Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 67

Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 67
67Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 sett fram sem breytingar fyrir hverja kynslóð sem er fáránlegt þegar verið er að skoða breytingar fyrir og eftir erfðamengisúrval. Árlegar breytingar falla að okkar tímaskyni og er það sem við verðum að búa við ef horfa skal til framtíðar. Útreikningarnir sýndu hæstan skyldleikaræktarstuðul hjá Holstein gripunum árið 2017 reiknað á grunni ætternis eða 10,9%. Þetta er mjög hátt og það umhugsunarverða að árleg aukning snarhækkar með tilkomu erfðamengisúrvalsins. Fram kemur að höfundarnir hafa áhyggjur af þessari þróun. Þeir þekkja vel neikvæð áhrif skyldleikaræktar sérstaklega í sambandi við frjósemi og sjúkdóma frá fjölda rannsókna víða um heiminn. Þeir segja að lágmarkskrafa sé að framfarir í öðrum eiginleikum geri meira en vega upp neikvæð áhrif skyldleikaræktarinnar á hagkvæmni mjólkurframleiðslunnar. Þeir benda sérstaklega á að skyldleika­ aukning hjá Jersey reiknast minn með nýjum aðferðum byggðum á erfðamengisupplýsingum en gömlum ætternisútreikningum. Þetta telja þeir gott dæmi um góða nýtingu á upplýsingum frá hinni nýju tækni. Fyrir Jersey nautin sem fædd voru árið 2017 voru tölurnar 8,8 og 7,4% sem eru að vísu óþægilega háar tölur. Athyglisvert er að sjá að fyrir minni kynin að þar er skyldleikaræktin minni sem helst í hendur við minni framfarir fyrir aðra eiginleika. Þarna birtist ljóslifandi ótti ræktunarfrömuðu lítilla kynja við að nýta ekki sem skyldi úrvalsmöguleika stofnsins til að halda aftur af skyldleikaræktaraukningu. Skyldleikarækt verður ávallt umhugsunaratriði þeirra sem stýra þurfa ræktun í örstofni eins og íslenska kúastofninum. Þegar ég horfi til baka til þeirra ára þá sýndi ég mögulega of mikla varkárni. Nokkrar rannsóknir hafa staðfest bærilega þróun í þessum efnum á þessum tíma hérlendis. Þekking mín á íslenskri nautgripa­ og sauðfjárrækt segir mér að neikvæð áhrif skyldleikaræktar er minni í þessum búfjárkynjum en víða mælist hjá erlendum kynjum. Minni einnig á að oft hafa mikið skyldleikaræktuð naut hér á landi orðið miklir kynbótagripir og fer þar fremstur sem dæmi, einn almesti ættfaðir Kluftastofnsins, Repp frá Kluftum. Það mikið skyldleikaræktað naut yrði einfaldlega aldrei tekið í notkun hér á landi í dag. Í ljós þeirrar þekkingar hefði ég ef til vill átt að nota miklu meira og betur albestu nautin á hverju ári en raunin varð. Um það snýst vandamálið. Ættliðabil Einn meginávinninga erfðamengis­ úrvalsins eru möguleikar á að stytta ættliðabilið en samkvæmt alþekktri formúlu fyrir væntanlegum erfða­ framförum standa þær í öfugu hlutfalli við ættliðabilið. Þess vegna er eðlilegt að þróun þess sé talsvert skoðuð. Tölurnar um ættliðabilið eru yfirleitt metnar fyrir þær fjórar mismunandi leiðir sem eru frá kynslóð til kynslóðar. Risastökkið er á leiðinni milli föður og sonar. Þannig var það ættliðabil hjá Holstein nautum fæddum 1975 9,4 ár en var komið niður í 2,2, hjá sambærilegum nautum fæddum 2017. Hjá Jersey nautum sömu fæðingarár eru hliðstæðar tölur 9,8 og 3,2 ár. Fyrir bilið frá föður til dóttur eru breytingarnar hjá svartskjöldóttu kúnum úr 6,8 árum í 3,9 ár.Þessar niðurstöður eru endalausar og er vísað til fylgitaflna með greininni en þeir sýna þróunina sjálfir myndrænt fyrir öll kynin. Þar má sjá að aldur nautsmæðranna einkum hjá Holstein og Jersey hefur lækkað verulega á allra síðustu árum eftir að erfðamengisúrvalið kom til sögunnar. Rétt er að benda á að hjá Holstein nautunum er ættliðabilið á móðurhliðina komið í 2,2 ár nokkrum mánuðum lægra en meðalaldur fyrsta kálfs kvígna hér á landi er þegar þær bera fyrsta kálfi. Ættliðabilið frá móður til dóttur hefur lítið svigrúm til breytinga en hefur samt farið lækkandi hjá kúamörgu kynjunum síðustu ár. Hér verður ekki vitnað til fjölda rannsókna á þessari lykilstærð ræktunar­ starfsins sem til eru hérlendis. Þær sýna flestar veruleika sem er víðs fjarri því sem greinin segir vera vestanhafs. Samandregnar niðurstöður Í lokin draga þeir saman nokkrar niðurstöður þess sem þegar er sagt. Þeir byrja á að benda á að hjá Holstein hafi erfðaframfarir í próteinmagni aukist um 192% hjá nautum fæddum á árunum frá 2009­2017 frá því sem áður var en þetta er árabilið eftir að erfðamengisúrvalið er tekið í notkun. Tilsvarandi breytingar í framleiðsluævi hjá gripum af sama kyni var 50%. Þeir benda á að erfðamengisúrvalið kalli á meiri stýringu ræktunarstarfsins en verið hefur hjá sumum minni kynjunum. Þeir enda greinina á að hvetja til að í framtíðinni verði hliðstæðar úttektir á ræktunarstarfinu gerðar á fimm ára fresti. Sannarlega hraustlega mælt. Við lestur greinarinnar blasir við að Holstein kýrnar bera höfuð og herðar yfir öll önnur mjólkurkúakyn í heiminum um afkastagetu gripa. Samt hafa menn áhyggjur t.d. af aukinni skyldleikarækt í stofninum ekki síst eftir innleiðingu erfðamengisúrvalsins Aðeins má víkja að því sem ekkert er fjallað um. Að hlutum sem tengjast sköpulagi og gerð gripa og einnig mjöltun kúa er ekki vikið einu orði í texta greinarinnar. Sýnir þetta held ég hæfileika til að beina kröftunum að því sem raunverulega skiptir máli. Fram kemur í töflu um ræktunaráherslur að júgur og tengdir eignleikar hafi 6% vægi og fætur fái 3% vægi í heildareinkunn enda þekkt sem ein af meiri förgunarástæðum hjá Holstein kúnum. Athygli vekur að mjaltir fá ekkert vægi enda hefur mér oft virst sem Bandaríkjamenn líti á mjaltir sem þátt í umgengi fremur en eiginleika í ræktun kúnna. Spurning hvort mjaltaþjónavæðingin hafi raungert þessi sjónarmið. Lokaorð Ég vona að lesendur séu einhvers vísari um það fádæma öfluga ræktunarstarf sem unnið er fyrir mjólkurkýr í Bandaríkjunum þó að hér hafi aðeins verið mögulegt að koma á framfæri litlum hluta þess fróðleiks sem þar má lesa. Biðst jafnframt fyrirgefningar á því að hafa á nokkrum stöðum vikið að hliðstæðum hér á landi. Það geri ég vegna þess að mínu mati ætti viðkomandi atriði að vekja til umhugsunar og umræðu hjá kúabændum hér á landi, í öllu falli þeim meirihluta þerra sem telja kröftum sínum best varið við að viðhalda ræktunarstarfi á okkar örstofni. Ég tek ekki afstöðu í því máli, tel mig eins og áður geta rökstutt það bæði með og á móti. Meirihlutinn verður hins vegar að taka ábyrgð á sinni ákvörðun m.a. með að láta gera hliðstæða skoðun á íslensku kúnni og lýst er í greininni sem hér voru tíndir punktar úr fyrir bandarísku mjólkurkúakynin. Slík vinna hefur aldrei verið unnin hér á landi. Hana er aftur á móti nauðsynlegt að vinna án fyrirfram gefinnar afstöðu til kúakynsins. Jón Viðar Jónmundsson, sjálfstætt starfandi búvísindamaður. 9. – 20. september 2023 Fararstjórn: Kristín Jóhannsdóttir & Magnús R. Einarsson Verð 389.000 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Upplifðu glæsilegar og einstaklega áhugaverðar spænskar borgir, heimsborgina Madríd, hina undurfögru Valencia og sólríku virkis- og Undurfagra Valencia & Alicante Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.