Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 119
SKÍRNIR
f SLANDS-FREYJ A
393
fundust afar heilleg í mýrum á Jótlandi, það fyrstnefnda frá brons-
öld, hin tvö frá upphafi járnaldar, en í öllum þessum tilfellum
virðist umbúnaður líkanna benda til þess að þarna hafi verið um
mannfórnir í tengslum við frjósemisdýrkun að ræða (Glob 1965
og 1971). í elstu textaheimild sem við höfum, Germaníu eftir róm-
verska sagnaritarann Tacitus (1928:74-75) frá 1. öld e.Kr., segir
bæði frá mannfórnum og frjósemisdýrkun gyðju. Slíkar mann-
fórnir virðast hafa tíðkast lengi eins og sjá má t.d. í frásögnum
Thietmars frá Merseburg um mannfórnir í Hleiðru (2001:1 9) og
Adams frá Brimum um mannfórnir við hofið í Uppsölum (Simek
1993:260)4. Norski fræðimaðurinn Anne Stine Ingstad vekur at-
hygli á því að svo virðist sem aðeins karlmönnum hafi verið fórn-
að og dregur þá ályktun að „svo virðist næstum sem hér sé um
heilagt dauðabrúðkaup að ræða. Goðmagnið sem á að taka við fórn-
inni hlytur því helst að hafa verið kvenlegt goðmagn“ (Ingstad
1992:243). Þó að óljóst sé lengi framan af hver sú gyðja eða þær
gyðjur hafi verið eða hvað hún/þær hafi heitið þá bendir fjölmargt
til þess að oftar en ekki megi gera ráð fyrir einhverri mynd þeirrar
gyðju sem undir lok heiðninnar gekk undir nafninu Freyja.
Mörg hundruð goðtengdra örnefna er að finna í Skandinavíu,
bæði örnefni sem vísa til einstakra goða og önnur sem vísa til helgi-
staða. Dreifing og útbreiðsla örnefna sem vísa til vanagoðanna
þriggja, Njarðar, Freys og Freyju, gefa til kynna að átrúnaður á
þau hafi einkum verið um miðbik Svíþjóðar, í Víkinni og upp eftir
vesturströnd Noregs (Ingunn Ásdísardóttir 2007:100-101, 106-107
eftir de Vries 1957). Góður þriðjungur þessara örnefna vísar til
Freyju og þó nokkur fjöldi til viðbótar til einhvers af auknefnum
hennar (Gefn, Hörn, Mardöll, Sýr), og einnig nokkur fjöldi til
annarra nafngreindra gyðja. Upplýsingar þær sem úr textaheim-
ildum er að hafa ber að sama brunni.
Loks nefni ég Ásubergsgröfina frá 820-850, en hún fannst árið
1903 og var grafin upp árið eftir. Þar er um að ræða mikilfenglega
4 Adam frá Brimum, Gesta Hammaburgensis ecclesiae pontificum: Scriptores
rerum Germanicarum. 3. útg. Ritstj. Bernhard Schmeidler. Hannover: Hahn-
sche Buchhandlung, 1917. Þýðing á völdum köflum þessa rits eftir Ingunni
Ásdísardóttur í Simek 1993.