Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
509
,Grýlu‘ og gerir mér upp þá skoðun að „sjálf ,Grýla‘ hafi verið mjög stutt,
22 fyrstu kaflarnir eða svo“. Einar getur þess að langvarandi deilur hafi
staðið meðal fræðimanna um „það sem Þjóðverjar myndu vafalaust kalla
,Das Sverris Saga Problem‘“, en nennir ekki að elta ólar við það heldur
tekur að sér að höggva á hnútinn sjálfur í eitt skipti fyrir öll.
Sambrœdingur eða samfelld heild
Sverris saga er samtímasaga, rituð skömmu eftir að þeir atburðir gerðust
sem hún greinir frá. Hún lýsir ævi óvenjulegs Noregskonungs, manns
sem kemur allslaus utan af útskerjum og tekst á fáum árum að leggja allt
landið undir sig. Alla tíð á hann þó í höggi við bæði höfðingjavaldið og
kirkjuna, sem lýkur með því að hann er bannfærður af páfa og situr í því
banni til æviloka. Þessar útistöður við kirkjuna hafa valdið því að ýmsar
aðrar heimildir eru varðveittar um Sverri, óháðar sögu hans, sem túlka
málstað andstæðinganna. Allt þetta, að ógleymdum háum aldri sögunnar
og furðu þroskaðri frásagnarlist hennar, gerir hana að óhemju spennandi
viðfangsefni, en vangavelturnar um ,Grýlu‘ hafa hindrað menn í að skoða
söguna sem heild, greina stíl hennar og boðskap og svara mikilvægum
spurningum sem hún vekur á viðhlítandi hátt. Ályktanir Einars Más út
frá þessu öllu saman eru líka undarlega vitlausar.
Hinn umdeildi formáli getur ekki verið saminn af höfundi Sverris
sögu heldur af eftirritara, væntanlega snemma á 13. öld. Markmið hans er
fyrst og fremst að sýna fram á trúverðugleika sögunnar. Fyrsti hluti henn-
ar er þar sagður skráður samkvæmt frásögn konungsins sjálfs og síðari
hlutinn eftir sjónarvottum sem sumir hafi jafnvel tekið þátt í orrustum
með Sverri. Eins og fyrr segir leiði ég rök að því að ,Grýla‘ sé fyrsti áfangi
Karls Jónssonar í ritun sögunnar og nái yfir rúman helming hennar, eða
100 kafla af 181. Þessi hluti sögunnar myndar ef grannt er skoðað allsam-
fellda heild þar sem mynd konungsins er fullkomlega sjálfri sér sam-
kvæm, eins og ég mun víkja að í lokin.
Einar Már leiðir þessar athuganir hjá sér. Niðurstaða hans af sínum
eigin lestri á formála sögunnar er, segir hann, „ótvírætt sú að ,Grýla‘ hafi
verið stutt rit sem náði ekki einu sinni fram að neinum meiri háttar þátta-
skilum í ferli Sverris". Þetta hafi verið sjálfstæð ritsmíð sem „Litli og
Stóri, sem sé ábóti og konungur," hafi nefnt ,Grýlu‘ í ákveðinni „innan-
búðar-gamansemi“. Mestan hluta sögunnar hafi síðan höfundur, annar en
Karl Jónsson, tínt saman úr ýmsum áttum eftir sjónarvottum og rituðum