Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
ÞORSKASTRÍÐIN
469
skotsákvæði væri brjóstvörn smáþjóðar í hörðum heimi.45 Við út-
færslu lögsögunnar í 50 mílur þorði ný leiðtogasveit þessara
flokka hins vegar ekki að halda þeirri skoðun til streitu. Ut á við
náðist þess vegna þvinguð samstaða um það á Alþingi að hunsa
samninginn frá 1961 og neita lögsögu Alþjóðadómstólsins. Ekki
hugnaðist Hans G. Andersen sú leið46 og nýjum leiðtogum Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks þótti eflaust erfitt að gera þetta lítið
úr mikilvægu verki forvera sinna.
Svo fór að Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) neituðu að viður-
kenna hina nýju línu og skutu deilunni til Haag. Á sama tíma og
þjóðréttarfræðingar þeirra sömdu ítarlegar greinargerðir og fluttu
mál sitt fyrir dómstólnum barst þögnin ein frá Islandi. Sú afstaða
gat vel talist rétt stjórnlist í erfiðri stöðu en hún verður ekki nýtt
til þess að staðfesta að rétturinn hafi augljóslega verið íslands
megin, enda úrskurðaði Alþjóðadómstóllinn Bretum og Vestur-
Þjóðverjum að mestu í vil.47
Goðsagnirnar og sagnfrœðingarnir
Heildarniðurstaða þessarar stuttu úttektar á goðsögnum þorska-
stríðanna er sú að endurskoða þurfi sögu þessara átaka, rétt eins
og saga sjálfstæðisbaráttunnar og sögualdarinnar (svo nærtæk dæmi
séu tekin) hefur verið endurskoðuð, gagnrýnd og afbyggð.
Endurskoðunin er reyndar þegar hafin48 en betur má ef duga
45 Sjá t.d. Bjarni Benediktsson, Þættir úr 40 ára stjómmálasögu (Reykjavík, 1970),
bls. 30-31.
46 Þjóðskjalasafn íslands. Sögusafn utanríkisráðuneytis. 1993.10.4. Hans G. Ander-
sen, „Landhelgismálið og Haag-dómstóllinn“, 5. febr. 1972.
47 Um 50 mílna útfatrsluna og Alþjóðadómstólinn sjá helst Guðmundur Alfreðs-
son, „Útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur og dómsaga Alþjóða-
dómstólsins“, Ólafsbók: Afmalisrit helgað Ólafi Jóhannessyni sjötugum (Reykja-
vík, 1983), bls. 331-358.
48 Sjá t.d. Guðmundur J. Guðmundsson, Síðasta þorskastríðið, Guðmundur
Hörður Guðmundsson, „Fiskverndarrök íslendinga í landhelgisdeilunum" og
rit greinarhöfundar um þorskastríðin og landhelgismál: Sympathy and Self-
Interest; Þorskastríðin þrjú: Saga landhelgismálsins 1948-1976 (Reykjavík, 2006)
og Trouhled Waters: Cod War, Fishing Disputes and Britain’s Fight for the
Freedom of the High Seas, 1948-1964 (Reykjavík, 2007).