Bændablaðið - 04.04.2023, Qupperneq 70

Bændablaðið - 04.04.2023, Qupperneq 70
70 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Bændablaðið tók til prufu Caddy, sem er lítill sendibíll í sama stærðarflokki og Citroen Berlingo, Mercedes-Benz Citan, Ford Transit Connect og margir fleiri. Í áratugi hefur þýski bifreiða- framleiðandinn framleitt smáa sendibíla sem hafa notið mikilla vinsælda og er þessi nýjasta útgáfa engin bylting frá því sem áður var, heldur framþróun á gamalreyndri uppskrift. Þegar Caddy er skoðaður að utan sést að hann er á margan hátt mjög líkur samkeppninni. Nokkur einsleitni er á þessum markaði – sérstaklega þegar stór hluti sendibíla eru hvítir með svarta plaststuðara. Á framhliðinni sést vel að um Volkswagen er að ræða, en breytingin er nokkuð mikil frá eldri kynslóð Caddy. Nú er grillið lokað og loftinntakið er komið í stuðarann. Afturljósin eru talsvert breytt og þegar horft er á bílinn frá þeirri hlið minnir hann um margt á Mercedes-Benz Vito, nema mun minni. Þó útlit bílsins að utan myndi seint teljast spennandi, þá samsvarar hann sér allur mjög vel og greinilegt er að Volkswagen hefur vandað alla hönnunarvinnu. Vönduð innrétting Þegar sest er inn í bílinn tekur hins vegar á móti manni falleg og vönduð innrétting. Því er ekki að neita að svart og hart plast er í stóru hlutverki, en allt það sem fingurnir snerta er úr vönduðu efni. Stýrishjólið er úr massífu og mjúku gúmmíi, gírstöngin fer vel í lófa og allir hnappar eru þéttir. Ágætis geymslupláss er uppi á mælaborðinu, stórir hurðavasar beggja vegna og glasahaldarar og opin hólf í miðjustokknum. Á bak við sætin er rými þar sem hægt er að koma fyrir hlutum sem ekki þarf að nálgast oft, enda tímafrekt að draga fram sætið og halla sætisbakinu. Hanskahólfið er í smærra lagi og ekki með loki. Mjög lítið er um „sniðugar“ lausnir í innréttingunni eins og gjarnan hjá samkeppninni, en þar má nefna að ekki er geymsluhilla ofan við framrúðuna, ekki hægt að lyfta upp sessu á farþegasæti og hleri á þilinu milli geymslurýmis og ökumannshúss er ekki staðalbúnaður. Í miðju mælaborðsins er snertiskjár, en lítið er um kerfið að segja nema að það er fábrotið og ekki margt til að afvegaleiða notandann. Mjög fljótlegt er að tengja símann með Bluetooth og auðvelt að hringja símtöl með handfrjálsa búnaðinum og hlusta á tónlist. Þegar síminn hefur verið tengdur í fyrsta skipti er hann mjög fljótur að ná sambandi aftur þegar kveikt er á bílnum. Helst má gagnrýna að öllu því sem tengist miðstöðinni er stjórnað í gegnum skjáinn og þarf nokkra smelli ef ætlunin er að gera smávægilegar breytingar á hitastigi eða blæstri. Ánægjuleg akstursupplifun Sterkustu hliðar Caddy koma í ljós um leið og ekið er af stað, en akstursupplifunin er afar ánægjuleg. Sætin eru mjög vönduð, en greinilegt er að svampurinn í þeim er af dýrari gerðinni. Ökumannssætið er hæðarstillanlegt og þegar það er í hæstu stöðu er eins og setið sé í jeppling, og aðgengið í bílinn samkvæmt því. Rýmið er með besta móti, en hávaxnir ökumenn munu geta teygt vel úr fótunum og dregið stýrishjólið að sér. Sætið styður vel við líkamann, en til að setja út á eitthvað hefði undirritaður viljað geta stillt mjóbaksstuðninginn. Bíllinn í þessum prufuakstri var útbúinn tveggja lítra, fjögurra strokka, dísilmótor og sex gíra beinskiptingu. Volkswagen fær sérstakt hrós fyrir að gera vélar sem eru ánægjulegar í notkun, en þó svo að hún skili ekki nema 102 hestöflum, þá gefur hún mikið tog á lágum snúningum. Í innanbæjarsnatti er lítil þörf á að hræra stöðugt í gírkassanum og reyndist þriðji gírinn afar notadrjúgur. Kúplingin er mátulega stíf og fyrirsjáanleg í notkun og er skemmtilegt að vinna með gírkassann þegar þess er þörf. Þegar bílnum er gefið almennilega inn nær hann hámarkshraða áreynslulaust. Úti á þjóðvegunum er Caddy stöðugur og mjúkur í akstri, enda ekki við öðru að búast þar sem undirvagninn er mikið til sá sami og á Volkswagen Golf. Nokkur niður berst í ökumanns- húsið frá geymslurýminu, en á malbiki nær hávaðinn ekki þeim hljóðstyrk að af honum hljótist ami. Á malarvegum heyrist mjög vel í grjótkasti undir bílinn. Geymslurými hefðbundið Geymslurýmið er afar einfalt og á margan hátt ekkert ólíkt því sem gerist hjá samkeppninni, þ.e. flatt gólf og flatir veggir. Dyrnar aftast opnast alla jafna í 90 gráður, en með einu handtaki er hægt að opna þær í 180 gráður. Á gólfinu eru sex festipunktar sem hægt er að binda í. Bíllinn sem Bændablaðið prufaði er af lengri týpunni, sem nefnist MAXI og er 353 millímetrum lengri en staðlaði bíllinn. Það skilar sér í hleðslurými sem er með 2.150 x 1.230 millímetra gólffleti og 2.275 millímetra lofthæð. Að lokum Volkswagen Caddy er sendibíll sem heldur í heiðri margreynda uppskrift sem einyrkjar, verktakar og aðrir sem þurfa mikið geymslupláss kunna vel að meta. Hér er lítið um nýjar lausnir, heldur er allt mjög einfalt og virkar. Greinilegt er að Volkswagen hefur lagt vinnu í að gera aksturs- upplifunina sem besta, en inn í það spila lipur vél, létt kúpling, sæti sem styðja vel ásamt ökumannshúsi með prýðilegri hljóðeinangrun. Verðið á bílnum er 5.090.000 krónur m.vsk., en hægt er að fá stuttan bensínbíl á 4.490.000 krónur m.vsk. hjá Heklu. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Volkswagen Caddy er íslenskum einyrkjum og verktökum af góðu kunnur. Gott samræmi er í ytra útliti bifreiðarinnar og má gera ráð fyrir að hönnunin eldist vel. Lengri útgáfan er með miklu geymslurými og nógu langt til að flestir ættu að geta lagst flatir. Myndir / ÁL Góð vinnuaðstaða er í ökumannshúsinu og hljóðeinangrunin ágæt. Samkeppnin býður upp á meira geymslupláss og fleiri sniðugar lausnir. Talsverð breyting er á útliti bílsins að aftan. Eldri bíllinn var með einföldum ferhyrndum ljósum, en þessi með löngum afturljósum með mun flóknara formi. Porsche á Íslandi | Krókhálsi 9 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 | porsche.is | Opið mán-fös: 9 til 17 og um lau: 12 til 16 Komdu í Porsche salinn og skoðaðu úrvalið, við eigum margar gerðir á lager. – Prufuakstur á Volkswagen Caddy MAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.