Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 72
346
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
í menningar-umhverfi stórborganna — í umhverfi nútíðar alþjóða
menningar. Og lokahlekkurinn í þeirri festi er „Sendiherrann frá
Júpíter". Það er runnið upp úr almennri vestrænni „menningu"
ófriðareftirkastanna, en það er hafið yfir stað og tíma.“ Skáldið
segir „ítak“ íslands í nútímabókmenntum hafa verið sama og ekk-
ert. En nú vilji hann snúa sér aftur að sínu eigin þjóðlífi „þar sem
hvert yrkisefnið öðru fegra bíði manns“.92
Þegar leikskáld ná ekki inn á pall, er það altítt að þau snúi sér
að ljóðum eða skáldsagnagerð. Kamban hafði þegar ort álitleg ljóð
sem hann hafði birt í blöðum og tímaritum og skáldsagan um
Ragnar Finnsson hafði hlotið ekki óvinsamleg ummæli gagnrýn-
enda og var ótvírætt nýmæli í íslenskri sagnagerð. Sögunni Meðan
hiísið svaf hafði sömuleiðis vegnað vel og orðið að kvikmynd eins
og áður segir.93 En nú var það eitt af þessum „fögru yrkisefnum“
sem fangaði hug hans. Sagan af Ragnheiði biskupsdóttur og Brynj-
ólfi föður hennar kom út í Danmörku á árunum 1930-32 og Is-
landi 1930-35, stórvirki í fjórum bindum. Höfundur mun hafa
lagt í mikla sögulega undirbúningsvinnu, líkt og hann gerði síðar
er hann samdi aðra sögulega skáldsögu, Vítt sé ég land og fagurt.94
Er skemmst af því að segja, að þessi sagnabálkur mun hafa stuðlað
hvað mest að frægð og vinsældum Kambans, bæði í Danmörku og
í Þýskalandi — og reyndar á íslandi líka, enda efnið verið íslend-
ingum lengi hugstætt. Lausn Kambans á gátunni um eið Ragn-
heiðar þótti bæði snjöll og nútímaleg. Og það er sjálfsagt í ljósi
þessa gengis Skálholts að Kambans er í Dansk hiografisk Leksikon
fyrst og fremst minnst sem sagnaskálds. Þar segir eftir að staldrað
92 Morgunblaðið, 22. maí 1927. Um sýninguna segir Kamban, að hún sé vitanlega
„í ófullkomnari formi en hann múndi krefjast þess annarsstaðar". Leikendur
væru 16 og „sumir þeirra hefðu aldrei áður stigið á leiksvið". 1 leikrýni er
hamrað á þessari staðreynd: „En hann hafði ekki þá leikendur með sjer, er
valdið gætu leikriti þessu, því verður ekki leynt.“ Morgunblaðið, 26. maí 1927.
93 Sagan var gefin út bæði á dönsku og íslensku 1922. Sjá úttekt í Helga Kress,
Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur, bls. 79-92.
94 Vitnisburður Kristjáns Albertssonar, t.d. „Dráp Guðmundar Kambans", Tím-
inn, 2. maí 1982. Sagan Vítt sé ég land ogfagurt var skrifuð í Þýskalandi og
kom út þar 1937. Hún hlaut góðar viðtökur og varð tilefni til fyrirlestrahalds
um vesturferðir norrænna manna, eins og áður segir.