Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 70
344
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
sem framsögumaður er leikskáldið Svend Borberg. Og sá sem hvað
mest tekur undir gagnrýni Borbergs í umræðum á eftir er Guð-
mundur Kamban. Nefnir hann að höfundum sé skipað að breyta
leikjum sínum svo leikhúsin fáist til að sýna þau og tekur dæmi af
tveimur leikrita sinna. Ef menn vilji ekki að leikir þeirra séu
„skemdir“ svo, séu menn úti í kuldanum hjá Norrie, leikhússtjóra
Konunglega leikhússins.89 Rimma sú sem hér er vísað til vakti all-
mikla athygli í Danmörku. En fleiri voru fundirnir. Þegar Frede-
rik Schyberg, á leið að verða helsti gagnrýnandi Dana, gerir úttekt
á leikárinu 1931 og hefur dæmt ný leikrit, þar á meðal Orœfa-
stjörnur, úr leik, segir hann, ekki alveg gremjulaust:
Það er í senn sorglegt og hlægilegt að sjá bæði Kamban og Sven Clausen,
aðalleikendurna í aðförinni gegn „atvinnumennsku-leikhúsinu", verða sér
úti um miskunnarlausa en verðskuldaða ósigra á sviðinu á sama ársfjórð-
ungi. En það er augljóst hvaða ályktun má af því draga. Til þess að geta
gert kröfur til leikhúsanna verða menn að geta skrifað leikrænt. Þessir
bókmenntahöfundar koma fram með kröfur til leikhússins, en uppfylla
samtímis ekki kröfur leikhússins sjálfir. Þegar Kamban, sá maður sem
líkti „Vore egne Mandariner“ við bestu gamanleiki Holbergs (!) á fund-
inum mikla milli leikskálda og gagnrýnenda nú nýlega, af þrákelkni hamr-
aði á því að ekki væru til neinar dramatískar reglur sem skáldinu beri að
fylgja (!), þá blasa staðreyndirnar óneitanlega rækilega við og hafa sett
endapunktinn á gagnslausar umræður. Ef ekki af öðru verður leikársins
1931 minnst fyrir það.90
89 Sjá Vísi, 15. nóvember 1926.
90 „Det er noget helt tragikomisk at se paa een Gang Kamban og Sven Clausen,
de to forende Navne i Aktionen mod „det professionelle Teater" hente sig
ubarmhjertige men unbestridelig velfortjente sceniske Nederlag i samme
Kvartal. Men Konsekvensen er ikke til at tage Fejl af. For at kunne gore Ford-
ring paa Teatrene maa man skrive scenisk. De littærere Dramatikere mader
med Krav til Teatret, men opfylder samtidigt ikke Teatrets Krav. Naar Kamb-
an, den Mand som sammenlignede „Vore egne Mandariner“ med Holbergs
bedste Lystspil (!), paa det store Mode mellem Dramatikere og Kritikere for-
nylig stædigt benægtede at der findes dramatiske Regler, som Digteren maa
efterfolge (!), saa har unægtelig Kendsgerningerne med knusende Vægt sat ind
og sat Punktum paa en frugteslos Debat. Om ikke vil Teateraaret 1931 blive
erindret for det.“ Frederik Schyberg, „Teateraaret 1931“, Dagens Nyheder, 1.
janúar 1932.