Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 73

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 73
73 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Efni: Þingborgarlopi 100-110 gr Dóruband 12 litir 10-15 gr af hverjum eða 150 gr af einum lit. Sokkaprjónar 4.5 og 5 mm Hringprjónn 60 sm langur, 4.5 og 5 mm. Aðferð: Peysan er prjónuð í hring neðan frá og upp og er með laskaúrtöku. Lesið uppskriftina áður en hafist er handa. Útaukning á ermum: Í upphafi umferðar; prjónið eina lykkju, aukið um eina, prjónið þar til 1 lykkja er eftir í umferðinni, aukið um eina lykkju og prjónið svo þá síðustu. Laskaúrtaka: Laskaúrtaka er þar sem ermar og bolur mætast, á fjórum stöðum. Það eru 6 lykkjur í hverri úrtöku, þrjár af bol og þrjár af ermi. *Prjónið 2 lykkjur saman, prjónið tvær, takið eina lykkju óprjónaða, prjónið eina og steypið þeirri óprjónuðu yfir. Endurtakið þrisvar sinnum þar sem bolur og ermar mætast. Prjónið eina umferð án úrtöku. * Endurtakið frá * til *. Það getur verið mjög hjálplegt að nota google til að finna leiðbeiningar á alnetinu um úrtökuna. Peysan Bolur: Fitjið upp í aðallit 100 lykkjur á hringpjrón 4.5 mm. Tengið í hring og prjónið 3 umferðir brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 5 mm og prjónið fyrsta litinn, * 5 umferðir slétt prjón í lit og eina umferð slétta með aðallit og 3 umferðir brugðnar í aðallit. * Endurtakið frá * til * þar til kominn er níundi litur, prjónið 2 umferðir af honum. Ermar: Fitjið upp í aðallit 32 lykkjur á sokkaprjóna 4.5 mm, tengið í hring og prjónið 3 brugðnar umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 mm og prjónið ermi með sömu litasamsetningu og bolinn og endið á sama lit 2 umferðir sléttar. Í þriðja lit hefst útaukning: Prjónið 3 umferðir af lit, aukið út í umferð 4 í litnum, prjónið umferð 5. Endurtakið útaukningu með sömu aðferð í hverjum lit upp ermina 4 sinnum. Nú ættu að vera 42 lykkjur á erminni. Axlastykki: Takið 3 fyrstu og 3 síðustu lykkjur á ermum og setjið á nælu. Setjið 6 fyrstu lykkjurnar á bol á nælu. Prjónið ermi við bolinn 36 lykkjur, prjónið 44 lykkjur af bol, setjið næstu 6 lykkjur af bol á nælu, prjónið hina ermina við og svo 44 lykkjur af bol. Hefjið úrtöku eins og lýst var að ofan. Haldið áfram að prjóna með úrtöku og með sömu aðferð við litaskiptingar þar til 48 lykkjur eru eftir. Prjónið hálsmál með aðallit 6 umferðir sléttar og fellið af frekar laust. Lykkjið saman undir höndum lykkjurnar sem geymdar voru á nælum. Gangið vel frá öllum endum. Þvottur: Þvoið flíkina í höndum með volgu vatni og mildri sápu. Kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris. Uppskrift peysunnar er samvinnuverkefni nokkurra Þingborgarkvenna, þeirra Katrínar Andrésdóttur, Halldóru Óskarsdóttur, Hörpu Ólafsdóttur, Önnu Dóru Jónsdóttur og Margrétar Jónsdóttur. Laxveiðimaður framtíðar Nafn: Guðmundur Ísak Pétursson. Aldur: Nýorðinn 12 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Stokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar. Skóli: Örbyskolan. Skemmtilegast: Smíða trjákofa og gróðurhús, leika úti með fjarstýrðan bíl. Uppáhaldsdýr: Capybara (flóðsvín), stærsta nagdýr í heimi Uppáhaldsmatur: Tacos. Uppáhaldslag: „He is a capybara“. Uppáhaldsbíómynd/sjónvarpsefni: „Fast and the furious“. Æfirðu íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri: Æfi ísbandý og er í skátunum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Arkitekt. Mest spennandi sem þú hefur gert: Veiða fyrsta laxinn minn í Norðurá. Minnisstæðast frá liðnu sumri: Húsbílaferðalag um Svíþjóð, Danmörku og Þýskaland. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Barnapeysa fyrir 2–4 ára Guðmundur Ísak er bróðir hennar Katrínar Evu sem var hjá okkur í síðasta tölublaði og, eins og áður sagði, er fjölskyldan búsett í Svíþjóð. Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is Þingborg . Gleðilega páska!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.