Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 91
SKÍRNIR TENGSL JÓNASAR OG TÓMASAR 365
á óvart svo að hann ákvað að kanna hvort hún ætti við rök að
styðjast.
Hér á eftir verður meðal annars stiklað á ýmsu sem varðar
Tómas þó að sumt af því tengist ekki beint samskiptum þeirra
félaganna. Um hann hefur miklu minna verið fjallað en Jónas,
enda grunnheimildir um hann ekki jafnaðgengilegar.* * * 4 Vegna fyrr-
nefndrar skoðunar á þætti Tómasar verður þó augum einkum
beint að því sem bent gæti til áhrifa hans á skáldskap Jónasar og
varpað ljósi á vináttu þeirra. Spyrja má hvað tengt hafi þá tryggða-
böndum, hvort vinátta þeirra hafi verið einlæg alla tíð, hvort
Tómas hafi hvatt Jónas til skáldskapariðkunar eða sýnt skáldskap
hans áhuga.5
Margt var líkt með Tómasi og Jónasi og margt ólíkt. Þeir voru
báðir fæddir árið 1807, Tómas að vorlagi og Jónas um haustið.
Jónas fæddist og ólst upp á Norðurlandi, í fögrum dal milli brattra
fjalla, en Tómas á Suðurlandi þar sem flatlendi verður mest á
íslandi. Jónas missti á barnsaldri föður sinn og naut takmarkaðs
fjárstuðnings ættingja sinna. Tómas hafði sem fjárhagslegan bak-
Guðmundsson 2007:107). Sú tilgáta að Móðurást hafi orðið tii á Breiðabólsstað
kann að vera komin frá Matthíasi Þórðarsyni (Matthías Þórðarson 1936:
lxxvii), en hún stenst ekki. Fjölnir kom út í maí 1837, Konráð Gíslason setti
hann í skip til íslands 30. maí (Bréf Konráðs Gíslasonar 1984:43) og að líkindum
hefur hann því verið kominn í prentun áður en Jónas hélt til íslands 15. maí.
Líklegast er að í Fjölni sé látið líta svo út að bréfið með kvæðinu sé aðsent til að
leyna því að höfundurinn sé einn af ritstjórnarmönnum.
4 Bréf Tómasar Sæmundssonar voru gefin út árið 1907, en þar eru ekki öll bréf
hans sem varðveitt eru og textinn ónákvæmur. Vandaða heildarútgáfu á bréfum
Tómasar skortir. Ævisaga Tómasar, skráð af barnabarni hans, Jóni Ffelgasyni
biskupi, kom út 1941. Árið 2007 tók Eggert Ásgeirsson saman rit um Tómas og
Sigríði konu hans með greinargóðu æviágripi en að stærstum hluta afkomenda-
tali þeirra hjóna.
5 Töluvert er fjallað um samskipti Tómasar og Jónasar í ævisögum þeirra og víðar,
sem hér er haft til hliðsjónar. Einkum ber að nefna Jón Helgason 1941:62-63 og
Pál Valsson 1999:63-72,175-76,192,211-214,234-36,258 og 268-73. Auk þess
skal bent á að Torfi K. Stefánsson Hjaltalín fjallar m.a. um bréf Tómasar og deil-
ur hans við Fjölnismenn £ riti sínu, Guð er sá sem talar skáldsins raust (2006:
469-75), og Steinunn Haraldsdóttir (2007) ritaði grein um vináttu Tómasar og
Jónasar þar sem margt fer saman við það sem hér er skráð.