Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 148
422 ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN SKÍRNIR
„Ljóði XX“, sér Þorsteinn ýmis ummerki um orðræðu Eliots og
færir fyrir þessu sannfærandi rök með textasamanburði.29
Fleiri atómskáld hrifust af ljóðlist Eliots. í endurminningum
sínum greinir Jón Óskar frá því að hann hafi ungur maður heillast
af Öskudegi. Hann telur sig hafa lært sitthvað af stílaðferð Eliots
í þessum ljóðabálki og tilgreinir sem dæmi línur úr einu ljóða
sinna. Jafnframt birtir hann þýðingar á upphafslínum fyrsta og
annars kafla Öskudags, en líklegt er að þýðingarnar hafi orðið til
þegar endurminningarnar voru skráðar, fremur en að Jón hafi átt
þær í fórum sínum frá fyrri tíð.30
Kristján Karlsson bókmenntafræðingur, sem verið hafði við nám
og störf í Bandaríkjunum, tók að láta að sér kveða í íslenskri bók-
menntaumræðu á sjötta áratugnum. Hann var gagnkunnugur
skáldskap Eliots eins og sjá má í grein sem hann ritaði um Auden
1957 en þar gerir hann athyglisverðan samanburð á skáldunum
tveimur.31 Alllöngu síðar, seint á áttunda áratugnum og á þeim
níunda, komu út fyrstu ljóðabækur Kristjáns og í þeim eru augljós
tengsl við Eliot. Hrynjandi, hljómur og andblær, svo og sjónarmið
sumra ljóða hans, minna skemmtilega á Eliot, einkum á ferskeyttu
kvæðin í ljóðabókinni Poems (1920). Hér eru fyrstu erindin í
ljóðinu „Vor 1945“ íNew York:i2
Djúpt undir tröppu á Eighty-first
býr Adéle Ney frá Paris France.
Hvert morgunsár, og Madame Ney
í máðum slopp með úrgrátt hár.
29 Þorsteinn Þorsteinsson: Ljóðhús. Þattir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar,
Reykjavík: JPV-útgáfa 2007, bls. 48-49 og 52. Þorsteinn vitnar einnig í
óprentuð bréf Sigfúsar þar sem glöggt kemur fram að Eliot var honum afar
hugstætt skáld.
30 Jón Óskar: Hernámsáraskáld. Minnisatriði um líf skálda og listamanna í
Reykjavík, Reykjavík: Iðunn 1970, bls. 183-186.
31 Kristján Karlsson: „Rithöfundaþættir I. W.H. Auden“, Nýtt Helgafell, 2. hefti,
1957, bls. 29-33.
32 Kristján Karlsson: New York. Kvœði, Reykjavík: Almenna bókafélagið 1983,
bls. 23.
: