyrra tímabilinu eru árlegar framfarir að jafnaði 34,7 kg af mjólk en á því síðara 62,3 kg. Fyrir framleiðsluævilengd eru árlegar breytingar 0,51 mánuðir á fyrra tímabilinu en á því síðara 0,77 mánuðir. Hér verða ekki fleiri tölur þuldar, þær sýna aðeins ótrúlegan mun á fyrra tímabilinu og því síðara eftir að erfðamengisúrvalið er komið til sögunnar. Um þetta verður nánar fjallað síðar í greininni. Skyldleikarækt Talsverð umfjöllun er um þróun skyldleikaræktar hjá nautum og kúm af þessum fimm kynjum á umræddu tímabili rannsóknarinnar. Með tilkomu erfðamengisupplýsinga koma fleiri möguleikar til að meta skyldleikaræktarþróun en hér verða aðeins nefndar tölur um þessa þróun reiknað með hinum hefðbundnu aðferðum út frá ætternisupplýsingum sem árlegar breytingar. Bent skal á að einstaka sinnum sér maður þetta Erfðamengisúrval: Erfðaframfarir hjá bandarískum mjólkurkúakynjum Tímaritið Journal of dairy science er af mörgum talið virtasta vísindatímarit á sviði mjólkurframleiðslu í heiminum. Tilefni er að vekja athygli á skrifum tímaritsins að þessu sinni er grein sem ber heitið „Changes in genetic trends in US dairy cattle since the implementation of genomic selecton“. Greinin birtist í febrúarhefti ritsins á nýbyrjuðu ári. Fyrirsögnin er léleg tilraun til íslenskunar á ensku heiti hennar. Bandaríka kúakynið Ayrshire er af skoskum uppruna. Mynd / breedslist.com Jón Viðar Jónmundsson. Svartskjöldótt Holstein / Frisian kýr. Mynd /wikimedia.org

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.