Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 82
356
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
eða Zeitlose Gewánder (sem var eins konar milligerð verksins og
nefndist þá á dönsku Tidlose Dragter) hafi verið leikið í Gera, án
þess að ársetningar sé getið, en það þyrfti að kanna betur.113 En
það vekur eftirtekt að ekkert þýskt leikhús sýnir Paa Skálholt
áhuga, né heldur þremur síðustu leikjunum, þó að Kamban hafi
bersýnilega sótt fast að koma þeim á framfæri. Stefán Einarsson
fullyrðir í grein um Kamban og hefur Kristján Albertsson fyrir
því, að Þjóðverjar hafi haldið að sér höndum á stríðsárunum með
að setja upp norræn leikrit, af því að norræn leikhús hafi forðast
að fást við þýsk leikrit. Þetta er ekki rétt nema að nokkru leyti og
á þá einkum við um þjóðleikhúsin í þeim löndum sem Þjóðverjar
höfðu hernumið, Noregi og Danmörku. Hins vegar voru þýsk
leikrit t.d. sýnd í Svíþjóð á þessum árum. Dramaten í Stokkhólmi
tók á móti gestaleikjum frá Þýskalandi og fór meira að segja í
leikför til Þýskalands á stríðsárunum.114
Hvað Kamban áhrærir, segir forvitnileg klausa í Morgunblað-
inu 1939 nokkuð um hverjar væntingarnar voru. Þar segir að
áform séu uppi í Þýskalandi að kvikmynda Skálholt með einni
skærustu stjörnu þýskra kvikmynda og síðar rómaðri skapgerðar-
leikkonu, Paulu Wessely, í hlutverki Ragnheiðar. Ennfremur hefur
blaðið það eftir Ekstrabladet í Kaupmannahöfn að „nú sé stórt
þýskt kvikmyndafélag að filma Gösta Berlings saga eftir Selmu
Lagerlöf og hafi falið Guðmundi Kamban að semja samtöl myndar-
innar“. Þarna átti leikarinn Gustaf Grúndgens að vera í aðalhlut-
verki. Svo hafi fregnin flogið fyrir og jafnframt, að kvikmynda-
113 Sjá Stefán Einarsson, „Guðmundur Kamban fimmtugur", Skáldaþing, Reykja-
vík 1948, bls. 389.
114 Stefán Einarsson, „Guðmundur Kamban fimmtugur", Skáldaþing, bls. 371-
394. Sjá t.d. Lars Löfgren, Svensk teater, bls. 277-278; Georg Leicht og Mari-
anne Hallar, Det kongelige Teaters repertoire 1889-1975, bls. 306, þar sem
fram kemur að Schiller-Theater í Berlín kom með gestaleik 1941; ennfremur
má nefna að mörg þýsk verk voru flutt á þessum árum á Svenska teatern í
Helsinki, t.d. verk Gerhards Hauptmann sem þótti hallur undir nazista á efri
árum. Sjá Marianne Lúchou, Svenska teatem i Helsingfors, Helsingfors 1977,
bls. 180-189. Þjóðleikhúsið norska neyddist einnig til að sýna þýsk leikrit (t.d.
eftir Max Halbe) og taka við þýskum gestaleikjum, m.a. frá Staatliches
Schauspielhaus í Berlín, þar sem Gustaf Grundgens var í fararbroddi. Sjá t.d.
Anton Ronneberg, Nationaltheatret gjennom femti ár, bls. 389^106.