Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 199
SKÍRNIR
AÐ LOSA SIG VIÐ UMSKIPTINGINN
473
upphafi 12. aldar, er gert ráð fyrir að öll börn skuli skírð með
hvaða sköpulagi sem vera kunni, en eins og Else Mundal hefur
nýlega sýnt fram á voru viðbrögð vesturnorrænna samfélaga við
fötluðum einstaklingum á fyrstu öldum kristni þó oft æði harka-
leg; útburður á börnum sem álitin voru afskræmd (meðal þess sem
er nefnt eru andlit á hnakkanum, selshreifar, hundahöfuð, öfugir
fætur og rödd sem taldist ekki vera mannsrödd) var leyfður um
leið og tekið var fyrir barnaútburð almennt.3
Flestir íslendingar hafa heyrt um umskiptinga og margir hafa
ugglaust heyrt þetta orð notað sem myndlíkingu, til dæmis um
óþekkt barna. Við búum í samfélagi sem krefst fullkomnunar og
fjölmörg dæmi eru um að hvers konar „gallar“ á börnum séu settir
fram sem mikill harmleikur; á þetta raunar við um sjúkdóma yfir-
leitt. Umskiptingasögur eru ekki sagðar lengur; þær eru sprottnar
úr annars konar samfélagi, þegar þjóðtrú gegndi því hlutverki sem
vísindin gegna einkum nú: að skýra heiminn. En eru þær ennþá
viðeigandi? Getur verið að við séum ennþá að búa til umskipt-
ingasögur án þess að gera okkur grein fyrir því?
Hvað er umskiptingur? Einum slíkum er lýst í kunnustu um-
skiptingasögu íslands, Átján barna föður í Álfheimum, úr safni
Jóns Árnasonar:
Þegar hún yrðir á það hrín það og æpir illilegar og ámátlegar en hún átti
von á því áður var barnið mesta spektarbarn, þýðlynt og þægt, en nú fær
hún ekki af því nema óhljóð ein og illhrinur. Líður svo nokkuð hér frá að
barnið mælir ekki orð frá munni, en var ákaflega keipótt og rellið svo
konan kunni ekkert lag á þessum háttaskiptum; það vex og ekki og lætur
fíflslega mjög.4
Eins og sjá má getur þetta verið lýsing á venjulegu óþekku barni.
Það þarf ekki endilega að tengja umskiptinginn við fötlun. En hér
viljum við varpa því fram hér hvort óþekkt barna og fötlun séu
3 Else Mundal, „Barn skal eigi lata dœya handa millim: um fátækra kvenna börn
á milli tveggja siða,“ Miðaldabörn, ritstj. Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulini-
us (Reykjavík 2005), bls. 19-20 (bls. 17-26).
4 Jón Árnason, íslenzkarþjóðsögur og œvintýri I. Árni Böðvarsson og Bjarni Vil-
hjálmsson gáfu út (Reykjavík 1954), bls. 43.