Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 216
490
ÞORVALDUR GYLFASON
SKÍRNIR
og bankastjóra, að lýsa fyrir okkur ástandinu eins og það var. Takið nú
vel eftir.
„Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar“
í bréfi til Bjarna 12. marz 1934 segir Pétur um Landsbankann og Utvegs-
bankann: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum
í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært
sönnur á sakleysi sitt?“ Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu
ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármálaóreiðu og hreina glæpastarf-
semi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg.
Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svik-
unum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation" er hvergi
að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmála-
hagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki
staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta
að fara að styttast."
Þessar tilvitnanir eru teknar úr bók Jakobs F. Ásgeirssonar sagnfræð-
ings, Pétur Ben. Ævisaga (1998). Ætla má, að óbirt bréf þeirra bræðra og
annarra gefi enn litríkari mynd af ástandi íslands á þessum árum.
Hvert var tilefnið? Um þetta leyti hafði orðið uppvíst um endurnýt-
ingu máðra peningaseðla, sem höfðu verið teknir úr umferð. Kveldúlfs-
málið logaði á síðum blaðanna. Verðfall á fiski og heimskreppan höfðu
komið illa við sjávarútveginn, og skuldir Kveldúlfs höfðu hlaðizt upp í
Landsbankanum, svo að fyrirtækið var ekki lengur talið eiga fyrir skuld-
um. Málið var leyst með því, að Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, og Jónas Jónsson frá Hriflu, formaður Fram-
sóknarflokksins, tóku sér sæti hlið við hlið í bankaráði Landsbankans
1936, og hélt Ólafur sæti sínu þar nær samfleytt til dauðadags og var þó
forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Þarna var að því er virðist inn-
siglaður grunnurinn að helmingaskiptum tveggja helztu flokka landsins.
Kveldúlfi og öðrum var hlíft gegn því, að framsóknarfyrirtækin, þar með
talið Samband íslenzkra samvinnufélaga, fengju einnig viðvarandi sjálfs-
afgreiðslu í bankakerfinu. Alþýðuflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið
fengu aukaaðild að fyrirkomulaginu. Þetta er ítalska formúlan: allir með,
svo að enginn beri ábyrgð. Þessi skipan hélzt um langt skeið og var nú
síðast lögð til grundvallar einkavæðingu Búnaðarbankans og Landsbank-
ans 1998-2002, nema nú voru gömlu helmingaskiptaflokkarnir einir um
hituna með árangri, sem blasir nú við öllum landsmönnum.