Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 30
304
HALLDÓR BJÖRNSSON
SKÍRNIR
tekningar eru kjarnorka og jarðhiti). Til að draga úr losun vegna
bruna jarðefnaeldsneytis er þróun og upptaka á öðrum orku-
gjöfum ákaflega mikilvæg. Ljóst er þó að yfirleitt verður orkan frá
þeim fyrst um sinn dýrari en orka frá jarðefnaeldsneyti. Stöðvun
skógareyðingar og endurheimt skóga, sérstaklega í hitabeltinu, er
annað atriði sem hugsanlega verður hluti af aðgerðum. Losun
iðnaðar bæði vegna orkunotkunar og einnig vegna iðnstarfsem-
innar sjálfrar er atriði sem taka þarf á. Ein leið til að draga úr losun
iðnaðar er útgáfa framseljanlegra losunarkvóta. Slíkir kvótar hafa
gefið góða raun við að draga úr brennisteinsmengun, en útfærslan
fyrir gróðurhúsalofttegundir er þó mun erfiðari. Meðal afleiðinga
framseljanlegra kvóta er að iðngreinar sem losa mikið verða óarð-
bærari. Fjárfesting í slíkum iðngreinum kann því að reynast óráð-
leg.
Trúverðugur samningur um aðgerðir þarf að setja mönnum
markmið hvað varðar jafnvægisstyrk gróðurhúsalofttegunda og
tímamörk um það hvenær þessum mörkum skuli náð. Einnig þurfa
þar að vera ákvæði sem verðlauna þá sem standa sig vel, og tryggja
eftirfylgni. Framseljanlegir losunarkvótar eru dæmi um fyrra atrið-
ið. Erfiðasti hluti samningsins er án efa skipting losunar milli þjóða,
enda eru gríðarlegir hagsmunir í húfi.19 Gert er ráð fyrir að samn-
ingum um arftaka Kýótó-bókunarinnar verði lokið fyrir fund
aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í árslok 2009.
Við skulum spyrja að leikslokum.
Heimildir
Arrhenius, S. 1896. On the influence of carbonic acid in the air upon the tempera-
ture of the ground. Pbilosophical Magazine and Journal of Science, 41,
237-276.
Barker, T., Bashmakov, I., Bernstein, L., Bogner, J.E., Bosch, P.R., Dave, R. o.fl.
2007. Technical summary. í O.R. Metz, B. Davidson, P.R. Bosch, R. Dave,
og L.A. Meyer (Ritstj.), Climate change 2007: Mitigation. Contrihution of
Working Group III to the Fourth Assessment Report of the Intergovem-
mental Panel on Climate Change. Cambridge University Press.
19 Niðurdeiling losunar á milli þjóða og efnahagsgeira er efni í margar bækur.
Nýlegt ágrip má finna í 11. kafla í Walker og King (2008).